Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 8
1. stýrim. og 2. vélstj. með „superior certificate": Á skipum 3001—5000 t. að stærð 71 £ 12 sh 6 p. byrjunarl. Á skipum 12000 t. og yfir 76 £ 12 sh 6 p. eftir 6 ár. 2. stýrim. og 3. vélstj.: Á skipum 3001—50001. að stærð 50 £ 12 sh 6 p. byrjunarlaun. — 3001—5000 t. að stærð 57 £ 7 sh 6 p. eftir 3 ár. 3. stýrim. og 4. vélstj.: Á skipum 3001—50001. að stærð 40 £ 15 sh 0 p. föst. lengi við þessar vélar, sé ekki hægt að komast hjá því að læra meðferð þeirra og þurfi ekki einu sinni meðal greind til þess að standast prófin. Ekki dettur mér í hug, að halda því fram að yfirvélstjóri sé í þeim flokki, aft- ur á móti álít ég að stafsetning- arkennsla hafi verið í einhverri óreiðu í þeim skólum, sem hann hefur sótt. Hann er fæddur með „shotgun" í höndunum og ólzt upp í hilly-billy hluta Texas. Mánaðarlaunin eru $ 1335,36. Fyrsti vélstjóri hefur $ 998.50 og fær greidda yfirvinnu $ 3,21 á tímann. Hann er nokkuð „sma»’t“ og tekst að byggja upp talsverða yfii’vinnu á mánuði hverjum. Ég veit ekki hvort það er rétt að vera að vekja óánægju heima með því að vera að skýra frá þessum hlutum. En ég skal minn- ast á þá ensku líka. Það er annað, sem ekki er að- laðandi fyrir unga menn þama heima, en það ec hvað þetta véla- kram á flestum íslenzku skipun- um er orðið úrelt og úrsér geng- ið. Það er ekki efnilegt að þurfa að tæta alla vélina í sundur í hverri ferð og hafa hana í pört- um útá gólfi í þessum þröngu vélarúmum. Það er engin furða að útgerðarkostnaður skuli vera hár og útgerðarfélög veigri sér við að greiða hærri laun. Eins og Hallgrímur minnist á, eiga Bretar við vöntun á vönlm mönnum að stríða og sjálfsagt mun það vera vegna hinna lágu launa. Hins vegar er „automat- ion“ alltaf að aukast, en það ætti ekki beinlínis að fækka vélstjór- um, heldur vera til þess að gera þeim starfið auðveldara. Bretar hafa löngum verið mesta siglingaþjóð heimsins og eru heimsins skelfing lítilsþægir í launakröfum, enda leggja þeir mikið á sig fyrir einn gylltan hnapp og borða, bera sig manna- legar sem dátar Bretadrottning- ar og kalla flotann „the Merc- hant Navy“. (Einkennisföt borga þeir sjálfir). Launin líta svona út: Á þetta koma svo óverulegar uppbætur, sem ekki tekur að nefna. Mér er kunnugra um störf stýrimanna en geri ráð fyr- ir að svipaður vinnutími útheimt- ist hjá vélstjórum. Þeir verða að ráða sig fyrst til tveggja ára og eftir ár fá þeir þriggja mánaða frí á launum. Þeir verða að mæta að þeim tíma liðnum, en ef þeir vilja ekki út aftur, fá þeir hvergi pláss, eru „black balled“. Yfir- vinnugreiðsla er engin, samt verða þeir að vinna mikið um- fram 8 tíma vaktir á hverjum degi. 3. stýrim. þarf að reikna út allt kaup og gera kauplista, reikna út allskonar pence og pró- sentur hér og þar, sem þó ekkert er. 2. stýrim. þarf að leiðrétta öll kort og bækur eftir Notices to Mariners, sem kemur út viku- lega, auk þess að gera ferða- skýrslu og annast lyfjakistu, 1. stýrimaður sér um alla vinnu á þilfari og yfirvinnu háseta, sömuleiðis hefur hann stjóm á allri losun og lestun. Allt er þetta aukavinna. Þetta er ein aðal orsök þess, að brezk skip gína yfir svo miklum flutningum og hefur líka komið í veg fyrir að Canada og Ástralía hafi komið sér upp flota, Þá má búast við að menn spyrji hvemig Líberíu-skipin fari að keppa við þessar nútíma-gal- eiður, þegar þau borga mikið hærra kaup. Það er einfaldlega vegna þess hvað þau eru stór og fullkomin að búnaði og ekki sízt vegna þess að þau sleppa við að borga háa skatta og útgerðar- kostnað í U.S.A. 1 því landi þar sem hið frjálsa framtak er ríkj- ándi kjósa menn helzt að setja fé sitt í eitthvað arðbært eins og t. d. löndin, sem fóru halloka í síðustu styrjöld. Nú er svo kom- ið, að hvergi í heiminum er ör- ari vöxtur „booming“, en einmitt í Þýzkalandi og Japan. Má þetta einungis ske sökum máttar doll- arans og hæfni til þess að auka kyn sitt. Sama eðlis er tilkoma útgerðar Liberiu-skipa. Ekki þótti borga sig að gera út skip- in, sem byggð voru í stríðinu, þau urðu brátt úrelt og komust fæst í gagnið. Þau liggja nú svo hundruðum skiptir „in moth balls“ bundin saman og fyrir akkerum á fljótum og flóum víðsvegar um öll Bandaríkin. Að lokum lýsi ég kaupi í sum- um flokkum hjá G.S-U. og segi frá þessum skipum lítilsháttar. 2. stýrim. og 2.\ assist. eng. $ 350.00. 3. stýrim. og 3. assist. eng. $ 320.00. 4. stýrim. og 4. assist eng. $ 305,00 (Junior 3rd). Hásetar og aðstoðarm. í vél yfir og undir $ 145,00. Yfirvinna er greidd fyrir sunnudaga, hálfan laugardag og alla helgidaga- Á mánuði gerir það, varlega áætlað, um $ 200 fyrir yfiiTnenn og rúmir $ 100 fyrir undirmenn. Sumarfrí yfirm. eru 25 d. á kaupi og fríar ferðir. Undirmenn fá 12 daga á ári og fríar ferðir, en eftir þriggja ára þjónustu fá þeir 18 daga. Sjúkrakostnaður er allur greiddur og kaup 1 einn mánuð. Meðan menn eru að ná sér og bíða eftir skiprúmi fá þeir: $ 7 yfirm., $ 6 undirm. á dag. VÍKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.