Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 15
Því má svara þannig: Herskip er fljótandi virki. Hvað sem öðru líður, (hæfni foringjanna — seglaútbúnaði — sjávarföllum, vindum og straumum) þá mun það skip sigra, sem ausið getur mestu af járni eða stáli yfir andstæðing- inn — á sem stytztum tíma. Og til þess að sigurinn verði öruggur, þarf það einnig að vera hraðskreiðara en skip and- stæðingsins — svo að það geti skotið af hlið — snúist og hafið nýja skothríð á undan andstæð- ingnum. Þetta síðastnefnda skipti miklu meira máli fyrir hundrað árum en það gerir í dag. Nýtízku herskip getur skotið og hlaðið á ný — á fáeinum sekúndum. En jafnvel á dögum Nelsons gat farið hálftími í það að hlaða byss- urnar á ný. Böndin, sem hin lága hjólgrind þeirra var fest með við skipssíðurnar, þurfti að leysa, síðan þurfti að hagræða byssunum, hreinsa þær, setja nýja púðurhleðslu ofan í hlaupið, þar næst kúluna — eða keðjuskot- hleðslu. Böndin voru síðan fest á nýjan leik, svo að afturkastið dræpi ekki þá, sem við byssuna voru, eða gerði alvarlegan usla á þilfarinu. Oft kom það líka fyrir að byssunum lá við að bráðna — þegar þær hitnuðu ofsalega í sleitu- lausri skothríð — og þurfti þá að ausa yfir þær vatni til að kæla þær. Þegar þessu var lokið þurfti að snúa skipinu á nýjan leik svo að skot- hríð þess lenti á óvinunum fremur en hafinu umhverfis. Þegar svo þessu var komið í kring gat skothríðin hafizt að nýju. Flotaverkfræðingar hafa því ávalt síðan á 14. öld þurft að glíma við tvö vandamál, sem rák- ust á, vandamál hraðans og vandamál þungans. Vandamál þungans var mjög aðkallandi. Stór sextándu-aldar fallbyssa vóg 8000 pund. Skip, sem hafði einungis sextíu byssur, sem þó var tiltölulega lítið, eyddi þannig 60 X 8000, eða 480 þúsund pundum af burðarmagni sínu undir byssurnar einar. Og það að hreyfa 480 þúsund pund af málmi, ásamt þunga skipsins og öðrum herbúnaði, sem skipti tugum þúsunda punda, með seglum einum saman, var hvergi nærri ein- falt. Af þessum sökum voru og eru enn í dag gerðar fjölmargar tilraunir — (kannski ögn kostnaðarsamari) af engu minni áhuga en í þann tíð er Hollendingar, Englendingar og Frakkar börðust um yfirráðin á höfunum fyrir tveim til þrem hundruðum ára. Sérhver þjóð hafði og hefir sínar eigin hug- myndir um hagkvæmasta hlutfallið milli þunga og hraða. Sérhver flotaverkfræðingur hefir sína einkaskoðun á málinu, og hann myndi halda VIKINGUR 1D9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.