Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 21
hingað. Ég gæti bezt trúað, að hann væri einhvers staðar að þvo sér“. Áður en langt um leið var skuggalegur náungi dreg- inn upp á þilfar af tveimur glottandi, innfæddum sjó- mönnum. Andlitið, hálsinn og ber bringan voru með svörtum, gljáandi flekkjum, og óhreint sápulöður jók ekki lítið á eðlilegan ljótleik andlitsins. Pyrsti stýri- maður glápti, þegar hann sá hann. „Þetta er pilturinn, sem mig vantaði", sagði Jack glottandi og skýrði stýrimanni í stuttu máli frá ópíum- smyglinu. „Þegar hann var búinn að láta vartiinginn í bátinn og leit niður til mín, kastaði ég tvisti, löðrandi í tjöru, framan í hann, svo ég þekkti hann aftur. Ég geri ráð fyrir, að það taki hann nokkra klukkutíma að þvo sér, því hann kann auðsjáanlega ekki bezta ráðið til að ná af sér tjöru“. „Þetta var snilldarlega af sér vikið“, sagði stýrimað- urinn hrifinn. „En hvað er þá bezta ráðið til að ná af sér tjöru?“ „Ég skal segja þér það, en láttu skipshöfnina ekki heyra það! Þegar ég var strákur í Hull, stalst ég oft úr skólanum og hjálpaði fiskimönnunum að þétta bát- ana sína. Ég varð oft illa tjörugur, og þá vissi mamma strax, hvar ég hafði verið. Ég kunni enginn ráð við þessu, þangað til gamall sjómaður sagði mér að nota smjör!“ Nokkrum dögum seinna, þegar búið var að hafa liendur í hári þessa smyglaraflokks, greiddi ég Jack hin opinberu verðlaun fyrir ópíum það, sem hann hafði klófest um nóttina. Ég fékk honum alla upphæðina og sagði honum að nota hana sem bezt hann gæti. „En hafir þú haft einhver útgjöld vegna þessa“, bætti ég við, „ættirðu að láta mig vita, því það borga ég aukalega". Jack glotti. „Hafðu engar áhyggjur út af því“, sagði hann. „Það var ekki annað en hálfpottur af tjöru!“ Jrá kafi til hafinat í þýzku fiskveiðitímariti var nýlega skýrt frá því, að Vestur-Þjóðverjar hefðu samið um innflutning á salt- síld frá Bretlandi fyrir um hálfa milljón króna. * * * í brezka sjóhernum finnast töluvert margir, sem bera eftirnafnið Long. Það lýsir vel brezkri kímni, að þessir menn eru alltaf kallaðir „Shorty". * * * Bretar hafa nýlega gert samning við Sovétríkin um smíði á 20 dieseltogurum fyrir ca. 6 millj. stp. Eiga þessir togarar að vera af „Jörundargerð", en töluvert stærri og sérstaklega ætlaðir til þess að veiða í Norður- höfum og eiga að geta stundað veiðar í allt að 30 stiga frosti. Togarar þessir munu hafa brennsluolíubirgðir til 7000 mílna siglingar, hafa rúm fyrir 44 manna áhöfn og geta lestað 1200 tonn af fiski. Dieseltogararanir verða smíðaðir hjá Brooke Marine Ltd. í Lowestoft. Fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar, Mr. Dowset, sem samdi við Rússana á tímabilinu frá 30. desember til 5 febrúar síðastliðinn, lét svo um mælt við heimkomu sína til Bretlands, að þetta myndi vera stærsti skipasmíða- samningur sinnar tegundar, sem brezk skipasmíðastöð hefði gert. Auk þessa samnings vildu Rússar gera samn- inga um smíði á 7 verksmiðjutogurum, en Broke Marine Ltd. treystist ekki til að sinna því og vísaði þeim um- leitunum til annarra brezkra skipasmíðastöðva. Þá hafa Rússar nýlega pantað 10 verksmiðjutogara hjá Howalts skipasmíðastöðinni í Kiel, og á hver að vera um 2500 tonn að stærð. * * * Vestur-þýzlcar skipasmíðastöðvar voru í ársbyrjun númer 2 í skipasmíðum í heiminum með um 10%, eða 633.900 brto. tonn, en Bretar, að meðtöldu Norður-ír- landi, eru stærstir með 34,5%, Bandaríkin eru númer 3 með 8,83%. * * * Á siðastliðnu ári smíðuðu Svíar skip að stærð sam- tals 720.000 d.w.t. og slóu öll sín fyrri met í skipa- byggingum. Lmuveiðaranum Sigríði breytt í dieselskip Þeir munu fáir úr íslenzkri sjómannastétt, sem ekki kannast við happaskipið Sigríði, sem á sínum tíma var einn glæsilegasti línuveiðar- inn í flotanum. Sigríður var áður 149 smálesta gufuskip, með 242 ha. vél, en sá vélakostur fullnægði ekkí ný- tízku kröfum, og fyrir um það bil tveimur ár- um tók vélsmiðjan Keilir við Elliðaárvog að sér að breyta skipinu. Jafnframt því fór fram gagngerð endurnýjun á skrokk skipsins. f stað gömlu gufuvélarinnar var sett í það 600 ha. Mias dieselvél, 38 ha. Lister dieselvél, sem drífur þilfarsvindu og dæl- ur, og ennfremur 7 ha. ljósavél. Þilfarsvindan var smíðuð í Keili. Olíugeymar voru settir í skipið, sem taka 26 tonn af brennsluolíu, en það er þriggja vikna fo,rði, og við þessar breytingar stækkaði lesta- rúmið um 20%. Þá voru allar rafleiðslur endurnýjaðar, ný olíukynding sett, og skipið endurnýjað og málað hátt og lágt innanborðs. Vélsmiðjan Keilir, en framkvæmdastjóri henn- ar er Högni Gunnarsson, hefur gert myndarlegt átak með þessari breytingu á skipinu úr gamla línuveiðaranum Sigríði í nýtízku dieselvélaskip með 11—12 sjómílna ganghraða, en með því fullnægir hún kröfum tímans um fyrsta flokks fiski- eða flutningaskip af þessari stærð. — G. J. V í K I N G U R 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.