Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 44
Bretum sýndur FLUGBEITTUR AFTURENDINN Arið 1975 er landhelgin færð út í tvö hundruð mílurnar. Það er sama sagan - Bret- arnir neita að viðurkenna útfærsluna. Þeir voru tregir til að senda herskip og byrjuðu á því að senda dráttarbáta, sem orðnir voru nokkru stærri. „Til dæmis Lloydsman sem var þrjú þúsund tonn og gekk átján mílur,“ segir Helgi. „Hann gnæfði yfir okkur þegar við vorum hlið við hlið. Þá er ég með Þór og það má segja að það stríð hafi hafist með lát- um. Við byrjuðum strax að klippa og bresku togaraskipstjórarnir voru að sjálfsögðu ösku- vondir yfir þessari lélegu vernd sem þeir fengu, en við fórum alltaf okkar fram. Það endaði með því að mótmæli þeirra urðu svo hávær að breska ríkisstjórnin sendi herskip á miðin. Á tíma voru um fimm dráttarbátar og sex til átta herskip samtímis á miðunum. Oftast var stutt á milli hópanna. Þeir vildu halda þeim á svæðunum fýrir austan, vestan eða norðan þar sem þeir töldu fiskiríið mest. Bretarnir stóðu ráðþrota gagnvart klipp- unum. Þeir reyndu mótleik með því að vera sjálfir með klippur, eða eitthvað sem þeir töldu vera klippur, við vissum aldrei hvernig þær litu út. Við sáum bara langa víra aftan úr herskipunum og þeir kom síðan öslandi þvert á okkur þegar við vorum með klipp- urnar úti. En þeim tókst aldrei að ná neinni leikni í því. Okkar tækni var þannig að þegar við byrj- uðum fórum við alltaf á togferð fyrir aftan togarana til þess að vera með klippurnar niðri og vera öruggir á að ná í vírana hjá þeim. Þá byrjuðu togararnir að leika þann leik að bakka á fullri ferð á okkur. Þeim tókst það einu sinni og eftir það komum við á fullri ferð fyrir aftan þá og gáfum nógu mikinn vír út. Að sjálfsögðu dönsuðu klippurnar þá í sjávarskorpunni. En um leið og við vorum komnir aftur fyrir þá og öruggir um að þeir gætu ekki bakkað á okkur stoppuðum við báðar vélarnar og létum klippurnar detta. Ferðin á skipinu var mikil. Maður stóð aftur á og hafði fótinn á vírnum. Sá lét vita um leið og hann fann að klippurnar voru fastar. Þá þurftum við ekki mikla ferð, því þetta var eins og fiðlustrengur. Klippurnar voru fyrir neðan sjávarmál þannig að um leið og vírinn fór í sundur þá drap sjórinn alla spennu í honum þannig að hann datt beint niður í sjóinn og skapaði enga hættu.“ Tvö hundruð mílna stríðið var styst en harðast. I lok stríðsins sigldi eitt herskipið aftan á Tý stjórnborðsmegin og var næstum því búið að hvolfa honum. Það urðu tals- verðar skemmdir á skipinu, meðal annars brotnaði ein skrúfan, þannig að hann var lengi úr leik. Þau skip sem voru í eldlínunni voru Týr, Ægir, Óði nn, Þór og Baldur, sem var skut- togari. „Baldur var mjög skæður í návígi,“ segir Helgi. „Þegar herskipin komu og sýndu einhverja árekstrartilburði þá þurfti hann ekki nema snúa afturendanum í þau. Þar var horn sem risti eins og dósahnífur og þeir reyndu að forðast það eins og Jgir lifandi gátu að koma nálægt honum. Ver var svipað- ur að stærð og Baldur en þeim tókst að af- greiða hann eftir stutta veru. Það kom her- skip á hann miðjan á fullri ferð og bögglaði svo síðuna að hann var úr leik allt þorska- stríðið. Þetta vorum við alltaf að reyna að forðast, að fá þá þvert í hliðina.“ Bretarnir voru á STÆRRI SKIPUM EN ÍSLENDINGARNIR, þrátt fyrir það fóru okkar k menn ekki halloka. Breskir blaðasnápar góðir liðsmenn Á Bretlandi urðu alltaf háværari raddir um að reyna að ná samkomulagi við íslendinga og þeir sjálfir vildu absolút flytja sína lögsögu í tvö hundruð mílur. Og nú sátu allir við sama borð - íslenskir sem breskir blaða- menn. „Ef til dæmis breskur blaðamaður óskaði eftir því að fara um borð í varðskip þá var það leyft eins og skot,“ segir Helgi. „Fjöl- miðlarnir sendu jafnharðan út allar fréttir og reyndust okkur sterkt vopn. Almenningur í Bretlandi fylgdist grannt með og sé miðað ^ við orðsendingar sem okkur bárust þá stóð hann með okkur. Það var orðin gjörbreyting á viðhorfi - fólk sá að það þurfti að vernda fiskinn og Bretar voru engin undantekning þar á. Stjórnvöld hér gerðu sér grein fyrir því þegar þeir slökuðu örlítið á fréttabanni sem þeir voru með í þorskastríði númer tvö að þær fréttir sem við komum á framfæri vöktu athygli og samúðin varð okkar. Astæðulaust var að fela þann reginmun sem var á okkar flota og þeim breska. Bresku blaðamennirnir voru harðir í að senda fréttir og lýsa hneyksl- an sinni á framferði breska flotans. Það hafði ekki svo lítið að segja og ég hygg að breskir stjórnmálamenn hafi gert sér grein fyrir því að þeir voru að tapa þessu stríði, bæði út á við sem og inn á við.“ Hentifánaskip sem úlfar um öll höf OG NÝTT ALHLIÐA GÆSLUSKIP ( AUGSÝN Það er engin smáræðis stækkun úr þremur mílum í tvö hundruð. Hún nemur 733 fer- kílómetrum. Helgi segir að það vanti mikið upp á að það hafi verið bætt við Gæsluna til samræmis við það. „Við höfum að vísu verið heppnir með það að lítill ágangur hefur ver- ið, utan seinni árin, eftir að þessum henti- fánaskipum hefur verið úthýst á fleiri og fleiri stöðum. Þau hafa náttúrlega verið eins og úlfar að leita uppi allar smugur sem þeir finna. Þeir hafa uppgötvað Reykjaneshiygginn og við megum búast við einhverjum hasar í Síldarsmugunni. Við erum alltaf að vonast til þess að það verði fljótlega gefin út yfirlýsing þess efnis að nýtt varðskip verði smíðað. Við höfum að sjálf- sögðu okkar skoðanir á því hvernig það skip á að vera. Dómsmálaráðherra setti á laggirnar nefnd fyrir um ári sem er undir forsæti forstjóra Landhelgisgæslunnar, Hafsteins 1 Hafsteinssonar, og þar er nýtt skip inni í myndinni. Ég hef alltaf verið þeirrar skoða- nar að við verðum að skipta fisk- 44 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.