Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Blaðsíða 4
kaupskipa Menntun þeirra og reynsla. Eftir Jón Eiríksson, skipstjóra. Jón Eiríksson, skipstjóri. Á öllum sviðum atvinnulífsins hefur tæknin rutt sér til rúms, svo að varla er til svo lítilfjörlegt starf, að ekki sé krafist einhverrar sérmenntunar. Öll vinna er nú framkvæmd að meira eða minna leyti með vélum og tækjum, og er þá þekking á þessum vélum og tækjum og kunnátta í meðferð þeirra nauðsynleg fyrir þá, sem með þau fara. Skipin hafa ekki farið varhluta af þessari þróun, og má jafnvel segja, að hún hafi verið öllu örari þar en á mörgum öðrum sviðum. Telja margir, að á næstu árum sé í uppsiglingu tæknileg bylting, ef svo má að orði komast, í útbúnaði skipa. Það leiðir af sjálfu sér, að um leið verður starf sjó- manna, og þá einkum skipstjórnarmanna og vél- stjórnarmanna, nokkuð með öðrum hætti en það hefur verið, og í öðru lagi, að menntun þeirra verður að aðlaga sig þessari þróun. Hún verður óhjákvæmilega að verða meira og meira tæknileg. Þróunin gengur í þá átt, að skipin verði útbúin svo mörgum sjálfvirkum, gangvissum og fjar- stýrðum tækjum og vélum, þar á meða aðalvél skipsins, að einn maður geti stjórnað þeim öllum frá einum og sama stað, og á þann hátt unnið verk, sem nú þarf marga menn til að vinna. Á þann hátt, þ.e. með minni mannafla á skipunum, hyggst skipeigandinn vinna upp þann aukakostnað, sem þessi útbúnaður hefur í för með sér, svo og að nokkru leyti með því, að afgreiðsla skipa í höfnum gangi fljótar, sem sagt, að færri menn vinni sama verk á styttri tíma. Að skipin eru ekki nú þegar almennt þannig búin, er ekki vegna þess að tæknin sé ekki komin á nógu hátt stig, nema þá að litlu leyti, heldur af því, að skipaeigendur telja það ekki svara kostnaði enn sem komið er, og svo það, að erfitt er og kostnaðar- samt að breyta gömlum skipum í þessa átt. Mörg ný skip eru nú þegar útbúin á þennan hátt að nokkru leyti. Þess er heldur ekki að vænta, og alls ekki æskilegt, að þróunin komi mjög snögg- lega. En hvað sem því líður, þá er það eins víst og að nótt fylgir degi, að þetta kemur, og það fyrr en seinna. Engin ástæða er til að ætla annað en að ísl. skipaeigendur búi skip sín mannsparandi tækjum strax og þeir sjá sér hag í því. Þá vaknar sú spurning, hvort íslenzkir skip- stjórnarmenn, með þá menntun sem þeir hafa nú, og sem þeir eiga kost á að fá í Stýrimannaskólan- um, séu fyllilega færir til að taka að sér stjórn skipa, sem þannig eru útbúin. Ég fyrir mitt levti tel það miklum vafa bundið, álít að þeim sé nauð- synlegt að fá meiri tæknilega menntun er hafi hliðsjón af umræddri þróun. Erlendis er ástandið svipað og hér í þessum efnum. 1 félagsritum skip- stjórnarfélaganna á Norðurlöndum og í Englandi hafa þessi mál verið mikið rædd, og ávallt á þann veg, að skipstjórnarmönnum sé þörf á meiri fræðslu, ekki aðeins tæknilegri, þótt hún sé mest aðkallandi, heldur og á mörgum öðrum sviðum- Þá tæknilegu fræðslu, sem ég tel að skipstjórn- armönnum sé nauðsynleg, reyni ég ekki að skil- greina nánar, til þess vantar mig þekkingu á því sviði. En það sem um er að ræða er það, að skip- stjórnarmenn þekki þær vélar og þau tæki, sem þeir eiga að nota og stjórna, nógu vel til þess að þeir viti hvernig þau vinna, og séu færir um að lagfæra sjálfir minni háttar bilanir, og að þeir geti lýst því fyrir sérfræðing í landi, hvað er í ólagi, sem þá á hægara með að gefa ráðleggingar. Þeir verða að vita hversvegna aðalvélin fer í gang, þegar þeir hreyfa ákveðin handföng, hversvegna stýrisvélin hlýðir kompásnum og heldur skipinu á á ákeðinni stefnu, hversvegna akkerið fellur, þeg- ar stutt er á þennan hnapp, og akkerisspilið hífir það upp, þegar stutt er á hinn hnappinn. Þeir þurfa líka að geta gert sér grein fyrir hversvegna akkerið fellur ekki, þótt stutt sé á réttan hnapp, VÍKINGUR 186

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.