Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 17
IKTINNI SKOTASÖGUR Mar Intosh var tekinn fastur fyrir víxlafölsun. Þegar hann var baðaður, eins og gert er við fanga, sagði fangavörðurinn: — Heyrið mig, Mac, hvað er eiginlega langt síðan þér fóruð í bað? — Ég hef aldrei setið inni fyrri, svaraði Mac. ¥ Tveir Skotar komu inn í járnbrautarvagn. Þeir sátu í klukkutíma með pípurnar sínar í höndunum og hvor um sig beið eftir því að hinn kveikti. Loks kom Englendingur inn og hann kveikti í pípum Skotanna. ¥ Dóttirin: — Pabbi, hvernig lízt þér á demants- hringinn, sem unnustinn minn gaf mér? Faðirinn: — Lofaðu mér að sjá! Nei, datt mér ekki í hug; steinninn er svikinn. Dóttirin; — Þá hefur hann verið snuðaður. Hann gaf fjóra shillinga fyrir hann. ¥ Borgari í Aberdeen, sem ætlaði að láta byggja steinhús, auglýsti eftir — frímúrara. ¥ Skoti nokkur var á skemmtigöngu ásamt syni sínum og sagði; — Hvaða skó hefirðu á fótunum núna, drengur minn? — Það eru nýju spariskórnir mínir, svaraði son- urinn. — Taktu þá lengri skref, drengur minn, sagði faðirinn. ¥ Mac Occill hafði óvart lent inn á dýrt veitinga- hús. Hann pantaði eina flösku af ódýru víni, en þegar hann hafði drukkið út úr flöskunni, gleymdi hann hvar hann var og bað um meira og ennþá meira — þangað til þjónninn kom með reikninginn. Mac horfði stúrnum augum á reikninginn og nú kom Skotinn uþp í honum. — Þér verðið að hafa mig afsakaðan, kæri vin- ur, sagði hann við þjóninn. — Ég gerði þetta ekki viljandi, en því miður er ég nú búinn að drekka upp drykkjupeningana yðar. ¥ Tveir Slcotar voru saman á baðstaðnum og lentu í deilu um það, hvor þeirra gæti verið lengur í kafi. Þeir veðjuðu sínum shillingnum hvor og fengu bað- verðinum peningana. Erfingjarnir kröfðust peninganna. ¥ Skoti og Englendingur gengu kvöld nokkurt inn í veitingahús til þess að di’ekka saman. Þegar þjónn- inn hafði boiúð fram teið, langaði Englendinginn til þess að gera gys að Skotanum og sagði: — Heyrðu mig, Mac! Nú getur þú verið hús- móðirin og hellt í bollana. Skotinn hlýddi umyrðalaust, en þegar þeir höfðu drukkið teið, stóð hann á fætur, tók hatt sinn og sagði: — Nú getur þú verið húsbóndinn og borgað. ¥ — Ég hefi átt beti'i daga, sagði flækingurinn við manninn frá Aberdeen. — Það hef ég líka, svaraði Skotinn. — En ég hef ekki tíma til að tala um veðurfarið núna. ¥ Mac Tean hefur keypt sér nýtt bindi og borgar með stórum seðli og fær mikið af smápeningum til baka. Mac Tean telur peningana tveim sinnum, en þegar hann byrjar að telja í þriðja sinn, segir verzlunai'þjónninn: — Hafið þér ekki fengið nóg til baka? — Jú, en heldur ekki meira, sagði Mac Tean í fússi. ¥ Það var guðsþjónusta í kirkju í Aberdeen. Prest- urinn lét bera betlibaukinn um kirkjuna. Þegar komið var með hann til Gyðings nokkurs, leið yfir Gyðinginn og tveir Skotar báru hann út. ¥ Skoti og Gyðingur voru á gangi saman. Allt í einu beygir Gyðingurinn sig og tekur upp einn shilling, sem hann hafði komið auga á. Skotinn flýtti sér til næsta augnlæknis og lét rannsaka í sér sjónina. ¥ Auðugur Skoti auglýsti að hann gæfi 5 sterlings- pund hverjum þeim, sem fyrstur synti yfir Atlants- hafið. Nóttina eftir hafði hann miður góðar svefn- farir og dreymdi að hann sæi hópa af fólki stíga í land, eftir að hafa synt yfir Atlantshafið. Daginn eftir auglýsti hann, að menn yi'ðu að synda í kafi til þess að fá verðlaunin. ¥ Frú Gordon kemur hlaupandi inn: — Thomas, Thomas! Það er komin ókunnug kýr inn í garðinn þinn. — Farðu og mjólkaðu hana á meðan hún stend- ur við, svai-aði Thomas í mestu rólegheitum. ¥ Það var verið að stofna bálfai'arfélag. Ríkur mað- ur, sem stóð fyrir stofnuninni, lýsti því yfir, að sá af stofnendunum, sem fyrst dæi, skyldi vei'ða bi-enndur ókeypis. Hann hafði vai'la lokið setning- unni, þegar skothvellur heyrðist. Mac Pei'son frá Aberdeen hafði framið sjálfs- morð. VÍKINGUR 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.