Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 11
f tJr endurminningum STEFÁIMS J. LOÐIVIFJÖRÐ ------------------6------ Sultardagar í Austfjarðaþoku Frh. úr síðasta blaði. Enn liðu dagar. Við slöguðum austur á bóg- inn og vissum ekkert hvar við vorum. Vindur var hægur og alltaf hélzt sama þokan. Loks þraut kaffið og kexið, og var þá alger sultur framundan. TJtlitið var engan veginn glæsilegt. Ég vissi, hvað þokan gat verið þrálát út af Aust- fjörðum um þetta leyti árs. Oft var líka hvíta- logn, svo að dögum skipti, og gat því hæglega farið svo, að við yrðum að velkjast svona í reiðileysi meðan sulturinn læsti um okkur helj- arklóm sínum. Eina bótin var sú, að við höfðum mikið af góðu vatni. Eftir fyrsta algera sultardaginn kom fyrir atvik, sem hressti okkur töluvert og bætti jafn- framt dálítið úr skák. Svo vildi til, að Jakob, sem var eitthvað að snuðra, vafalaust að leita sér að einhverju ætilegu, fann dálítið af mat- baunum neðan í bréfpoka. Þetta þótti okkur verulegur fengur. Við skiptum baununum í þrjá jafna parta, settum upp pott og suðum þriðj- unginn þegar í stað. Þegar baunirnar höfðu ver- ið soðnar vel í litlu vatni, voru þær mældar með skeið, og reyndist þessi skammtur fimmtán mat- skeiðar, þrjár skeiðar á mann. Á þessari nær- ingu hjörðum við í þrjá daga. Þá var sú björg búin. Enn hélzt sama þokan, en nú var komið hvítalogn. Skipið rak og snerist sitt á hvað fyrir straumi. Aðfaranótt 31. maí verðum við þess varir með mælingu, að við erum komnir nálægt landi, á tæplega 15 faðma dýpi. Ég þríf þokulúðurinn og blæs af öllum kröftum. Kveður þá við hátt bergmál, og er auðheyrt, að fjall er mjög ná- lægt. Við lögðumst þegar, og vorum allir uppi það sem eftir lifði nætur. Allir vorum við dasað- ir og máttfarnir af sulti. Þegar morgnaði tók að heiða í lofti, og er sólin kom upp, sáum við fjöll reka kollana upp úr þokunni. Innan lítillar stundar var öll þoka horfin. Ég kannaðist þegar við fjöllin, þetta voru æskuvinir mínir. Ég sá á félögunum, að þeir vissu ekkert hvar við vor- um staddir. Skipstjóri víkur sér að mér og seg- ir: „Þú ert kunnugur hér, hvar erum við?“ Mér lá við að svara honum ónotum, en stillti mig þó og sagði: „Þetta háa f jall er Skálanesbjarg, þarna skammt fyrir utan er Dalatangi, en f jörð- urinn, sem sézt inn í er Seyðisfjörður. Hér inn- an við bjargið er bærinn Skálanes. Þar býr ein- hver ríkasti bóndi austanlands, og er þangað um tveggja stunda róður“. Guðmundur spyr, hvort ekki eigi að setja á flot skipsbátinn og freista þess að róa inn að Skálanesi eftir mat- björg. „Nei“, svarar skipstjóri, „ég fyrirbýð ykkur að yfirgefa skipið. Við liggjum hér alveg uppi í klettum, og beri eitthvað út af, veitir ekki af okkur öllum til að bjarga skipinu frá strandi". Við gnístum tönnum, en fleira var ekki talað að sinni. Klukkan átta um morguninn gerði dálitla suð- vestan golu. Við rukum til að létta, og tókum því næst bóg í norðvestur. Ekki vorum við komnir nema skammt norður, þegar golan dó út og aftur gerði hvítalogn. Tók nú útstraumur- inn úr firðinum við okkur og rak skipið frá landi. Um hádegi vorum við röskar þrjár mílur í norðaustur af ’Dalatanga. Svo vorum við þá orðnir dasaðir af sulti, að varla treystum við okkur til að róa inn að Skálanesi. Ég var alltaf að vonast eftir hafgolu, en sú von brást. Svona leið dagurinn. Fátt var talað. Allir voru á dekki, ef ske kynni að við sæum einhverja fleytu, en hvergi varð vart við neina hreyfingu. Næstu nótt rak skipið aftur inn á við, og að morgni vorum við skammt norður af Dalatanga. Enn var sama lognið og hlýtt í veðri. Einhvern- tíma um morguninn kemur Guðmundur til mín, þar sem ég lá frammi í stafni, og segir: „Finnst þér ekki fjandi hart að verða hungurmorða hér í Seyðisfjarðarkjaftinum í rjómalogni. Verði engin breyting orðin á högum okkar klukkan 9, tökum við bátinn með valdi, ef þú treystir þér“. Ég kvaðst þess albúinn, og þó að fyrr hefði verið. Litlu eftir að við höfðum bundið þetta fast- mælum, sjáum við hvar kemur bátur út með Skálanesbjargi. Hann var einmastraður, gekk fyrir vélarkrafti, en hafði stefnu svo grunnt, að litlar horfur voru á að hann yrði í kallfæri. Guðmundur nær þegar í flagg okkar og dreg- V í K I N □ U R 1D5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.