Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 68
Algjör bylting fyrir þá sem vilja vera á netinu „Við sem stðndum að www.mar.is erum þess fullviss að vefurinn á eftir að njóta mikilla vinsælda meðal sjómanna og reyndar allra þeirra sem starfa við sjávar- útveg og þeírra sem láta sig hann ein- hverju skipta," sagði Sigurjón Egilsson, en hann hefur gerst framkvæmdastjóri Sels- varar ehf., en það fyrirtæki á vefinn mar.is. „Það er fleira en eitt sem segir mér að þörf sé á vef sem mar.is. Ég vil nefna nokkur atriði sem gera vefinn nauðsynleg- an fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og vini. Við erum til dæmis þeir fyrstu, og reyndar einu, sem erum með símaskrá báta og skipa í tölvutæku formi, en skráin sem hefur verið í vinnslu er á forsfðu mar.is. Þar er einnig beintenging á síðu Skerplu, en þar er að finna skipaskrá með myndum og upplýsingum um alla báta og skip. Það sem ég hef talið hér upp er mikils virði fyrir vefinn og ekki síður notendur hans. Eins erum við með beintengingar á Veðurstof- una, Siglingastofnun, Fiskistofu og bæði Stýrimannaskólann og Vélskólann. Ég gæti haldið svona áfram lengi enn.“ Hafnarkofitin „Á hafnarkortunum okkar eru upplýsing- ar um allar hafnir á íslandi. Þar er einnig að finna upplýsingar um fjölda fyrirtækja sem hafa verið skráð á vefinn, fyrirtæki sem bjóða fjölbreytta þjónustu, bæði til sjó- manna og útgerða. Upphafið að öllu saman er sennilega það að fyrir um sjö Sigurjón Egilsson er framkvæmdastjóri mar.is en þegar er búið að skrá á annað þúsunda fyrirtæki sem veita sjómönnum og útgerðum þjónustu. árum sá ég um gerð kynningarbæklinga fyrir nokkrar hafnir, bæklinga sem var dreift um borð í alla báta. Með mar.is eru allar hafnir komnar á einn og sama stað og með því að hafa þær á Internetinu er afar einfalt að laga upplýsingar, en eins og við öll vitum úreldast allskyns handbækur, til dæmis Símaskráin, nánast þegar þær koma úr prentun. Mar.is er þannig gerður að Selsvör getur uppfært upplýsingar á örskotsstund. Af því er mikill hægðarauki og tryggir að þar eiga upplýsingar ávallt að vera nýjar og réttar.“ Fréttir og greinar og margt annað „Daglega skrifum við fréttir á vefinn og eins eru þar greinar. Megintilgangurinn með þessum þáttum er sá, að þegar sjó- menn koma heim, eftir mislangar útiverur, geta þeir farið á mar.is og fundið þar þær fréttir um sjávarútveg og greinar sem hafa verið efst á baugi meðan þeir voru fjarrri. Nú þegar er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og það má geta þess að þegar ég sló slöku við í tvo daga og uppfærði ekkert nýtt efni var talsvert hringt og kvart- að, og það réttilega. Ég má til að segja frá nýjung sem unnið er að, en það er einhverskonar kjaftahorn, en ég er að leita að nafni á það. Það verð- ur með þeim hætti að notendur geta farið þar inn og sagt sínar skoðanir á mönnum og málefnum og haldið þannig uppi um- ræðu og jafnvel samræðum. Þetta verður ekki ritskoðað, en samt munum við taka okkur þann rétt að eyða því sem þykir ósæmandi. Það má ekki skilja mig þannig að ég efist um ágæti þeirra sem eiga eftir að taka þátt í þessu með okkur. Við erum þess fullviss að mar.is verður, og er kannski þegar orðinn, sá vefur sem sjó- menn eiga mest erindi á. Ég nefndi áðan fyrirhugað kjaftahorn, en það verður ekki það eina sem mun bætast ATW SymmetryControl TÍMAMÓTA UPPFÆRSLA! VIö gleymdum ekki gömIu góðu kúnnunum Nyíutgafa af ATW SymmetryControl kerfin éfur elnnig veriö em uppfærsla togvindukerfin. I'AKS3MS.TR AUMS.T.EENUMÆlllNGl *: :• ífeÖH'Kr 'idfáH íteáðvli! ^M»VIV;4 Phone: +354 565 8080 Fax: +354 e-mail: aeg@naust.is Web site: www.naust.is 68 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.