Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Side 42
ósköpunum varþeim heilsað á götu? "Góðan daginn!" - hvað átti eyjarskegginn eiginlega við? Ogþegar það heldur áfram göngu sinni íþungum þönkum, verður kannski rnesti Hríseyingur á leið þeirra sem segirfyrirvararlaust: „Góðan daginn!“ A þessu stigi málsinsfyllist margurþéttbýlismaðurinn ofsóknar- brjálsemi - því í nýjum heimi hraða og skeytingarleysis um ná- ungann, erþað allt aðþví dónaskapur að bjóða manni góðan daginn. En flesta fer nú að gruna, aðþað er kannski sjálfögð kurteisi að bjóða góðan daginn. Þeir sem dálítið eru komnir á aldur, rifja upp í huganum að einhvern tímann ífyrndinni sögðu menn góðan daginn - og meintu vel. A því augnabliki hlýna hjörtun ogþað rennur uppfyrir að- komufólkinu, að Hríseyingar eru elskulegt fólk sem kann sig og bjóða kunnum sem ókunnum góðan daginn. Og um leið eru Hríseyingar orðnir uppalendur höfuðborgarbúa og annarra gesta, því nú taka ferðamennirnir sig saman í andlitinu og verðafyrri tilþegar næsti Hríseyingur birtist: "Góðan daginn!!" segja gestim- ir. "Góðan daginn!" svara Hríseyingarnir. Og nú brosa bœði að- komumenn og ábúendur. Upp fráþessu andartaki verður aðkomufólkið algjörlega óstöðvandi. Iþann stutta tíma sem það stansar í eyjunni, býður það öllu sem hreyfist góðan daginn: Fólki, fuglum, og dráttarvél- um. „ Góðan daginn, góðan daginn!" hljómar úr munnum gest- anna. Meira að segja erlendu ferðamennirnir frá stórborgum heimsinsgala framan í hvern mann: „Goddan daggin. “ Menn Lzra nefnilega mannasiði í Hrísey. K-Jumarmorgun einn er hitastigið um tuttugu gráður í Hrísey, hœgur sunnanandvari og léttskýjað. Ég er svo heppinn að hafa nœturgesti og hef þvígóða afiökun aðfylgja kunningja mínum úr höfuðborginni ígönguferð upp á eyju. Rjiípan er komin meðfleyga unga. Öðru hverju bregður hóp- urinn sér á loft nokkra metra yfir jörðu áður en þœrfalla viðvan- ingslega afiur niður í kjarriðþar sem við stígum í hægðum okkar efiir göngustígnum. Lóan horfiirþögul og heimspekilega á okkur ífjarlægð. Spóinn er aftur á móti nokkuð hávær þar sem hann svífuryfirþúfunum. Krían er orðin svo upptekin við að kenna ungum sínum fluglistinafyrir ferðina miklu suðuryfir höfin, að hún má varla vera aðþví aðgarga og sveima yfir höfð- um okkarþar sem viðgöngum um varplönd hennar. Um það bil sem við náum hinu sérkennilega klettabelti við austurströnd eyjunnar er kallast Borgarbrík, siglir gríðarstórt hvítt skemmtiferðaskip inn fjörðinn. íkíkinum sjáum við að þarna er á ferð Maxim Gorky, sjálfi flaggskip skemmtiferðaskipa fyrrum Sovétríkjanna. - Hvers vegna hafa þeir ekki uppi rússneska fánann? muldrar kunningi minn þar sem hann fylgist með ferlíkinu líða inn lygn- an fjörðinn og draga á efiir sér hvítan olíureykinn. Við horfum betur í sjónaukana. Allt í einu sé ég að skipið er merkt Nassau. - Skipið er skráð í Nassau, segi ég. - Þá er ekki nema von að við sjáum ekki rússneska fánann. En rússnensku litirnir eru nú samt á strompi skipsins, segir kunning- inn og hnyklar brýnnar. -Maxim Gorky siglir greinilega undir hentifána, svara ég. Hvíta reykskýið liggur nú eins og risastór slæða yfir sundinu milli Hríseyjar og Látrastrandar. -Ætli að Eyfirðingar segi ekki, að svona verði reykurinn efál- ver komi hingað? filósóferar vinur minn hugsi. - Þeir eru alla vega búnir að fi?ma heppilegustu staðina fyrir álver í Eyjafirði, svaraði ég, Árnes ogÁrskógsströnd. Dysnesið er vinsælast. Nú horfiim við í áttina á þessum tveimur stöðum sem baða sig í sólmistrinu. - Ég vona að Eyfirðingar beri gæfu til að setja ekki niður álver í þessum fallega firði, segir kunningi minn lágt. Nú flýgur rjúpukarrinn ropandi framhjá eins og hann vilji árétta þessi orð. - Eru ekki allir æstir að fá álver? spyr égfávíslega. Þessu svarar kunningi minn meðþögtiinni og við röltum til baka göngustíg- itin sem klýfur sig skrykkjóttur gegttum lyngið. Maxim Gorky sýnir á sér skutinn í fiarlœgðþar sem hann flýtur áleiðis inn slétt- an fjörðinn í átt að Akureyri. - Skyldi vera hægt að reisa álver undir hentifána?, hugsa ég meðan ilmur jarðarinnarfyllti vit okkar. Kannski að íslenski fáninn verði hentifáni alþjóðlegra álverksmiðja ífiramtíðinni? eit ■ ein Júlla leit við hjá mér einn morguninn síðsumars og minnti mig á, að sumarið væri senn á enda. „ Við verðum að fara í einn veiðitúr, áður en þiðfarið, “ sagði hann brosandi. „Það er nú aðallega svo að stýrimaðurinn minn Gufukatlar frá Bretlandi Allar gerðir LEITIÐ TILBOÐA KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 42 SJÓMANNABLAÐIÐ Vl’KINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.