Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 3
SPRENGINGIN Hinn 3. des. að kveldi árið 1917 lagði Lag- arfoss upp frá New York til íslands. Lagarfoss átti að koma við í Halifax, eins og venja var til eftirlits og til þess að fá skipsskjölin — þau voru allt af afhent þar á þeim tíma. Hinn 6. des. kl. 8 að morgni var komið að innsiglingunni til Halifax, þar sem hafnsögu- maður var alltaf tekinn. Var hann að komast upp á stjórnpallinn, er hin ógurlegasta spreng- ing átti sér stað, er sögur höfðu þá farið af. Varð sprengingin með þeim hætti að tvö skip rákust á á móts við borgina innanverða, eins og síðar mun nánar sagt frá. Var annað skipið hlaðið skotfærum en hitt benzíni. Sprenging þessi, eldsvoði og aðrar hörmungar, sem voru tengdar við þetta stórslys og komu svo hart niður á miklum hluta Halifaxborgar og íbúum hennar, eru svo minnisstæðar að vert þykir að segja nokkuð frá þeim, svo og til þess að fólk geti enn betur áttað sig á því, að víðar eru hætturnar, samfara styrjöldum, en einmitt á vígvöllunum og að sú plágan er oft hinni fyrri verri, er kemur mönnum á óvart, eins og slíkt stórslys sem þetta, gerði. Áður en sagt verður nánar frá sprenging- unni, skal nokkuð sagt frá þeim einkennilegu atvikum, sem ollu því, að Lagarfoss ekki var kominn alveg inn á höfnina, er sprengingin varð, sem hefði þá að sjálfsögðu orðið til þess, að líkt hefð.i farið fyrir okkur og benzínskip- inu, þar eð Lagarfoss hafði ætíð benzín og olíu á þilfari á ferðum sínum frá Ameríku á þeim tíma. Eins og áður er sagt, var lagt upp frá New York þann 3. des. að kveldi og varð í fylgd með okkur en.^kt skip, er virtist hafa 'svipáðan hraða og við. Eins og menn þekkja á sjónum, þá er það alltaf hið fyrsta, að reyna sig við þann næsta. Alltaf er verið að reyna að vinna emhverja smásigra, á því byggist að miklu leyti það seiðmagn, sem sjórinn hefir á þá, er hann stunda, ella væri líf og starf sjómann- anna svo einrænt, að engan laðaði. Var því af gömlum og góðum vana farið að reyna að des. 1917 vinna á þessum óvin (!!), sem alltaf lallaði þarna rétt á undan okkur, með svipuðu milli- bili, en eins og þeir vita, er Lagarfoss þekkja, þá er hann enginn hlaupagarpur, en stundum var þó hægt að koma honum á elleftu míluna, ef vel lá á honum. En það var eins og engu tauti yrði komið við hann að þessu sinni. Hvern- ig sem kyndararnir hreinsuðu eldana og mok- uðu á þá, féll þrýstingurinn heldur en óx, enda þótt Sörensen 1. vélstjóri væri orðinn nokkuð tíður gestur í kyndararúminu og líklega ekki of vel séður þar, því ekki hafa það líklega ver- ið eintóm gæluorð, er hann sagði í eyru kynd- aranna og ekki vorum við mikið betri á stjórn- pallinum, gerðum ýmist að hvítna eða blána af vonzku yfir þessum klaufaskap — að hugsa YÍKINGUK 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.