Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1977, Qupperneq 61
Bergsteinsson í Tjörnum undir Eyjafjöllum falaður til for- mennsku fyrir bátinn, og tók hann því. Lagði Bergsteinn af stað fót- gangandi til Reykjavíkur, því ekki voru þá bílar til þess að ferðast með. Ætlaði hann svo að fara með skipi til Eyja. Þegar til Reykjavík- ur kom brá Bergsteinn sér suður til Hafnarfjarðar til þess að heilsa upp á Guðbjörgu systur sína, sem þar átti heima og býr þar nú á Selvogsgötu 3. Dvaldist hann hjá sys'tur sinni nokkra stund. Þegar hann kvaddi Guðbjörgu sagði hann: „Þetta er nú í síðasta sinn, sem við sjáumst.“ „Heldur þú það, Bergsteinn minn?“ svarar hún. „Já, það er áreiðanlegt,“ segir Bergsteinn. „Mig dreymdi áður en ég fór að heiman, að ég væri ríð- andi á bleikum hesti fyrir austan Elliðaey við Vestmannaeyjar.“ Síðan kvaddi Bergsteinn og hélt til Vestmannaeyja. Þegar til Eyja kom vantaði alla háseta og beitumenn á „ísland“. Gekk Bergsteini vel að fá menn, en þó vantaði vélamann. Friðrik Jónsson í Látrum hafði pantað sér nýjan bát fyrir þessa vertíð, en hann var enn ókominn og ekki væntanlegur fyrr en seint í mars. Á þann bát var Ólafur Jónsson í Landamótum ráðinn vélamaður, þegar hann kæmi. Fór Bergsteinn nú til Ólafs og falar hann fyrir vélamann hjá sér. Lofar Ólafur að vera hjá honum, þar til „Islend- ingur“, hinn nýi bátur Friðriks, komi. Byrjaði nú Bergsteinn róðra á „íslandi“, og gekk allt vel. Sótti hann mikið sjó og kom oft seint að landi, oftast síðasti bátur. Leið nú svo fram á seinni hluta marsmánaðar. Kom þá bátur Friðriks, og varð Ólafur þá að fara af „íslandi“ yfir á þann bát. Um sama leyti brotnaði vélin í vél- bátnum „Skarphéðni41, og fékk þá VÍKINGUR Bergsteinn vélamanninn af hon- um. Var það Sigbjörn Davíðsson frá Norðfirði. Gekk nú allt sinn vanagang, og líður svo fram til 11. apríl. Hitti þá Bjarni Eiríksson í Ásólfsskála undir Eyjafjöllum Bergstein að máli og falast eftir að fá að róa með honum næsta dag, því Bjarni „gekk með skipum“, eins og kall- að var. Tók Bjarni það fram, að þetta yrði ekki nema þennan róð- ur, því hann ætlaði til Stefáns Þórðarsonar, sem þá var formaður með „Jóhönnu“. Bergsteinn sagði Bjarna, að þetta væri velkomið. Klukkan tvö þennan dag, 11. apríl, kallaði Bergsteinn skipshöfn sína. Var þá farið að róa á kvöldin og legið úti yfir nóttina og komið að landi morguninn eftir. Klukk- an þrjú lagði „ísland“ af stað út úr höfninni og hélt austur á milli eyja, þ.e.a.s. Elliðaeyjar og Bjarnareyjar. Veður var þá hið besta, logn og blíða, hélst svo allan daginn, alla næstu nótt og allan næsta dag, en þó grúfði myrk þoka yfir legi og landi. Ekki kom „ísland“ að landi daginn eftir. Þó var ekki óttast um bátinn, bæði vegna þess hve veðr- ið var gott, og svo líka vegna hins, að eins og áður er sagt, sótti Berg- steinn mikið sjó og kom yfirleitt með síðustu bátum að landi. Var því ekki hafin leit að bátnum, eins og ef til vill hefði annars orðið. Ekki var „ísland“ enn komið að landi að kvöldi næsta dags. En um klukkan tólf þá nótt gerði versta veður á suð-vestan, með brimi. Af „íslandi“ hefur ekkert spurst, síðan báturinn lagði upp í þennan róður, að öðru leyti en því, að löngu seinna rak eitt bjóð frá bátnum vestur á Torfmýri. Mörgum getum var að því leitt, hver orðið hefðu afdrif „íslands“. Sumir álitu að þeir hefðu villst í þokunni, en aðrir álitu að leki hefði komið að bátnum. En hvort tveggja er ágiskun ein. Fórust þarna aðrir sex menn, sem störfuðu við þennan sama bát, á þessari sömu vertíð. Voru það þessir: Bergsteinn Bergsteins- son frá Tjörnum undir Eyjafjöll- um, Páll Einarsson frá Fornu- söndum undir Eyjafjöllum, Páll Pálsson frá Hrísnesi í Skaftár- tungu, Bjarni Eiríksson frá Ás- ólfsskála undir Eyjafjöllum, Guðmundur Eyjólfsson, ættaður úr Árnessýslu, og Sigbjörn Davíðsson frá Norðfirði, en hann var vélamaðurinn, eins og fyrr er sagt. Bergsteinn Bergsteinsson var fæddur að Tjörnum undir Eyja- fjöllum 16. október 1877. For- eldrar hans voru Bergsteinn Einarsson og Anna Þorleifsdóttir. Ólst Bergsteinn upp með foreldr- um sínum ásamt stórum systkina- hóp. Bergsteinn hóf snemma að stunda sjómennsku, fyrst undan Fjallasandi og síðan frá Vest- mannaeyjum á vertíðarskipinu ísak. Þegar vélbátarnir komu til sögunnar hóf hann strax að stunda sjómennsku á þeim. Hann var mesti dugnaðarmaður, kapp- samur og fylginn sér við öll störf. Kona hans var Sigríður Jónsdótt- ir, og sonur þeirra var Bergsteinn, fiskimatsstjóri. Elzta og stærsta skipaviðgerðarstöð á íslandi. Tökum á land skip allt að 2500 smálesta þung. Fljót og góð vinna. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Slmi: 10123 (6 llnur) Simnefni: Slippen 445
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.