Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 10
« Eftir að gengið var frá öllu á þiljum eins og bezt var hægt, fóru þrír okkar fram í háseta- klefann. - Var þar köld aðkoma. Eldavélin öll brotin, og öllum mat og vatni spillt. Lágum við svo til í 36 klukkustundir, og hafði okkur þá drifið vestur undir Arnarfjörð. Fór þá veðrinu heldur að slota. Var þá tekið til að koma fyrir seglum og reyna að slaga til lands. Vorum við þá svo aðþrengdir, að enginn treystist til þess að standa við stýrið. Lenti það svo á mér, og varð ég að standa við stýrið, þangað til við komumst inn á Haukadalsbót. — Lágu þar mörg skip, flest meira og minna brot- in, þar á meðal kutter Kalli (skipstjóri Kristján Andrésson frá Meðaldal). Sigldum við rétt hjá Kalla, er við komum á skipalagið. Mun Kristján hafa fljótlega veitt því eftirtekt, hvað skip okkar var illa útleikið. Setti hann strax út bát, og reri til okkar. Leitaði frétta og er hann sá hvernig ástatt var, flutti hann okkur umsvifa- laust á sitt skip, og lét okkur fá þá hressingu, sem hver vildi kjósa. Síðan var farið í land í Haukadal, til Matt- híasar Ólafssonar verzlunarstjóra. Tók hann okkur hið bezta, sá um góðan mat fyrir okkur og lét okkur fá þurr föt og aðra aðhlynningu. Lágum við viku á Haukadalsbót. Var þar smíð- að að skipinu allt, sem þurfti, og ný eldavél fengin. Síðan fórum við til fiskveiða á ný en hreppt- um aftur vont veður, en náðum þá strax til Önundarfjarðar, svo við sluppum við tjón og áfelli. Eftir þetta gekk úthaldið yfir sumarið vel; vorum við með aflahærri skipunum hér á Isafirði. I garði þeim, sem áður er lýst, og við vor- um að hrekjast í, rak sex skip á land í Horn- vík. Voru tvö af þeim frá Ásgeirs-verzlun: Familien og Buddha. Náðist ekkert af skipun- um út aftur, en aðeins einn maður fórst. I þessu veðri fórst einnig þiljubáturinn Þrá- inn, af sömu stærð og skip okkar, Ólafur, 17 smál. að stærð. Eigendur Þráins voru þeir Guðmundur Oddsson á Hafrafelli og Skúli Thor- oddsen sýslumaður. Skipstjóri á Þráinn var Bjarni Guðmundsson frá Laugabóli í Arnar- fii'ði. Margvíslegt tjón varð á flestum skipunum, VÍKINGUR enda var ofsaveður, með fádæma snjókomu og frostið 8—10 stig. VII. Strandið á Poseidon. 1902 réðist ég sem háseti á kútter Poseidon, Skipsjóri var Jens Jóhannesson (bróðir Bjarna skipstjóra, sem áður var á Litlu-Lovísu). Við lögðum út 1. marz. Vorum við alls 10 á skipinu, en ætluðum að taka fulla áhöfn í Stykkishólmi. Var þá altítt orðið að fjöldi Breiðfirðinga væri á ísfirzku skipunum. Á leiðinni suður fiskuðum við í 4 daga í Breiðubugt (sunnan við röstina) og öfluðum vel. En þá gerðist byrvænt og var siglt góðu leiði til Stykkishólms. Þegar þangað kom, voru allmargir af væntanlegum hásetum enn við róðra undir Jökli. Biðum við því all- marga daga, þangað til skipverjar voru orðnir 18. Leizt þá skipstjóra eigi að bíða lengur og vildi komast út, en bæta fleirum við í næsta túr. Var ætlast til að við yrðum alls 24. Á þorra- þræl skellti á ofviðri miklu. Lágum við í skjóli við Súgandisey, en vefurofsinn var svo mikill, að skipið sprengdi báðar keðjur. Áður en skipið sprengdi, voru sett upp öll segl og rifuð sem mest mátti. Ætlaði Jens skipstjóri að ná Bílds- eyjarhöfn; taldi hana lífhöfn, ef tækist. Mér leizt uggvænt útlitið og stakk upp á því við skip- stjóra, að hann hleypti skipinu upp í Maðkavík, sem er vetrarhróf þilskipa í Stykkishólmi. Skip- stjóra leizt ekki á það; sagði að nú væri minnk- andi straumur, og mundum við sitja þar fastir þar til straumur stækkaði, og gætum tapað mikl- um afla. Þegar við tókum bóginn til þess að ná Bílds- evjarhöfn, vorum við nærri lentir á Þórishólma. Á síðasta augnabliki tókst þó að venda frá hólm- anum, en um leið sprengdi veðrið seglin. Kom- umst við bá í hlé við Skorareyjar (fyrir innan Stykkishólm) og lögðumst þar fyrir vænum dreka, meðan verið var að slá undir nýjum segl- um. Þegar lokið var að slá undir seglunum, hafði skipið drifið svo, að stórbrot var á skeri aftan við það. Voru þá seglin rifuð í skyndi og lagt aftur austur í flóann innan um sker og boða, en drekann misstum við. Eftir stutta stund rifnuðu nýju seglin. Voru þau að smá rifna í .tætlur, þar til reiðinn mátti heita orðinn ber. Var þá enginn kostur fyrir 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.