Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Síða 59
Gylfi Ægisson er einhver afkastamesti núlifandi laga- og textahöfundur. Hann er ekki síst þekktur fyrir sjómannalögin sín og enn í dag er Gylfi að semja um sjómennskuna. ,. ,J>versogn . islenskrar.. M dægurlagasogu Atextablaði geislaplötunnar Meira salt segir Þorsteinn Eggertsson að Gylfi Ægisson sé „einhver skemmtilegasta þversögn íslenskrar dægur- lagasögu. Hann fæddist á Siglufirði nokkrum árum eftir að stríðinu lauk og ólst þar upp á árum síldarævintýrisins mikla. Sjór og söng- ur heilluðu hann þegar hann óx úr grasi og varð rumur hinn mesti, rammur að afli og háskalegur útlits. En innra með honum bærðist rómantískt hjarta og ljúf sál. Snemma fékk hann útrás, á einmanalegum stundum úti á hafi, við að setja saman lög og texta“. Nýverið sendi Gylfi frá sér plötuna Hetjur hafiins, en titillinn er dreginn af einu laganna á plötunni. í samtali við Sjómannablaðið Víkingsegist hann gefa út og selja plötur sín- ar sjálfur. Hann gefur út plötu á hverju ári en auglýsir ekki, heldur selur beint til fastra við- skiptavina. Hann tekur upp í heimastúdíói og leikur á öll hljóðfæri. Fyrstu lög Gylfa sem komu á plötu eru Minning um mann og / sól og sumaryl, sem Hljómsveit Ingimars Eydal lék og söng við miklar vinsældir. Sjómannablaðið Víkingur 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.