Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 1
SJÓMAIXINABLAÐIÐ U I K I H 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XVI. árg. 1. tbl. Reykjavík, janúar 1954 Eimskipafélag Islands 40 ára Það mun mála sannast, aS hin góSa reynsla, sem fékkst af útgerS togaranna á fyrsta áratug þessarar aldar, og vaxandi bjartsýni, liafi orSiS undirstaSan aS stofnun Eimskipafélags íslands. Hér voru og nokkrir hinir sömu bjartsýnis- og framtaksmenn aS verki og stóSu d8 togaraútgerS- inni. Landsmenn kunnu yfirleitt aS meta þessa framtakssemi og lögSu fram sinn skerf, margir af litlum efnum. Eimskipafélag íslands varö því þjóðarfyrirtœki í beztu merkingu þess orðs, og er það enn. Þó hér sé með fáum orðum minnst á stofnun Eimskipafélag íslands, sem fór fram með nokkurri viðhöfn þann 17. janúar 1914, skal saga þess ekki rakin, það veður eflaust gert á öðrum vettvangi. Hún er og kunn öllum lslendingum, sem lœsir eru og skilja mœlt mál. Svo mjög hefir félagið komið við sögu, og starfsemi þess aukið velmegun og sjálfstœði þjóðarinnar. Þá hefir félagið frá öndverðu haft svo mikla almenningshylli, að þd5 hefir oftlega bœöi í rœðu og riti verið kallað óskabarn þjóðarinnar. Um það er heldur ekki deilt að stofnun Eim- skipafélags íslands varð þjóðinni mikilsvert spor fram á við til menningar og efnalegs sjálfstæðis. Það hefir vissulega gert að veruleika þœr björtu vonir, sem við það voru tengdar. Og þökk al- þjóðar eiga þeir menn, sem hér ýttu úr vör. Það valt lengi á ýmsu um efnahaginn hjá félaginu. Við marga erfiðleika var að etja, eins og vœnta mátti. En föst og glœsileg stjórn hefir fleytt fyrirtœkinu yfir torfœrurnar, og fest það í sessi efnalega. Er því nú fœrt orðið að auka skipastól sinn eftir því sem hagkvœmt getur talist fyrir landsmenn. A þjóðin þar einn sinn sterkasta bakhjall. Eimskipafélag íslands er fyrir löngu orðið eitt stærsta og vinsælasta atvinnufyrirtœki í landinu, og starfsemi þess miklum hluta landsmanna hversdagslegur og sjálfsagður hlutur, sem ekki má úr skorðum ganga. Það er því ástœða til við þessi tímamót hins merka fyrirtœkis, að minna landsfólkið á, að Eimskipafélag íslands er einn hyrningarsteinn okkar efnalega sjálf- stæðis. Landsmenn eiga mikið undir því, að félaginu farnist giftusamlega í framtíðinni. Sjómannablaðið Víkingur leyfir sér því að óska íslenzku þjóðinni allri til hOmingju með þetta glœsilega fyrirtæki, og Eimskipafélagi fslands aHra hevlla á ókomnum árum. V í KI N □ U R LANDSPÓttAS'ARJ JVl l 94 G80 l'.'SLANí'íI H. J.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.