Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Blaðsíða 26
III. — og eftir það tekur grein af Golfstrauminum ísinn og flytur hann norður með vesturströnd- inni, og er því íshroði mikill vor- og sumar- mánuðina við suðvesturströnd landsins, en minnkar eftir því sem norðar dregur, og er venjulega enginn við Holsteinsborg, nyrstu ný- lendu Suður-Grænlands. 1 mörgum af hinum löngu fjörðum, sem ná inn til meginlandsins, þar sem skriðjökullinn nær niður til sjávar, eru ísjakarnir, sem brotna frá jöklinum, á sveimi allt sumarið, þar til loks þeir reka til hafs og bráðna upp. Oft koma stórar spildur af ísnum, sem liggur fyrir utan ströndina, inn á firðina, og hafast þar við um lengri eða skemmri tíma, þar til ísinn leysist í suridur og hrekur í burtu. Þrátt fyrir það þó Grænlandi hafi verið hald- ið lokuðu fyrir flestum mönnum — öðrum en dönskum embættismönnum og fólki í þjónustu verzlunarinnar — hefur þekking manna á land- inu á síðari árum aukizt ekki alllítið. Menn eru nú komnir að þeirri niðurstöðu, að landið hafi margvísleg gæði að bjóða, jafnvel í ríkara mæli en núverandi íbúar, svo fáir sem þeir eru og með þeim hjálparmeðulum, sem þeir hafa, eri færir um að hagnýta sér. Meðfram vesturströndinni finnast víðáttu- mikil fiskimið, sem um lengri eða styttri tíma ársins eru mjög auðug af allskonar fiskiteg- undum. Fiskurinn heldur sig eftir árstíðinni milli eyjanna sem eru í þúsundatali skammt undan meginlandinu á hinni löngu strandlengju — og inni í fjörðunum, sem margir eru tugir mílna á lengd. Af sel- og hvaltegundum er þar einnig mikið, og í ám og vötnum er gnægð af laxi og silungi, og í eyjunum og út með strönd- inni lifa margskonar sjófuglategundir o. s. frv. I Grænlandi er aftur á móti lítið land ræktað og yfir höfuð lítt til ræktunar fallið. Landbún- aður er aðeins rekinn lítið eitt í Suður-Græn- landi, í hinni gömlu íslenzku Vesturbyggð. Sauð- fjárrækt, sem nýlega er farið að stunda þar, hefur gefizt mjög vel, og það er álit fróðra manna, að fénaður verði þar yfirleitt bráðfeit- ari en á Islandi. Ýmsar málmtegundir finnast í Grænlandi — þótt landið, hvað snertir námugröft, sé ennþá lítið rannsakað — þar á meðal hið verðmæta Kryolit, sem er notað til aluminiumsgerðar m. fl. Þar finnast einnig kol og olía. Af kolum hefur á seinni árum verið brotið svo mikið, að nægilegt hefur verið til eldsneytis fyrir íbúana, og þar að auki hefur verið hægt að selja nokkuð til notkunar fyrir gufuskip. H. Rink, umboðsmaður Dana í Grænlandi, og kafteinn Daníel Bruun lýsa atvinnuvegum og fomminjum þar í landi. H. Rink, sem um miðja nítjándu öldina var umboðsmaður stjórnarinnar í Grænlandi og gegndi þessari stöðu í mörg ár, skrifar ítar- lega um Grænland, lifnaðarhætti íbúanna og lífsmöguleika. Hann segir fiskiauðlegð mikla þar við strendurnar, einkum þó út og suður af Holsteinsborg, og telur hann landið yfirleitt vera ríkulega birgt af margskonar gæðum. I héraðinu í kringum Godthaab í Vestur- Grænlandi skrifar Rink að sé grösugt land og góðar fiskistöðvar meðfram ströndinni. „Þama er“, skrifar hann, „mjög gott til allra aðdrátta, ógrynnin öll af þorski, heilagfiski, karfa og fleiri fiskitegundum á miðunum fyrir utan ströndina, og laxagengd mikil í ám og vötnum". „I fáum orðum“, skrifar hann, „er meðfram allri ströndinni, frá Julianehaab til Holsteins- borgar, fiskigengd mikil allt árið, svo mikið er þar af fiski eins og hver maður getur tekið á móti, eða kærir sig um að afla". „Sel-, hákarla- og hvalveiði er einnig allsstaðar á þessu svæði mjög mikil", skrifar Rink, og einnig lax- og silungsveiði í ám og lækjum. Um búnaðarástand í Grænlandi og viðurværi almennings skrifar Rink: „Af matvælum eru framleidd ósköpin öll, og eru víst fá lönd jafn vel útbúin með svo góðar og kjammiklar fæðu- tegundir eins og Grænland. Menn hafa reiknað út, að hver einstaklingur neyti árlega hér um bil 748 pd. af kjöti og spiki og 645 pd. af fiski, eða sem svarar 2 pd. af kjöti og 2 pd. af fiski daglega árið um kring. Þar fyrir utan er neytt margra annarra matvörutegunda, og eru þar á meðal brauð, hrísgrjón, egg, kræklingur o. fl.“. Gera má ráð fyrir, að í þessari matvælaskrá Rinks sé meðtekið fóður til sleðahundanna, sem er ekki alllítið, þar sem þeir eru margir á hverju heimili, og þar að auki er allt matarkyns, sem fer til spillis, jafnvel meðtalið, sem ekki er all- lítið heldur. Kapteinn Daniel Bruun, sem um aldamótin fór nokkur sumur rannsóknarferðir til Græn- lands, skrifar um landbúnað í Suður-Grænlandi, meðal annars á þessa leið: „I Julianehaab og svæðinu þar suður af, í hinum gömlu Islendingabyggðum, reka menn talsverðan landbúnað, bæði nautgripa- og sauð- fjárrækt. Heyskapur er stundaður þar á nokkr- nm stöðum í hinum gömlu íslendingabyggðum við Eiríksfjörð. Bæði nautgripum og fénaði er 26 VÍKINBUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.