Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 13
hætt við, að þeir, sem seint koma, verði að bíða, eða neyðist til að leggja upp í bræðslu. Nú fyrst höfum við tíma til að hlusta á samtöl hinna í talstöðinni, ef allir eru þá ekki önnum kafnir við að moka síldinni inn. Það reynist líka svo, að óvenju fálátt er og lítið talað. En allt í einu heyrum við heldur ókarlmannlega rödd, sem kallar á hjálp. Við leggjum eyrun við. Hver skyldi vera hjálpar- þurfi núna í blíðunni, og hvers vegna? Nú segir sama röddin alla sólarsöguna. Báturinn hafði snurpazt inn í sína eigin nót og getur nú ekki hreyft sig vegna hættu á að fá nótina í skrúfuna! „Þetta er meira baslið“, segir vesl- ings skipstjórinn með grátraust! Loksins nær hann sambandi við næstu skip, sem hann hefur lengi kallað í og þeir heita að- stoð, en spyrja um leið hvort hið nauðstadda skip hafi ekki kaðal eða tóg til að kasta milli skipanna, en svarið er: ,,Nei“! Við skellum upp úr. Aftur er spurt: „En hafið þið þá ekki kastlínu?“ Enn kemur neikvætt svar, og nú fær- ist alvörusvipur á andlit okkar og við lítum hver á annan. Hverskonar útgerð er það, að senda skip út á miðin allslaust?! Við getum trútt um talað. Á okkar bát vantar ekkert. En sannar- lega kennum við í brjósti um sæmilegan skip- stjóra og dugandi áhöfn, að þurfa að útvarpa slíkri háðung sem þetta er yfir allan síldarflot- ann! Við nálgumst nú Siglufjörð, og brátt skríður báturinn upp að bryggju við söltunarstöðina okkar. Við erum enn svo heppnir að vera fyrst- ir að, og þar er allt á ferð og flugi. „Plan- formaðurinn“ þeytist um og skipuleggur vinn- una. Hér þarf í mörgu að snúast. Söltunar- stúlkurnar þyrpast að snarar í snúningum og rösklegar. Hvergi er svefn að sjá á neinu and- liti, þó að skammt sé liðið á morguninn. Þetta eru flest fullorðnar konur, húsmæður, sem hafa marga hildi háð við síldina og kunna hand- tökin. Þær heilsa okkur glaðlega, spyrja um afla og fagna góðri veiði, ekki síður en við. Hér er komin langþráð björg í bú hjá þeim og þær eru bersýnilega ákveðnar í að gera sitt ítrasta. Þannig líður dagurinn að nóni við kapp og fjör vinnufúsra handa starfandi fólks, og sól- skinið flæðir yfir iðandi og stritandi vinnu- glaðan hópinn um borð og í landi. * Ágústdagur, 95—100 mílur NNV af Langa- nesi. Þokan byrgir sýn, nema örlítinn hring kringum bátinn, sem liggur með stöðvaða vél og veltist í kaldanum. Öðru hvoru rofar til og við sjáum til annarra síldarskipa í grenndinni, sem líka liggja og láta reka. VÍKIN G U R Við höfum ekki séð síld í nokkra daga og allir eru útsofnir, og nú er helzt til afþreyingar að draga í spil, milli þess sem við stöndum okkar vaktir. Við spilum helzt bridge, nema „karl- inn“ og kokkurinn, sem oftast spila kasínu. Þeir eru báðir ágætir kasínumenn, en vekja oft gleðskap okkar hinna með því að hafa svolítið rangt við hvor við annan, þegar þeir geta komið því við. Hér er ekki spilað upp á neitt verðmæti, en aðeins til gamans, og brellurnar þeirra eru liður í þeirri gamansemi. Útvarpið er stöðugt í gangi og eina samband okkar við umheiminn, og nú gengur glatt sam- talið milli skipstjóranna. Þeir ræða um síld og síldarhorfur og flestum kemur saman um, að nú sé þessu að verða lokið í þetta sinn. Og endrum og eins gellur í eyrum okkar ein- hver óhugnanlegasta misnotkun talstöðvanna. Við getum hugsað okkur samtalið sem keimlík- ast þessu: „Halló, Fáráður í Umkomuleýsi. Ráðalaus í Aumingjaskap kallar. Hvað segir þú? Ég segi ekki neitt, skipti“. Og svarið: „Halló, Fáráður svarar. Ég segi heldur ekki neitt. Hvað segir þú? Skipti“. Og út af þessari örvandi(?) byrj- un spinnst svo langt samtal um allskonar þvað- ur og bull, heilar æviferilsskýrslur, og það ligg- ur við að skýrt sé frá því hvenær og með hvaða atburðum síðast flóði út úr næturgagninu heima hjá þessum málreifu skipstjórum, pða að gat hafi komið á nefnt áhald! Við þekkjum þessa karla á málrómnum einum, og sem betur fer eru þeir næsta fáir, en leiðinlegir eru þeir, svo að af ber. Þannig líða dagarnir einn af öðrum. Við lón- um um eða látum reka á víxl, og nú er farið að hugsa alvarlega um að hætta. Flestum kemur saman um, að lítið vit sé í því að skemma sæmi- lega vertíð með því að hanga of lengi við ekki neitt, og svo kemur lausnarorðið: „Bátinn aftan í!“ Og stefni er snúið til vest- urs. Við keyrum klukkustundum saman í þoku og myrkri, en allt í einu komum við út úr þoku- bakkanum og enn á ný skín sólin og baðar himin, haf og land með geislaflóði sínu. Nú eru allar hendur á lofti, í þetta sinn við að taka til og hreinsa okkar ágæta bát og gefa honum þann svip, sem honum hæfir, þegar kom- ið er í höfn að lokinni vertíð. Nú er „allt hljótt í auðu landi“, þegar til Siglufjarðar kemur. Síldarplanið okkar er mannautt, en staflar af tunnum, tómum og fullum, blasa við okkur. „Planformaðurinn", sem áður „hringsnerist eins og hjól í spunarokk" við að binda bátinn með okkur, rólar nú niður að bát daufur á svip 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.