Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 8
Ofurviðkvœmni forystu LÍÚ engin takmörk sett % % Kingi K-aHnr utvar Viðtal sem birtist við Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðing og fréttamann í 2. tbl. Sjómannablaðsins Vík- ings á þessu ári olli mikilli hugaræsingu hjá formanni og framkvæmdastjóra LIÚ. Þetta viðtal, ásamt störfum Magn- úsar fyrir fréttastofu Sjón- varpsins, varð til þess að þeir Kristján Ragnarsson og Lrið- rikj. Arngrímsson skrifuðu útvarpsstjóra langt bréf þar sem þess er krafist að gripið verði til „viðeigandi ráðstaf- ana” gagnvart Magnúsi Þór. Meðal kæruefna er eftirfar- andi setning úr viðtalinu í Víkingi: „Ég tel að kvótakerfið hafi einfaldlega ekki skilað því sem það á að gera. Það er borðleggjandi staðreynd sem ég þori að standa við gagnvart hverjum sem er.” Ritstjóri Víkings hafði spurnir af þessu bréfi og óskaði eftir því við fram- Magnús Þór Hafsteinsson kvæmdastjóra RÚV og staðgengil útvarps- stjóra að fá aðgang að því með tilvísun til upplýsingalaga. Bjarni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri hafnaði þessari beiðni m.a. með vísan til þess að LÍÚ legðist gegn því að bréfið yrði afhent. Þessi synjun var af hálfu ritstjóra Víkings kærð til Úrskurðar- nefndar um upplýs- ingamál þar sem full- ur sigur vannst og bréfið fékkst afhent. Það er dagsett 2. á- gúst 2001. Innihald þess reyndist fyrst og fremst einkennast af barnalegum klögu- málum um að Magnús leyfði sér að láta í ljós eigin skoðanir á ýmsu er varðar sjáv- arútvegsmál. Áhöfnin á Kleifabergi ÓF-2 gefur út bráðabirgðalög Roðlaust og beinlaust undir geislann Út er kominn geisladiskurinn Roðlaust og beinlaust sem inniheldur bráðabirgðalög áhafnarinnar á frystitog- aranum Kleifabergi ÓL Lög þessi öðlast gildi við spilun þeirra, eins og tekið er fram á diskinum. Hann inniheld- ur 11 bráðskemmtileg lög sem flest eru eftir Björn Val Gíslason sem einnig er höfundur flestra textanna. Eitt lagið ber heitið Geltandi ræfill og fyrsta erindi textans er svohljóðandi: Ég kastaði á Halanum og dró fram á Barð. Það kom fljótlega ljós en það er svo lítið sem þarf. Hann hékk smástund inni en blikkar núna eitt og eitt. Ég hélt reyndar fyrst það væri truflanaljós en reynslan hefur kennt mér það margsinnis lil sjós að búast við því versta og reikna með það hendi mig. Þetta framtak þeirra á Kleifabergi hefur vakið verð- skuldaða athygli og vitaskuld munu bráðabirgðalög þeirra taka gildi á fjölda heimila um jólin. Enda mega þeir vera stoltir af söngnum og þetta sýnir að sem fyrr er íslenskum sjómönnum margt til lista lagt. Til æðstu stiórnar RÚV I niðurlagi þessa maka- lausa bréfs Kristjáns og Friðriks segir orðrétt: „Af framangreindum tilvitnunum i Sjómanna- blaðið Víking og með hliðsjón af meðfylgjandi samantekt úr fréttum Magnúsar Þórs hjá RÚV, verður ekki annað séð en að viðkomandi frétta- maður hafi misnotað að- stöðu sína herfilega margsinnis í því skyni að koma höggi á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, sjávarútvegsfyrirtæki og útvegsmenn. í því Ijósi er hér með óskað eftir því að út- varpsstjóri grípi til við- eigandi ráðstafana í mál- efnum þessa fréttamanns. Að öðrum kosti áskilur Lancissamband íslenskra útvegsmanna sér rétt til að leita með þetta mál til æðstu stjórnar Ríkisút- varpsins, til Siðanefndar Blaðamannafélags íslands, líkt ogformaður starfsmannafélags RÚV gerði með bréffonnanns LÍÚ í fyrra, og víðat; ef þurfa þykir.” (Leturbr. blaðsins) Hótanir sem þessar væru auðvitað hlægilegar ef ekki kæmi til hið ískyggi- lega orðalag. Æðsti yfirmaður RÚV er vitaskuld menntamálaráðherra og þarna er því hótað að ráðherra verði beðinn um að beita sér gegn Magnúsi Þór og dugi það ekki til verði leitað víðar. Skilja rná fyrr en skellur í tönnum. Heiðraðu skálkinn... í umsögn Boga Ágústssonar fréttastjóra Sjónvarps til útvarpsstjóra um þetta sér- kennilega bréf, og send var LÍÚ, segir meðal annars: „Svo virðist af bréfi þeirra að þeir telji umfjöllun um önnur fiskveiðistjórnunar- kerfi og brottkast á fiski árásir á LÍÚ. Þessu hafna ég algjörlega, fréttastofa Sjónvarps væri að bregðast hlulverki sínu ef hún leiddi hjá sér háværa um- ræðu um þessi mál.” í bréfi Boga segir einnig: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forystu- menn LÍÚ hafa uppi tilburði sem ég tel tilraunir að stýra fréttaflutningi af nrál- efnurn sjávarútvegs, ég hef átt nokkur samtöl við þá og aðra fulltrúar samtak- anna, þar sem þeir hafa leynt og ljóst á- sakað fréttastofuna um fjandskap við samtökin með umfjöllun um atriði sem þeim virðast ekki að skapi eða eru gagn- rýnin á fiskveiðistjórnunarkerfið.” Þessu svari undu formaður og fram- kvæmdastjóri LÍÚ illa og sendu útvarps- stjóra nýtt bréf dags. 20. september. Þar eru ítrekaðar árásir á Magnús Þór og þess krafist að útvarpsstjóri „grípi til viðeig- andi ráðstafana. Að öðrurn kosti áskilur LÍÚ sér rétt til að leita þeirra leiða sem nauðsynlegar eru að mati samtakanna, til að fá hlut sinn réttan í þessu máli.” Svo segir orðrétt í bréfinu. Fari svo ólíklega að LÍÚ takist að hrekja Magnús Þór Hafsteinsson frá starfi fyrir Ríkisútvarpið er tímabært fyrir fjölmiðla að setja upp skilti á fréttastofum sínuin. Þar skal letrað: HEIÐRAÐU SKÁLKINN SVO HANN SKAÐI ÞIG EKKI. Sœmundur Guðvinsson 8 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.