Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Qupperneq 21
jtgerð kvæmd skipstjórnar, sem fylgjast á með, með hafnareftirliti aðildarrt'kja, takmarkar mögu- leika útgerða til að ráða skipstjórnarmenn til starfa sem uppfylla ekki skilyrði um alþjóða- skírteini. Auk þess veldur skorturinn á mönn- um með alþjóðleg réttindi því að skipstjórn- armenn gera nú sambærilegar launakröfur hvaðan sem þeir koma. Jafnframt fara launin hækkandi. Almenn krafa skipstjórnarmanna í dag er orðin sú að siglingatími þeirra á ári fari ekki yftr 2/3 af árinu og eru kröfur um aðeins 1/2 árs siglngatíma á ári orðnar algengar. Ef litið er til þessa markaðar í dag má sem dæmi nefna að danska útgerðafélagið Mærsk hefúr gripið til þess ráðs að reka sjálft sfyri- mannaskóla til að uppfylla sínar þarfir í harðri samkeppni um menn. Önnur dönsk útgerðarfélög auglýsa grimt eftir ungu fólki til að fara í skipstjórnarnám á sínum vegum. Góð skipstjórnarmenntun og reynsla er því að verða sterk söluvara á alþjóðlegum siglingamarkaði fyrir unga menn í framtíðinni. Því þurfum við sem komum að siglingum á einn eða annan hátt hér á landi, þ.e.a.s. stjórnvöld, útgerðarmenn, mennta- stofnanir í siglingafræðum og fagfélög siglingafræð- inga að vakna af þyrnirósasvefni sjálfhverfu smá- borgarans og markaðsetja okkur á alþjóðamarkaði sem siglingaþjóð með vel menntaða og þjálfaða sigl- ingamenn. Gera þarf sérstaka úttekt á því hvort bjóða megi siglingafræðimenntun á íslandi sem söluvöru á þessum erlenda markaði sem nú hungr- ar eftir skipstjórnarmönnum. Helmingur allra skipstjórnarmanna í Noregi hættir störfum á næstu 5 árum vegna aldurs og hin mikla siglingaþjóð Grikkir telja sig þurfa um 2000 nýja skipstjórnarmenn árlega en útskrifúðu einungis 768 í ár. I Bretlandi streyma nýbakaðir sfyrimenn út á siglinga- markað í öðrum löndum þar sem mun betur er borgað en í heimalandinu og svo má lengi telja. Á íslandi annar Sfyrimannaskólinn í Reykjavík ekki nema innan við helming af endurnýjunarþörf næst tveggja ára fyrir skip- stjórnarmenn á þeim skipum sem þjóna millilandaflutningum landsins. Er þessi þró- un farin að valda verulegum áhyggjum innan OECD og rætt er um að þróunin hafi alvar- leg áhrif á viðskiptamarkaðinn. Góð skipstjórnarmenntun og reynsla er því að verða sterk söluvara á alþjóðlegum sigl- ingamarkaði fyrir unga menn í framtíðinni. Því þurfum við sem komum að siglingum á einn eða annan hátt hér á landi, þ.e.a.s. stjórnvöld, útgerðarmenn, menntastofnanir í siglingafræðum og fagfélög siglingafræðinga að vakna af þyrnirósasvefni sjálfhverfú smá- borgarans og markaðsetja okkur á alþjóða- markaði sem siglingaþjóð með vel menntaða og þjálfaða siglingamenn. Gera þarf sérstaka úttekt á því hvort bjóða megi siglingafræði- menntun á Islandi sem söluvöru á þessum er- lenda markaði sem nú hungrar eftir skip- stjórnarmönnum. ■ Heimildir: Skipstjóra og stýrimannafélag ís- lands, Navigatörinn (blað siglingafræðinga í Danmörku), Heimasíða Eimskip.is, Heimasíða BIMCO/ISF Maritime manpower supply, Heimasíða Bandaríska flughersins „Fact Sheet C-130H. Sjómannablaðið Víkingur 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.