Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Blaðsíða 16
Krossgáta Lóðrétt: l. Birta; 2. Steinn; 3. Er hreint vatn; 4. Borg; 5. Leysa; 6. Byrgi; 8. Á hesti; 10. Smálest; 11. Sjór; 15. Tjón; 16. Ái; 17. Vorkenna; 18. Fél- agsskapur; 19. Einkennisbók- stafir; 20. Tunna; 21. Fornafn; 23. Grastorfa; 24. Einkennis- bókstafir; 25. Nafnlaus. Lárétt: 2. Kall; 4. Á hálsi; 7. Fæða; 8. Get; 9. Gagnstætt: ekkert; 11. Hey; 12. Vega; 13. Skinnið; 14. Sjávardýrs; 19. Ræni; 22. Vantar; 24. Boði; 26. Bæn. p^|/£ /7 (8 fr f m ~ sBobéc Maður nokkur lá, samkvæmt því, sem frönsk blöð skýra frá, úti í garði sínum og svaf. Skammt frá hon- um sat kona hans með sólhlíf hjá sér, og prjónaði. Manninn dreymir, að stjórnarbylting sé í Frakklandi. Er hann einn af þátttakendunum og verður handtekinn. Hann er dæmdur til að hálshöggvast, og farið er með hann í kerru að fallöxinni. Þar er honum hent á högg- pallinn, og kragi sá, sem heldur höfðinu fyrir öxina, er læstur um háls honum. Þegar hér var komið, tekur maðurinn að láta illa í svefni, umlá og bylta sér. Konan sér það, nennir ekki að rísa á fætur, tekur sólhlífina og slæmir henni til hans. Sólhlífin lendir á hálsi mannsins, en um leið dettur fallöxin. Maðurinn fékk hjartaslag og dó. — Lesendur sjá ef til vill eitthvað athugavert við þessa frásögn? / bókaskáp standa 3 bindi af bókum. Hver bók er 7 cm þykk og spjöldin % cm hvort spjald. Bókamaðkur kemst inn fyrir spjaldið á bindi I og étur sig frá síðu 1 í fyrsta bindi og í gegn um spjöld og blöð að öftustu síðu í bindi III. Hvað fór hann langa leið? Svör við getraunum í síðasta blaði: 1. Snæfell. 2. Pluto. 3. Jón Ásgeirsson, bóndi á Þingeyrum. 4. Grettir Ásmundarson. 5. 01 es annar maður. 6. Benjamín Franklín. 7. Jónsbók var lögtekin á Islandi. 8. Bell fann upp ritsímann. 9. Bifreið er réttara, en „bíll“ er búið að fá hefð og orðin eru notuð jöfnum höndum. 10. Brúarfoss. 1579 br. tn. Sá dauðadæmdi sagði: „Ég verð hengdur“. 1/2 + 1/3 -j- 1/9 = 17/18 og vegna þess að saman- lagðir hlutir bræðranna eru ekki einn heill, gat karl- inn fengið sína kind, sem var afgangs, eftir skiptin. Maður noklcur gróðursetti níu tré í garði sínum þannig, að þau mynduðu tíu beinar raðir, og í hverri röð voru þrjú tré. Hvernig fór hann að þvi? VÍKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.