Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.2004, Blaðsíða 21
VELFERÐARSJÓÐUR BARNA 30-40 börn hér á landi talin þurfa á þjónustu af þessu tagi að halda. „Með uppbyggingu Rjóðurs vildum við byggja upp aðstöðu fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Rjóður var byggt upp í Kópavogi og þar fá langveik börn fulla aðhlynningu og foreldrar um leið möguleika á þessari þjónustu fyrir börnin sín. Langveik börn geta brotið upp fjölskyldur vegna þess að fólk hreinlega gefst upp. Sjóðurinn borgaði fyrir húsnæði og tæki en ríkið hefur síðan séð um reksturinn," segir Kári íþróttafatnaður, hljóðfæri og námskeið Sjóðurinn hefur styrkt börn sem búa við erfið kjör með því að veita þeim tækifæri til að taka þátt í margs konar sumarnámskeiðum og veitt styrki til kaupa á hlutum sem þau hafa ekki átt kost á. Markmiðið er að gefa börnunum kost á uppbyggjandi afþreyingu sem örvar félagsþroska þeirra og stuðla að velferð þeirra með ýmsum hætti. Á sjötta hundrað barna hafa notið framlaganna og víst er að ekkert eitt verkefni sjóðsins hefur komið jafn mörgum börnum til góða. „Við höfum til dæmis á sumrin gefið börnum íþróttafatnað eða greitt fyrir aðstöðu á námskeiðum. Síðan höfum við gefið börnum í tónlistarnámi hljóðfæri og öðrum höfum við gefið rúm eða annað í heimilið. Þetta höfum við gert mikið í gegnum ábendingar frá fólki, t.d. kennurum eða íþróttafélögum og höfum ekki viljað að þessir styrkir væru áberandi á þann hátt að það kæmi fram hver fengi þessa styrki/'segir Ingibjörg. Mentorverkefnið Vinátta Velferðarsjóðurinn setti af stað mentorverkefnið Vináttu árið 2001. Verkefnið er í því fólgið að háskóla- og framhaldsskólanemendur veita grunnskólabörnum stuðning og hvatningu. Um 100 börn eru nú þátttakendur. „Markmiðið með þessu verkefni er að efla samskipti barna og fullorðinna og þá annara „Vi<3 getum breytt umhverfi ísienskra barna," segir Ingibjörg. en þeirra nánustu úr fjölskyldunni. Þetta er svona gæðatími þar sem börnin kynnast eldri einstaklingi á framabraut, sem verður þeim um leið ákveðin fyrirmynd. Sérstaklega núna á meðan á verkfallinu stóð, þá var þetta að reynast mörgum börnum ákaflega vel. Mörg þessara barna hafa aldrei farið í bíó með fullorðnum, eða aldrei farið í sund með fullorðnum, ekki lært að tefla. í þessu verkefni eru þeir fullorðnu að kenna börnunum, ekki skólabókar- lærdóm, heldur meira svona á lífið og tilveruna," segir Ingibjörg. Kári telur að þetta sé bæði mjög spennandi og um leið gefandi verkefni. Ekki þá bara fyrir börnin heldur líka fyrir hina fullorðnu sem mynda þessi tengsl við þörnin. „Hugmyndin með þetta verkefni er síðan að fá ríkið til að taka þetta að sér. Þetta er svo ódýrt, það er hægt að fá fólk til að taka þetta að sér fyrir lítil laun og það er enginn annar kostnaður í aðstöðu." Víðátta Annað verkefni á sviði menntamála er Víðátta. Því er ætlað að skapa aðstæður sem gagnast nemendum víðs vegar urn landið og efla kunnáttu kennara til að starfa í tæknivæddu umhverfi. Áhersla hefur verið á að bæta kennslu í stærðfræði og íslensku. Þá hefur sjóðurinn einnig styrkt gerð fræðsluefnis fyrir börn og ungmenni, meðal annars fjögurra myndbanda sem voru ákaflega vel heppnuð. Getum breytt umhverfi íslenskra barna „Við viljum gjarnan fara í samstarf við íslensk stórfyrirtæki til þess að fjárfesta í gæðum í íslensku samfélagi," segir Ingibjörg. „Ef við fáum góðan hóp fyrirtækja getum við breytt umhverfi íslenskra barna." Kári tekur undir með Ingibjörgu. „Við getum gjörbreytt þessu umhverfi, ég held að það séu forsendur til þess. Það eru peningar á íslandi til að gera þetta og það eru til aðferðir til að gera þetta. Það eina sem þarf að gera er að brýna fólk til að rísa undir þeirri ábyrgð sem í felst því að búa til auð, " segir Kári og heldur áfram; „Það þarf engan Einstein til að sjá að þessi mikli auður sem situr í þessum fyrirtækjum í samfélagi þar sem er svona mikil misskipting að ef að þeir ætla að halda áfram að mynda þennan auð, þá verða þeir að skila einhverju meiru til samfélagsins, bara annað gengur ekki." Gamall kommi Kári segir að Velferðarsjóðurinn hafi ekki verið mjög áberandi í fjölmiðlum fyrstu ár sjóðsins og telur að það hafi verið skynsamlegt. Aftur á móti sé kannski kominn tími til að vekja athygli á ýmsu sem sjóðurinn er að standa fyrir og um leið höfða til annarra stórfyrirtækja með samstarf í huga. „Það verður að sýna fyrirtækjum fram á að þau fái eitthvað fyrir þetta, að þau fái fyrir það velvilja og skilning á því að þau séu að vinna af ábyrgð í sínu samfélagi. Þó svo auðvitað væri æskilegt að vinna að þessu algerlega í kyrrþey, þá komust við bara ekki hjá því að láta vita af því hvað við erum að gera." Aðspurður hvort þetta sé hugmyndafræði ættuð frá Bandaríkjunum segir Kári ekki svo vera. Ingibjörg grípur fram í fyrir honum og segir að hann vera 21 SKINFAXI - tímarit um menningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.