Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 3
Ég get stundum verið svolítið stríðinn. Jólin hafa óvallt verið mér gullkista tækifæra til að seðja þessa kennd mína og veita henni útrás. Þegar börnin mín voru ung sagði ég þeim að jólagjafir þeirra minnkuðu ef þau væru óþæg. Stundum gat ég ekki setið á mér með að afhenda einhverju þeirra pínulítinn pakka á aðfangadagskvöld. Svo var hlegið af vonbrigðasvipnum sem kom á andlit viðkomandi og barninu afhent alvörujólagjöfin. Einhver myndi segja núna að undirritaður væri skepna. Ég hef ávallt talið þetta vera minn rétt enda fátt sem gleður mig jafn mikið og velheppnuð eigin stríðni. Ég hef að vísu litla þolin- mæði fyrir stríðni annarra enda nánast fullkominn að eigin áliti. Þessi skemmtun mín hefur að vísu þróast þannig að núna gefur fjölskyldan öll hvort öðru svokallaðar hrekkjalómagjafir og er nú svo komið að mestur spenningurinn á hverju aðfangadagskvöldi er fyrir þeim gjöfum. Allir leggja hausinn í bleyti við að búa til mestu hrekkja- lómagjöfina og er engum hlíft. Sumir (undirritaður) eru hálft árið að útbúa sumar gjafirnar. Það er mikið hlegið á aðfangadagskvöld á mínu heimili. Það mæta líka allir til að fá sína hrekkjalómagjöf. Mér finnst margar þessarra gjafa lifa lengur í minningunni en "alvöru" gjafirnar. Ástarsorg eða vöntun á kærustum er vinsælasta viðfangsefni hrekkjalóm- anna. Svo eru útlitsgallar (miðað við Barbie) eða skortur á einhverjum eðlilegum hæfileikum (miðað við Superman og Wonder woman) endalaus uppspretta skemmtilegra hrekkjalómagjafa. Stjórnmálaskoð- anir eru svo alltaf vatn á myllu þeirra sem vantar góðar hugmyndir. Að sjálfsögðu er ég búinn að setja reglur um hrekkjalómagjafirnar. Þær verða að vera ódýrar, helst heimatilbúnar og umfram allt hlægilegar. Ekki má geta gefandans með öðru nafni en Hrekkjalómur. Þeim sem mistekst er refsað grimmilega á næstu jólum. Ég tók uppá því að senda litlu börnunum í fjölskyldunni jólakort í fyrra. Að sjálfsögðu bullaði ég heilmikið um jólin í kortunum. Jólasveinninn er mér afskaplega kært umræðuefni við yngri börnin og skemmti ég mér konunglega með að stríða þeim litlu með afbökuðum sögum af þeim köppum og uppátækjum þeirra. Mér er til dæmis óskiljanlegt afhverju mamma og pabbi koma ekki fyrir í jólalaginu "Nú skal segja" og er að sjálfsögðu búinn að bæta þeim kafla við. Þá hef ég aldrei skilið afhverju vitringarnir fóru ekki á jeppum yfir eyðimörkina á sínum tíma. Ég hrekki stundum móður mína með því að gera grín af háum aldri hennar og bingógleði. Ég er alveg ---------------- SKINFAXI viss um að ég er uppáhaldið hennar þó svo hún eigi 7 önnur börn. Hún skammar mig að vísu vegna skorts á mörgum heimsóknum og að ég hringi ekki nægilega oft. Stundum finnst mér ég vera hálfruglaður einstaklingur sem helst ætti að vera í daglegri meðferð hjá umhyggjusömum tilfinninga lærðum sérfræðingum. Ég nýt að vísu þessarar umhyggju í ríkum mæli hjá heittelskaðri eiginkonu minni. Ég held að batahorfur mínar séu afkskaplega litlar en hvern langar svo sem í bata á meðan hjúkrunar- konan er bæði undursamlega falleg og veitir manni umhyggjuríka og óaðfinnanlega þjónustu. Það er auðvelt að gleyma barninu í hjarta sínu en það er líka auðvelt að rifja það upp. Jól og áramót eru tilvalin tækifæri til að hleypa barninu út og njóta þess í algleymingi. Hjartað mitt er glatt, jólin eru að koma. Gleðileg jól, Birgir Gunnlaugsson Ritstjóri: Páll Guðmundsson. Greinaskrif: Páll Guðmundsson. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar, Páll Guðmundsson. Umbrot og hönnun: Guðmundur Karl Sigurdórsson, Helgi Valberg Jensson. Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ. Auglýsingar: Þjónustumiðstöð UMFÍ - Markaðsmenn. Prófarkalestur: Páll Guðmundsson, Guðmundur Karl Sigurdórsson. Prentun: Prentmet. Pökkun: Ás vinnustofa. Ritstjórn: Anna R Möller. Sigurlaug Ragnarsdóttir. Birgir Gunnlaugsson. Ester Jónsdóttir. Þjónustumiðstöð UMFÍ Skrifstofa Skinfaxa Fellsmúla 26 - 108 Reykjavík Sími 568-2929 Netfang: palli@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Framkvæmdastjóri UMFI: Sæmundur Runólfsson. Jólastríðni 3 SKINFAXI - tímarit um íþróttir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.