Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 41
strákanna sem voru kylfuberar á golfvöll- unum. Allir voru sloltir af því að teljast sjálf- stæð þjóð en samt sögðu margir að flest hefði verið betra á nýlendutímabilinu og kom það okkur mjög á óvart. Á þeim tíma höfðu verið miklu færri hvítir menn í landinu og minna land sett undir tenn- is- og golfvelli. í staðinn ræktuðu menn landið, byggðu stóra, arðbæra búgarða sem veittu fjölda ntanns atvinnu og trygga afkomu og sköpuðu urn leið út- flutningsverðmæti. Nú voru allir þessir búgarðar liðnir undir lok, samanber í héraðinu umhverfis Mbegane en þar var eitt sinn stærsti kókoshnetubúgarður Austur-Afríku. Einn nemenda rninna hélt því fram að aðeins ein leið væri til að bjarga landinu. Hún væri sú að afþakka alla utanaðkomandi hjálp og láta ástand- ið versna þar til bolninum væri náð. Þá hlytu augu manna að opnast fyrir því hvað gera þyrfti. Það væri hægt að byggja upp að nýju frá grunni. Kannski var ekki að undra að margir innfæddra ættu stundum bágt með að skilja tilgang hjálparstarfs okkar. Víða mátti sjá skuggahliðarnar og mistökin og sjálfsagt hafa margir þeirra hugsað sem svo að peningunum hefði betur verið varið í annað þarfara. Ekki þurfti að leita langt til að finna dærni um þetta. í fjör- unni fyrir neðan skipasmíðaverkstæðið lá 20-30 tonna bátur hálfniðurgrafinn í sandinn. Þetta var fyrsta nýsmíði skólans og hafði hann verið sjósettur þrentur árurn áður með mikilli viðhöfn. Eftir sjó- setninguna var honum lagt fyrir akkeri skammt undan landi. Tveimur eða þrem- ur dögurn síðar varð einhverjum lilið út þangað sem þetta nýsmíðaða stoll skól- ans átti að liggja. En báturinn var sokk- inn. Einungis yfirbygging og mastur stóðu upp úr sjónum. Þar maraði hann í nokkrar vikur eða þar til norskl verk- takafyrirtæki var fengið til að draga hann á þurrt upp í fjöruna með ærnum lil- kostnaði. Síðan var ekkert frekar aðhafst, enda kominn nýr yfirmaður og ný fjár- veiting til skólans þar sem ekki var gert ráð fyrir útgjöldum vegna fyrri mistaka. Báturinn var illa farinn þegar hér var komið sögu og engin von um að hann ætti afturkvæml í bátaflota skólans. Það var svo eitt vorið að við starfsmenn þró- unarhjálparinnar söfnuðumst saman á ströndinni á jónsmessunótt. Við höfðum hlaðið allmyndarlegan bálköst nærri um- ræddum báti en einhverjum þótti köstur- inn lítill og ómerkilegur og hafði því henl logandi spreki inn í þróunarhjálp- ina, eða réttara sagt bátinn, og brátt log- aði glatt og við dönsuðum í kringum þessa veglegu brennu og drukkum kæld- an bjór. Einhver hafði orð á því að þessi brenna ætti fulll erindi í Heimsmetabók Guinness því aldrei hefði dýrari brenna verið tendruð á jónsmessunótt. Norðmenn ásamt Svíum og Dönum eru meðal þeirra þjóða sem gefa mest til þróunarlandanna og fyrirkomulag allt mjög svipað hvað varðar ráðstöfun á þessum fjárveitingum. Sjálfsagt eru þeir til sem halda að peningarnir séu lagðir inn á bankareikning þess lands sem að- stoðina hlýtur en svo er ekki. Ráðamenn þar fá enga peninga til ráðstöfunar og ráða litlu um hvaða framkvæmdir er ráð- ist í. Sextíu prósent af fjárveilingunni fer aldrei úr höndum landsins sem veitir að- stoðina var okkur sagt. Hver starfsmaður sem ráðinn er í þróunarverkefni koslar sjö til átta milljónir áður en hann byrjar í starfi. Skrifstofubáknið er gífurlega stórt, bæði í landinu sem veitir aðstoðina og því sem þiggur hana. Sagl var að allt að þrír skrifstofumenn væru á bak við hvern þann sem ynni verkleg störf. Verk- takafyrirtæki frá landi gefandans sitja ein að flestum verkefnum í þróunarlandinu. Þar hanga þau á spenanum svo lengi sem hægt er og gæta þess vel að innlend fyr- irtæki komist þar ekki að þrátt fyrir að þau geti leyst verkefnin eins vel af hendi og á miklu ódýrari hátt. Allir eru á miklu hærri launum en greidd eru í heimalandi verktakans. Þessi fyrirtæki skila litlum sem engum skattgreiðslum, hvorki til þróunarlandsins né þess lands sem að- stoðina veitir því þau eru yfirleitt skráð i svonefndunt skattaparadísum. Börn starfsmanna þróunarhjálparinnar eru send á rándýra heimavistarskóla á sarna tíma og barnaskólar þróunarlandanna eru lokaðir vegna fjárskorts. Það rnerki- legasta í þessu er sú staðreynd að við sem vinnurn í þróunarlandinu og fáum laun okkar greidd af fjárveilingu til landsins greiðum alla okkar skatta til rík- isins sem veilir aðstoðina. Skoðanakönnun sem gerð var hjá okk- ur á undirbúningsnámskeiðunum okkar leiddi í ljós að flestir sóttust eftir þessum störfum vegna hárra launa, af ævintýra- þrá og löngun til að kynnast fólki og sið- um í framandi landi. Síðastnefndi hópur- inn var fámennur þegar á reyndi. Eftir því sem menn höfðu meiri menntun og hærri stöðu minnkuðu samskiptin við í- búana. Þetta fólk hélt sig út af fyrir sig, áhugamálin voru tennis, golf og grill- veislur í garðinum við sólsetur með glas í hendi. Umræðurnar snerusl um pöddur, skriðkvikindi og þjófótl og lalt þjónustu- lið. Enginn efast um það að öll þróunar- verkefni eru gerð af góðum vilja og hjálpfýsi en því rniður má allt of víða sjá sorgleg mistök hvað þetta varðar og oft vöknuðu upp umræður um stærstu og dýrustu mislökin, útgerðarstöðina við Turkanavalnið í Kenýa. Þar reisti norska þróunarhjálpin nýtískulegt útgerðarpláss. Byggðar voru risavaxnar frysti- og kæli- geymslur, bryggja og fiskibálar. Mörg ár eru síðan staðurinn var yfirgelinn, bygg- ingar eru allar í niðurníðslu og bátarnir sokknir úti á vatninu. Margir töldu að orsökin fyrir þessu væri meðal annars sú að rnenn ráðfærðu sig lílið við heirna- menn um það hvar hjálpin kæmi mest að notum. Einnig var talið að allt of margir sem kæmu að þessum verkefnum hefðu litla kunnáttu og reynslu í því verki sem þeir réðu sig til. Oft voru þetta menn sem tóku sér eins til tveggja ára frí frá góðu starfi í heimalandinu. Sagt var að sumir þessara rnanna noluðu fyrsta árið til að taka upp úr töskurn og koma sér fyrir en seinna árið færi í það að ýta á undan sér vandamálunum, enda kærni brátt nýr rnaður í starfið. Hundur á sundi Það þykir kannski mörgurn ekki í frá- sögur færandi að bjarga hundi frá drukknun en ég geri það samt. Það var eitt sinn að ég var með nemendur mína á veiðum eitthvað um það bil rniðja vegu milli Zanzibar og lands. Sjór var sléttur en mistur og skyggni því slæmt. Allt í einu tók ég eftir því að strákarnir voru að benda á eitthvað sem þeir sáu á sjón- um skammt frá okkur. Eg kom einnig auga á þetta og gat ekki betur séð en að þetta væri selur á sundi í átt til okkar. Fljótlega kom í ljós að strákarnir höfðu séð betur og svo sá ég einnig hvað þetla var og varð ekki lítið undrandi þegar ég sá að það var hundur sem kom þarna syndandi í átt til okkar. Honum var bjargað urn borð nær dauða en lífi en furðufljótur var hann að hressast. Þvi miður gat hann ekki greint okkur frá ferðum sínum, í það minnsta líu sjómíl- ur frá næsta landi. Vildu surnir halda því frant að hann hefði verið á Zanzibar, ekki líkað vistin þar og ákveðið að synda upp á fastalandið. Við fengum skýringu á þessu nokkru seinna þegar við lásum í dagblaði frétt um að þennan sama dag og á svipuðum slóðurn hefði annar bátur bjargað tveimur mönnum úr sjónurn þar sem þeir höfðu haldið sér á floti á rekaldi. Þeinr sagðist svo frá að þeir hefðu verið á leið til Zanzibar ásamt urn þrjátiu manns á báti sem varla gat borið meira en helming þess fjölda með góðu móti. Það hafði vindað um nóltina með lilheyrandi sjólagi og hafði bátnum hvolft. Engir fleiri en þessir tveir fundust og svo hundurinn sem við björguðum en við töldurn víst að hann hefði komið frá slysstaðnum. Ástæðan fyrir því að ég læt þessa sögu fylgja með er sú að upp kom í huga mín- um sú spurning hvort við hefðunt kannski átt að leita að hundinum forðurn þegar við björguðum áhöfninni af Á- gústu. Ég var þá stýrimaður á Friðriki Sigurðssyni frá Þorlákshöfn og vorum við á síldveiðum fyrir austan land. Þenn- an tiltekna dag vorum við á útleið frá Seyðisfirði á síldarmiðin sem voru um fimmtíu sjómílur frá landi. Við munum Sjómannablaðið Víkingur - 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.