Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 12
kastað, og ég- veit að þið eruð mér samdóma um það, að slíkt megi ekki koma fyrir, því að hvern þann mann, sem er þess verður að lifa menningarlífi meðal siðaðra manna, sækir sam- vizkan heim, ef hann hefur gert verr en hann vissi. Þó vinna á togurum hafi hér aðallega verið gerð að umtalsefni, þá gildir sama reglan um önnur skip. Hlutirnir heita þar öðrum nöfnum, en einkunnarorðin eru þar hin sömu, að inna störfin af hendi með trúmennsku og hafa opin augun fyrir öllu, sem betur má fara, því að mörg eru verkefnin, sem kalla á hagar hend- ur og er til valið fyrir unga og framgjarna menn að láta þar eitthvað að sér kveða, sem getur haldið orðstír þeirra á lofti og orðið þeim traustur aflgjafi, til að vinna sér maklegt ti’aust og álit samborgara sinna. Þetta er leið sem flestum er fær, sem vit hafa og vilja til að troða nýjar og óruddar slóðir til bjargar sjálfum sér og öðrum. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru Islending- ar viðurkenndir af erlendum viðskiptamönnum fyi-ir að framleiða betri og fallegri saltfisk en aðrar þjóðir, sem þá var eftirsótt vara. Þá var meiri partur af fiskinum nr. 1, en aðeins lítill hluti nr. 2. Nr. 3 var þá lítt þekkt. En hvernig er ástandið nú í þessu efni? Það er þannig, að nú er meiri hluti nr. 2 og 3, en minni hluti nr. 1 og svo er rammt að kveðið, að útlend firmu, sem hér hafa viðskipti með þessa vöru, senda mann til að gæta hagsmuna sinna hvað vöru- vöndun snertir, og íslendingar hafa farið til við- skiptalandanna til að standa fyrir máli sínu og kynna sér óskir þeirra. Hér virðist vera eitthvað alvarlegt á ferðum, sem taka verður til skjótrar og gagngerðrar yfirvegunar og ráða fulla bót á þeim mistökum, sem hér virðast hafa á orðið. Það hefur verið mikið talað um gullkistu þá, í ræðu og riti, sem við eigum hér við strendur landsins og sem sífellt er ausið úr, bæði af olckar eigin skipum og skipum annarra þjóða, sem slíka atvinnu stunda. Það er vitanlegt öllum, sem nokkurt skyn hafa á þeim málum, að síðustu 20 árin hefur fiskur hér við land gengið mjög til þurrðar og það svo, að á mörgum þeim miðum, sem örugg voru talin, fæst nú ekki bein úr sjó, og til að standast þá vöntun hafa verið fengin stærri og betri skip með fullkomnasta útbún- aði, sem nú þekkist, og ærnum kostnaði varið til að halda aflamagninu við, en hinu virðist hafa verið minni gaumur gefinn, að vanda þá vöru, sem þessi stórvirku tæki færa að landi, og verður þó að telja að það sé einn af höfuðþátt- um þessarar starfsemi, og hvers vegna ættum við ekki að geta verið fyllilega samkeppnisfærir á þessu sviði við aðrar þjóðir nú eins og við höfum áður verið? Til marks um aflagetu þessara nýju skipa og manna, sem á þeim eru, er það, að eldri skip, sem fyrir nokkrum árum voru talin af- bragðs skip, liggja nú við landfestar allan árs- ins hring aðgerðalaus og grotna niður, því að enginn maður fæst nú á þau og enginn treystir sér til að gera þau út. Fáir myndu hafa trúað því fyrir 15—20 árum síðan, að á því herrans ári 1951 yrðum við að senda okkar góðu og fullkomnu togara um há- vetur til fjarlægra og lítt þekktra fiskimiða, í fullri óvissu um árangur, vegna þess að hér við strendur landsins var ekki fisk að fá, svo að nægði fyrir kostnaði. Við fiskiþurrð á miðun- um við strendur landsins getum við ekki ráðið — en getum við þá ekkert gert til þess að vega upp á móti því? Jú, vissulega, við getum aukið verðmæti framleiðslunnar með meiri vöruvönd- un, og það okkur að kostnaðarlausu. Það ætti því að vera hverjum hugsandi manni ljóst, að hér þurfi að verða algjör þáttaskipti í þessu efni. Sérhver maður, sem nálægt þessari framleiðslu kemur, bæði til sjós og lands, verður að vanda verk sín eftir fyllstu getu og viti, því ef út af er brugðið, er vá fyrir dyrum. Það myndi verða þungt fyrir fótum hjá mörgum, ef þessi at- vinnuvegur biði alvarlegan hnekki, því að ein- hvern tíma var svo að orði kveðið, að minnka myndi parfumelyktin í Austurstræti, ef þorsk- urinn brygðist á Halanum. Góðir áheyrendur, ég hef nú brýnt fyrir ykk- ur sparsemi og vöruvöndun í starfinu og ég vona, að ég hafi sannfært ykkur um, að það eru þau lögmál, sem alltaf verður að hafa í heiðri og aldrei má neinn skuggi á falla, því að þá mun vel fara, og gott er á ungdómsárunum að hafa í huga, að þegar þið eldist og lítið til baka yfir runnið æfiskeið, þá munuð þið sem margir aðrir kjósa að hafa hagað athöfnum ykkar eitthvað á annan og betri veg, en þið hafið gert, og væri hollt að hafa slíkt oft í huga og gæti það orðið til að létta byrðina, þegar ald- urinn færist yfir. Þá munuð þið geta tekið undir með skáldinu, sem sagði: Varlegar þá víst ég stýra skyldi, voðastraumi lífsins í, ef mér leyfa ljúfur Drottinn vildi, líf ínitt aftur byrja á ný. * 19D VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.