Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 22
Bátar og formenn í Vestmannaeyjum Ólafur SigurSsson. Karl Ó. GuSmundsson. Ögmundur Hannesson. ,JSkuld“ 22.00 tonn. SmíSuS í Vestmannaeyjum 1935. ,^irsœll“ 33.oo tonn. SmíSaSur 1936 i Danmörku. „Hafaldan.“ Ólafur Sigurðsson, Skuld, er fæddur að Skuld, Vestmannaeyj - um 14. október 1915. Foreldrar: Sigurður Oddsson, formaður og kona hans Ingunn Jónasdóttir. Ólafur byrjaði sjómennsku!5ára gamall, þá á ,,Hansínu“ og síðar á „Maggý,“ með mági sínum Guðna Grímssyni. ólafur byrjaði formennsku 19 ára gamall, þá með „Skallagrím,“ síðar með „Marz II.“ Eftir það fór Ólafur fiskilóðs á færeysk skip og var það í tvær vertíðir. Tók síðan við formennsku á „Freyju 11“ og þá „Glað.“ Nú fór hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og tók þar hið meira fiskimannapróf. Fór áfram stýrimaður á „Helga“ er hann stundaði ísfiskflutninga til Bretlands á stríðsárunum. Síð- ar var hann á „E.s. Sæfelli.“ 1948 keypti ólafur og Þorsteinn Sig- urðsson „ófeig II.“ Hafði ólafur Framhald á bls. 191 Karl ó. Guðmundsson, Við- ey, er fæddur að Ytrihól í Land- eyjum 6. apríl 1910. Foreldrar Guðmundur Einarsson og kona hans Pálína Jónsdóttir, búandi þar. Karl fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1921. 15 ára byrj- ar hann sjómennsku á „Lunda 1“ sem faðir hans átti. Síðar er Karl á „Blika“ og svo vélstjóri á „Isleifi I.“ 1932 byrjar Karl for- mennsku á „Freyju III.“ 1935 kaupir faðir hans „óskar 11“ og hafði Karl formennsku á honum til 1939. Það ár keypti faðir hans „Ársæl,“ sem var þá einhver glæsilegasti bátur Eyjanna. Með þann bát var Karl til 1945, að hann flytur alfarið úr Eyjum til Reykjavíkur. Karl hefir stundað sjó fram á þennan tíma þaðan. Karl var mesti hreystimaður og dugnaðar sjómaður. Karl var mörg sumur á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Ögmundur Hannesson, Hvoli, er fæddur að Landakoti í Vest- mannaeyjum 16. marz 1911. For- eldrar Hannes Hansson, formað- ur og kona hans Magnúsína Frið- riksdóttir, Benónýssonar frá Gröf í Eyjum- ögmundur byrj- aði kornungur sjómennsku á „Freyju 11“ með föður sínum, það var 1928. Síðar á „Vin“ til 1938. — Þá byrjar hann for- mennsku á „Haföldu," sem faðir hans átti og hafði formennsku á henni til 1946. Hætti þá for- mennsku og fór upp úr því al- farið úr Eyjum. ögmundur var dugnaðar sjó- maður, að hverju sem hann gekk, jafnhliða var hann vélstjóri á- gætur. Aflabrögðin gengu hon- um liðlega og stjórnsamur, sem margir af hans ættmönnum. Hann er nú búsettur í Reykjavík. 204 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.