Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 35
Víð kabyssuna Saltftskur SSESSS/-Í^SSS^Í* ^ sötuuraltn ganaa ^Sirand islenskra BACALHAUA TRANSMONTANA 6 stykki saltfiskur, 6 þunnar sneiöar „Presunto“ (hrá skinka), 3 msk. smjör, 3 msk. ólívuolia, 3 msk. hveiti, 1 dl hvít- vín, 0,5 dl portvín (þurrt), 1 tó- matureöa tómatpasta,2!aukar, 3 egg, 1 hvitlauskbátur, 1 lárviö- arlauf, salt, pipar, steinselja, stappaöarkartöflur. Fiskstykkin eru útvötnuö i köldu vatni meö roðið upp i 24—36 tíma. Vatnið látið renna af, stykkin roðflett og beinin fjarlægð. Leggiö fisk- stykkin flöt og setjið skinkuna innan i. Setjið stykkin i smurt eldfast fat. Skerið laukinn i þunnar sneiðar og steikið i smjöri eða olíu, látið ekki brún- ast. Leggið laukinn yfir fisk- stykkin. Út i feitina sem eftir varð á pönnunni er settur fínt- saxaður hvítlaukur, tómatur og hveiti hrært út i hvitvini. Siðan er kryddað með salti og pipar og portvíni bætt í. Hitiðog hellið yfir fiskstykkin. Setjið siðan smáttskorna steinselju yfir. Siöan er allt þetta þakið með stöppuðum kartöflum og strokið yfir með hrærðu eggi. Steikiðiofnií20min. Setjið meiri saxaða stein- selju yfiráður en borið erfram. BACALHAUCOM NATASÁIMPERIAL 4 skammtar saltfiskur, 2 laukar, 1 kg kartöflur (skornar í ten- inga), J / rjómi, 4 eggjahvitur (stífþeyttar), 7,5 dl mjólk, 60 g hveiti, 60 g smjör, salt, pipar, múskat, ólívuolía. Útvatnið fiskinn yfir nótt i köldu vatni. Látið vatnið siga vel af, fjarlægið bein og skerið fiskinn i sneiðar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Hitið smáveg- is af ólívuoliu og steikið laukinn þar til hann er mjúkur, ekki brúnaður. Bætið siðan við fisk- inum og kartöflunum sem hafa verió steiktar áður. Þá er búin til hvit sósa úr smjöri, mjólk og hveiti.sem er siðan bætt við fiskinn og kartöflurnar. Þar- næst er rjómanum og stífþeytt- um eggjahvitunum bætt i og allt kryddað með salti, pipar og múskati. Þessu er hellt i smurt eldfast fat, sléttað að ofan og smjörklipa sett ofan á. Bakað í heitumofni. BACALHAU Á BRAZ 350 g saltfiskur, 250 g kartöflur (flysjaöar og skornar í jafnar ræmur), 2 laukar, 6 egg, stein- selja. Fiskurinn er ekki útvatnaður heldur skorinn i þunnar sneið- ar, roð og bein fjarlægt. Þetta er siðan þvegið 4—5 sinnum i volgu og köldu vatni til skiptis og vatnið látið síga vel af. Sneiðið laukinn og látið hann kraumast í ólivuoliu, ekki brún- ast, og bætið fiskinum i. Þetta er snöggsoðið, kartöflum, eggjahræru og saxaðri stein- selju bætt i. Blandiö fljótt sam- an. Borið fram á hituðu fati með loki. BOLINHOSDE BACALHAU 240 g saltfiskur, 150 g kartöflur (flysjaöar), 3 egg, 2 eggjahvítur, 5 dlólivuolía, söxuösteinselja, 1 laukur. Sjóðið kartöflurnar og fiskinn (útvatnaður eina nótt i köldu vatni). Fjarlægið roð og bein og stappið fiskinn. Stöppuðum kartöflunum, eggjarauðunum og steinselju er siðan hrært saman við fiskinn. Sneiðið laukinn og steikiö i oliunni þar til hann er Ijósbrúnn og bætið út i. Stífþeyttum eggjahvitun- um fimm er siðan bætt i og hrært varlega með trésleif. Hit- ið oliu á pönnu og búið til bollur með 2 matsk. úr deiginu. Steik- ið þar til Ijósbrúnt. i deigiö er oft blandaö rúsinum, svo sem ein- umhnefa. Víkingur 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.