Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Page 33
það vita þeir, sem reynt hafa, auk þess getur skemmd tönn, eða tennur eitrað frá sér og gert meiri skaða heldur en aðeins á tönninni. Venjulega er það svo að skip- verji, sem þjáðst hefur af tann- verkjum, kannski í langan tíma, leitar til tannlæknis í fyrstu er- lendu höfninni, sem skipið kemur til, þ.e.a.s. ef honum finnst það nauðsynlegt, því að kvalirnar eru yfirstaðnar, en þá er það oftast of seint. Dómur tannlæknisins er stuttur, en ákveðinn: — TANN- TAKA. Það er hryllilegt að þjást af tannpínu um borð í skipi, sem statt er langt frá landi og hjálp. Auðvitað er hægt að fá deyfilyf úr lyfjaskáp skipsins, en þeir, sem reynsluna hafa vita að slík lyf duga skammt, ef þau hafa þá nokkur áhrif. Það er þá helst morfín, sem getur gefið stundar- fró og stundar svefn, en slík lyf eru meðhöndluð með varúð um borð í skipum, enda ekki um neina Tannpína til sjós Það eru ýmis atriði, sem valdið geta vandræðum meðal sjó- manna, en eru auðleyst hjá land- kröbbum, eitt þeirra er að halda tönnunum í lagi, þ.e. hreinum og rétt meðferð þeirra, ef útaf ber, sem oft vill verða. Auðvitað geta sjómenn, eins og aðrir, notað tannbursta á réttan hátt og reglu- lega og gera það flestir, að minnsta kosti, en það getur liðið langur tími milli þess að þeir geti, í öryggisskyni, látið tannlækni at- huga málið og sagt til um hvort allt-sé í lagi, eða ekki. Á lang- ferðaskipum, sem ekki koma til hafna í lengri tíma, stundum svo vikum eða mánuðum skiptir, get- ur verið erfitt að leysa málið. VlKINGUR Nokkur hinna stærri skipafé- laga hafa leyst málið á þann hátt, að hafa tannlækni um borð í hverju einstaka skipi í eina ferð í einu. Athugar hann tennur skip- verja á meðan á ferðinni stendur, en er síðan fluttur á annað skip félagsins að ferð lokinni og er þannig alltaf í starfi hjá félaginu. Allan kostnað vegna veru hans um borð greiðir útgerðarfélagið, en þurfi einhver skipverja á að- gerð að halda, greiðir hann hana úr eigin vasa. Minni skipafélög geta, að sjálfsögðu, ekki veitt slíka þjónustu, kostnaðarins vegna, svo að í slíkum tilfellum verða skip- verjar sjálfir að leysa úr vandræð- unum. Tannpína er sársaukafull, lækningu að ræða. Skipverjum tekur sárt að sjá félaga sinn engj- ast sundur og saman af kvölum og æða viðþolslausan um þilfarið alla frívaktina. — Sjómaður á langferðaskipi segir frá reynslu sinni: Dag nokkurn þegar við vorum staddir í Rio de Janeiro fór ég að finna til verkjar í tönn og fór því til tannlæknis. Hann úrskurðaði tvær tennur ónýtar og tók þær. Önnur var mjög föst og tók því nokkurn tíma að ná henni, en aðgerðin var nokkuð sársaukafull og gaf ég því frá mér viðeigandi hljóð. Á þessari læknastofu var hreinlætið óað- finnanlegt, en svo er ekki ætíð á 417

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.