Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 2
fram, sem okkur var ekki áður kunnugt. Ánægjulegt var að sjá, hversu margir vélstjórar sóttu fyrir- lestrana og þann mikla áliuga, sem þeir sýndu á hinni öru og nýju þróun. Sýnir þetta að við þurfnm að gera meira að því en verið hef- ur til þessa, að fá liingað góða fyrir- lesara um sjávarútvegsmál og skipa- rekstur. Mættu fyrirlestramir vera jafnt um liinn mannlega faktor sem tækni- og liagfræðingarhliðina. Hinn mannlegi faktor vill oft gleymast, þegar hið síðarnefnda er rætt, enda beinast tækni- og hag- ræðingarmálin í flestum tilvikum að því að framleiða meira með færra fólki. Þar sem vöntun er á starfsfólki, eins og t.d. í okkar þjóðfélagi í dag, á þessi hugsunarháttur rétt á sér og er beinlínis nauðsynlegur til að geta lialdið uppi lífskjörum okkar. Eink- um þar sem nú ríkir sú stefna að vera í samkeppni á heimsmarkaðn- um. Til lengdar lilýtur sú sam- keppni að vera mjög takmörkuð vegna einhæfra auðlinda og fram- leiðsluhátta okkar. Þar sem gnægð er af starfsfólki hlýtur vandinn að verða erfiðari og þá kemur til kasta stjómmála- manna að skipta afrakstri atvinnu- veganna bróðurlega milli fjöldans. Tvennt er það sem veldur, að stöðugt er unnið að því að gera skipin þannig úr garði, að liægt. sé að sigla þeim ineð sem fæstum mönnum. I fyrsta lagi vegna þess að menn fást þar ekki til starfa. Menn verða sífellt fráhverfari því að vilja dvelja langdvölum á sjónum. Laun- in eru ekki nógu eftirsóknarverð. Er þetta fyrirbrigði ekki einungis þekkt hjá okkur, heldur líka út um allan heim hjá siglingaþjóðum. 1 öðru lagi er það hin mikla sam- keppni, sem ríkir á flutningamark- aðnum. Hvert skipafélagið af öðm reynir að undirbjóða fraktimar og það er ekki hægt á annan hátt, nema gera skipin ódýrari í rekstri og einn liðurinn í því er að fækka fólki. Vandinn við skiparekstur er hins vegar sá, að í hverju skipi em miklar vélar og fíngerð tæki, sem 184 slitna og ganga úr sér eins og allt í lieimi hér. Þessum tækjum þarf að viðhalda og lagfæra er þau bila. Aðalstarf vélstjóra til þessa hefur verið að inna þá vinnu af liendi. Með tilkomu sjálfvirkninnar skeður ekkert annað en að liægt er á einum stað, t.d. stjórnpalli að setja í gang og stöðva vélar og fylgj- ast með veigamestu ganglimum vélanna. — Aðvörunarútbúnaði er komið fyrir á hættumestu stöðum, en mannshöndin og kunnáttan verð- ur alltaf að vera til staðar, ef vand- ræði eiga ekki að liljótast af. Á fiskibátaflota okkar hefur tíðkast um áratugaskeið að aðalvél sé stjórnað frá stýrishúsi. Þetta hef- ur þó ekki fækkað vélstjórum, lield- ur auðveldað vinnu þeirra á þil- fari, enda vélbiinaður alltaf að auk- ast ofan dekks. Vinna vélstjóra á þilfari hefur þó valdið því, að slys hafa orðið um borð og skip farist af völdum bruna og leka. Öll skip „Hafskips“ og fleiri ís- lenzk kaupskip eru búin fjarstýr- ingu frá brú, en vantar liinsvegar margt til þess að hægt sé að tala um sjálfvirkni. títbúnaður þessara skipa léttir mjög á vélstjómm og gerir þeim kleift að einbeita sér að viðlialdsvinnu. Á þann liátt borgar sig að útbúa skipin þessum tækj- um. Ég minnist þess að ekki alls fyrir löngu var ég staddur í liópi manna, sem skoðuðu eitt skipa „Hafskips.“ Gall þá einn við í hópnum að nú yrði hægt að losna við helv.... vélstjórana. Einn merkasti forstjóri íslenzku kaupskipafélaganna var þarna staddur. Hann sagði við mig: „Því miður losnum við ekki við vélstjórana. Allar vélar þurfa sitt viðhald og það verða vélstjórarnir að gera. Á mínum skipum hefur vélstjóraskorturinn liaft mjög al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir skiparekstur félagsins.“ Ég las líka nýlega í erlendu blaði um það að stórt brezkt skipafélag hefði flutt starfsemisínatilltalíufrá Bretlandi, eingöngu vegna þess að skipaeiganda fannst brezku vélstjór- arnir ekki jafngóðir að halda niðri viðhaldskostnaði skipanna eins og þeir ítölsku. Rökræðurnar og vangavelturnar fara líka í þessa áttina erlendis, þegar skipaeigendur íliuga, hvort þeir eigi að útbúa skip sín sjálf- virkni útbúnaði. Þróunin er þó sú, að skipin eru í auknum mæli búin sjálfvirkni og slöðug vélgæzla í vélarúmi lögð nið- ur. Með því má losa um flesta hjálparmenn í vélarúmi og fækka vélstjórum í mörgum tilfellum ofan í 4. Með sjálfvirkni ofan dekks má einnig fækka þilfarsmönnum all verulega. Það lið, sem eftir er, vinn- ur svo jöfnum höndum að viðhaldi, bæði ofan dekks sem undir þiljum. Er við lítum lil okkar skipa- reksturs, blasir sú staðreynd við, að öll okkar skip eru afar smá borið saman við skip siglingaþjóðanna. Þannig sagði hinn norski fyrirlesari að á olíuflutningasviðinu væru skip 30.000 smálestir og smærri ekki leng- ur samkeppnishæf. Hundrað þúsund tonn væri það sem gilti í dag. Á þessu sjáum við hve smáir við erum. Eigi að síður verðum við að vera vakandi fyrir öllu nýju á þessu sviði sem öðrum og tileinka okkur það sem liagkvæmast er á hverjum tíma. Skemmtileg atliugun fer nú fram á liagkvæmni í rekstri fyrsta ís- lenzka skipsins, sem búið er sjálf- virkni bæði ofan og neðan þilfars. Á ég þar við liið nýja skip sements- verksmiðjunnar. Á þessu skipi er 8 mönnum færra en á venjulega út- búnu skipi og á þó að afkasta mun meiru. Af þessum 8 mönnum, sem liverfa af skipinu, eru 2 vélstjórar, en eftir starfa 2 vélstjórar. Allt viðhald umfram það, sem þessir 2 vélstjórar anna, mun verða framkvæmt af verkstæðismönnum verksmiðjunnar, en þama er mjög fullkomið vélaverkstæði. Tveir vél- stjórar, sem vinna við verksmiðj- una liafa hlotið sérliæfingu erlendis í viðhaldi tækja skipsins og er æt'- unin að þeir stjórni vinnu um horð frá landi, þegar eitthvað þarf að lagfæra. Af þessu sést, að þótt hluti vélaliðs liverfi af skipunum, þá flyzt hann aðeins á land og verður þar til reiðu við lagfæringar og við- hald. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.