Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 14
Helgi frá Súöavík Formannavísur; fluttar á ísafirði á siómannadaginn 1952 Upp skcd telja ýta þá, ísafirði er stýra frá, fleytum út á lýsulá, lukkan æ þeim veri hjá. * Röskur Páll um ránartorg renna lætur Sólarborg, stormsins hátt þó heyri org og himinskýja sjái korg. Frækinn mjög um sjávarsvið sitt með íturt kappalið, út á stýrir yztu mið, aflaföngin klókur við. ¥ ísborg rennir ramefldur á reiðarkórinn Guðmundur, hátt þó tóni hræsvelgur, hræðist engar smábárur. Slyngur afla finnur föng, fram um úfin sílagöng. Forðast háskaráðin röng, þó reiði togni og svigni stöng. * Ösla lætur áls á frón, afla við ei hræddur tjón, Kári þó að hvessi tón, Kristjáns niður frækinn Jón. Fjörugt yfir flyðrurann, Finnbjörn skeiða lætur hann, afla góðan ætíð fann, allir telja 'hann hugprúðan. ¥ Ágúst stýrir Ásúlfi ötull fram á skarfsheiði, hjörfameiður hugdjarfi, hræðist varla stórsjói. Afla sækir áls á svið, ötult hefur kappalið, störfin sjávar vanur við, víst ei hræðist bárunið. Fram á heiði úfna áls, eflda meður hlyni stáls, allar stundir frí og frjáls Freydís leiðir Gunnar Páls. Aflaföngin ötull fann, ákafinn í hjarta brann, lofið allra kjósa kann, kapp méð forsjá gleður hann. * Hátt þó risi haföldur, Hafdís’ stýrir Guðmundur, háfs á mýri hugdjarfur, hraustur, gætinn formaður. Afla sækir ötull hann, út á breiðan síldarrann, aldan þó að auki bann ekki letur fullhugann. V Ásbjörn leiðir áls um svið ítur Jón með kappalið, aldrei hræðist öldurið, aflastandið heppinn við. Þegar láin lyftist ströng, liðugt skríður liafs um göng ítur gnoð, með aflaföng, þó ymji í reiða og svigni stöng. Gunnbirni með gæðalið, Garðar stýrir út á svið, við störfin varla gefur grið, gnauðar bylgjan súðir við. Hetjan slynga hafs um slóð, hittir sjávarföngin góð, hans úr augum gneistar glóð, þó grenji Kári í jötunmóð. Kristján Jóns með kappsemi kafar dröfn á Sæbirni, 192 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.