Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 27
siglingu en var hremmt af vörðum laganna. Steini frændi var samt ekki kominn á Ás- mund á þeim tíma enda mikill bindindis- maður einsog við frændur allir! Steini, sem nú er skipatæknifræðingur hjá Stáltaki, ætlaði að útvega mér pláss á Júlíusi Geirmundssyni, sem hann var þá á. En það gekk ekki. Ég komst hins vegar á annað merkilegt skip. Það var gamla Guggan, með hinum fræga afla- skipstjóra, Ásgeiri Guðbjartssyni. Þetta var fýrsta sumarið sem sonur hans Guðbjartur var stýrimaður en hann var þá að vetrum í Stýrimannaskóianum íýrir sunnan. Hann var stundum kallaður Litli-Bjartur til aðgreining- ar frá föðurafa sínum, sem sá um allskonar reddingar í landi ef ég man rétt. Þeir feðgar voru fínir menn og gaman að vera með þeim.“ Snarstansaði þegar hann sá mig, ARGAÐI, OG RAUK AFTUR UPP Össur var á fleiri aflaskipum fýrir vestan „Ég var líka á Kofra ÍS-47 þar sem Jói Sím, annar frægur aflaskipstjórinn til, var skip- stjóri. Hann var seinna með Bessann. Þeir voru báðir gerðir út af Frosta á Súðavík þó við værum alltaf á fsafirði. Jói Sím, sem var jafn- aðarmaður einsog ég varð, var ótrúlega afla- sæll. Hann var hjátrúarfullur og dreymdi fýr- ir fiskiríi. I fýrsta túrnum settist ég við eld- húsborðið niðrí lúkar í hádegismatnum. Þá kom Jói niður. Snarstansaði þegar hann sá mig, argaði, og rauk aftur upp. Þá hafði ég sest í sætið hans. Það mátti enginn, sögðu karlarnir, og höfðu gaman af. Jói borðaði ekki þann dag. Það hefði truflað fiskiríið. Einu sinni vorum við í ágætu fiskirí, en heldur smáum þorski, einhvers staðar út af Vest- fjörðum. Karlinn hafði lagt sig. Þá rauk hann upp, lét hífa, og það skipti engum togum að hann stímdi norður fýrir og austur um og létti ekki siglingunni fýrr en við vorum komnir milli Hornanna útaf Höfn. Þar lent- um við í mokfiski, allt rígaþorslci. Jóa hafði dreymt fýrir þessu. Ég hafði gaman af því þegar ég var tvítugur og kenndi einn vetur við Gaggann á fsafirði að þá kenndi ég syni Jóa og sá að hann hafði sama skapið og kallinn.“ HANN ÆTLAÐI SKO ALDEILIS EKKI AÐ SLEPPA „Það lá reyndar við að sjómennsku minni lyki snögglega þetta sumar. Við vorum á Hal- anum, það var að bresta á bræla, og við vor- um að taka trollið um borð. Ég var að slá á belginn til að hífa pokann inn, þegar kom fjandi drjúgt brot á bátinn og það skipti engum tog- um að ég flaug út- byrðis. Þá var komin svo mikil alda, að þegar kallarnir náðu í lúkuna á mér var slynkurinn af öldunni svo mikill að við misst- um alltaf takið. Þetta gekk svona í svolítinn tíma, ég fór að þreytast og var loks orðinn svo þrekaður að ég náði ekki að halda sjóstígvél- unum á fótum mér sem runnu ofan í hafið. Þegar þetta gerðist var Jói Sím í landi, en stýrimaðurinn, Grétar Kristjánsson, var skipper. Bróðir hans, Kristján Kristjánsson, sem varð svo bæjartæknifræðingur á ísafirði, náði loks einhverju taki á mér. Hann og fleiri héngu svo á mér þannig að loks var hægt að drösla mér um borð. Við Kristján horfðumst mörgum sinnum í augu meðan á þessu öllu stóð og þegar hann náði loksins taki á mér glóðu augun af einbeitingu því hann ætlaði sko aldeilis ekki að sleppa. Um leið og ég kom inn á dekkið öskraði Grétar á mig að fara frammí, skipta um föt, og koma strax í slæg- inguna. Ég var ekki slappari en svo að ég fór beint í sturtu, fór í þurr föt og beint í að slægja. Fannst þetta nú fullmikil harka í Grét- ari. En seinna skildi ég auðvitað að hann var að koma í veg fýrir að ég fengi eitthvað sjokk út af þessu. Þetta var áfallahjálp þess tíma. En ég var svo bernskur, að mér datt aldrei til hug- ar að ég væri við það að drukkna þrátt fýrir vaxandi brælu, og fannst þetta allt óþarfa æs- ingur. ÞEKKTI ÉG STRAX LÍFGJAFA MINN Þegar ég kom í land út túrnum fræga á- málgaði ég það við útgerðina hvort hún end- urgyldi mér ekki stígvélin, sem ég tapaði í sjó- inn. Ekki varð það nú að samkomulagi. Löngu seinna varð ég þingmaður og varafor- maður sjávarútvegsnefndar meðan sá frækni víkingur Matthías Bjarnason var formaður. Það var skemmtilegur tími. Matthías fór eitt sinn með nefndina vestur að skoða hvernig ætti að reka alvöruútgerðir. Þá komum við í Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102. Á þessum bát hófst sjómannsferill Össurar Skarphéðinssonar. Frosta í Súðavík og ég sagði Matthíasi alla sól- arsöguna og ég hefði ekki enn fengið stígvél- in gömlu bætt. Þá lét Matthías kallana hjá Frosta gefa mér koníaksflösku í stígvélabætur og drakk hana svo með mér í heiðursskyni við framlag mitt til vestfirskrar sjómennsku! En sagan er ekki búin. Enn seinna varð ég umhverfisráðherra. Þá féll snjóflóð á fsafirði og eyðilagði sumarbú- staðasvæði heimamanna. Ég var tregur til að heimila uppbyggingu þess. Það spunnust deil- ur milli mín og bæjarstjórnarinnar á fsafirði. Ég fór vestur að reyna að leysa málið og átti fund með henni og embætdsmönnum henn- ar. Þá hafði ég ekki séð lífgjafa minn Kristján áratugum saman, en í minningunni var hann skrýddur gullnum haddi af náttúrunnar hendi. Ég móaðist við óskum heimamanna. Þá skipti engum togum að maður sem sat á móti mér og ég kannaðist sterklega við, laut fram og hvæsti á mig: „Heldurðu að ég hafi verið að draga þig hálfdauðan uppúr sjónum fýrir aldarfjórðungi til að þú farir svona með okkur, bölvaður?" Þegar ég leit í augu þessa mikla manns þekkti ég strax lífgjafa minn. Þá var þarna kominn Kristján Kristjánsson, en nokkuð sviptur sínu mikla hári. Hann var þá bæjartæknifræðingur á ísafirði, og svo leystum við nú þetta mál í sæmilegri sátt. Það var hins vegar merkilegt að ég hafði eiginlega ekkert hugsað út í þetta atvik, mundi það varla nógu vel til að geta lýst því til dæmis fýrir konu minni sem hafði haft af þessu spurnir og verið að inna mig eftir þessu. En á þessu augnabliki var einsog einhver stífla brysti og síðan man ég þetta allt ákaflega vel.“ ■ Sjómannablaðið VÍKINGUR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.