Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 10
Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku Kúturinn stakkageymslunni s 1 % 4 i ÍA .... « 1 r j t í i t'i ' * l ' Það er við hæfí að Ijósmyrtdirnar sem birtast með þessari grein tengjast ekki beint Sléttbaki, enda gætir greinarhöfundur þess vandlega að nefna ekki aðra með nafni en sjálfan sig. Mynd- irnar eru þó ekki fjarskyldari greinínni en svo að þœr eru allar af Svalbaki sem var ÚA-togari rétt eins og Sléttbakur. Jólin 1966, Sléttbakur EA. Við vorum að toga norður á Hala. Það var skíta- veður. Ef til vill sveif yfir okkur einhver jólasaknaðarstemning. Ég er þó ekki viss um það. Ég fyrir mitt leyti var þá þegar orðinn leiður á jólunum sem frá því að ég mundi fyrst eftir mér höfðu alltaf verið eins, og ég var feginn að vera úti á sjó meðan dýrðin gekk yfir. Á aðfangadag fengum við bjór með kvöld- matnum. Einn bjór á mann, stór dós af þýskum Lövenbrau með steikinni. Svo ekkert meira. Stýrimannsvaktin undir forystu annars stýrimanns mælti út á dekk eftir matinn en við á bátsmanns- vaktinni skriðum í kojur og mig minnir að menn hafi verið þöglari en venjulega. Aðfangadagskvöld, einn bjór! Einn bjór og svo að sofa. Við mættum á vakt klukkan tólf á mið- nætti og fórum í koju aftur klukkan sex um morguninn. Eftir að hafa síðan staðið dagvaktina frá klukkan tólf til sex á jóla- dag komum við inn, hraktir og blautir, veðrið var að versna, orðið nánast óstætt á dekkinu og stórhættulegt í afturgangin- um. Trollið var tekið inn fyrir og ákveðið að sigla austur á Skagagrunn í von um að þar væri skárra að athafna sig. Við snæddum kvöldverð, kokkarnir voru 1 stuði, steikin var óaðfinnanleg og með- lætið hvað öðru betra, rauðkál, baunir, sulta og sósa sem var svo góð að hún skapaði hálfgert ölvunarástand á bragð- laukunum. En nú var enginn bjór. Eftir matinn sátum við í messanum og ræddum málin. Bátsmaðurinn og þrír há- setanna tóku upp spilin og slógu í bridds. Bátsmaðurinn var dökkhærður meðal- maður á hæð, síkátur og síhlæjandi og hafði næmt auga fyrir því sem var fynd- ið. Á móti honum sat mjög lágvaxinn maður, grannur, svarthærður og smáeyg- ur með gríðarlegar krumlur sem voru í hrópandi ósamræmi við vöxt hans að öðru leyti. Til hliðar við þá sátu tveir bræður, annar hrokkinhærður með grá- blá augu, svipmikill og hæggerður, frem- ur alvörugefinn, á móti honum spilaði yngri bróðir hans, örlítið kringluleitur með slétt dökkt hár, síbrosandi og geð- góður. Nálablókin sat í hominu út við síðuna og fylgdist með. Nálablókin var ekki gjaldgeng i spilamennskunni og varla í samræðunum heldur. Þetta var viðvaningur og kunni lítið til sjó- mennsku, uppgjafa menntskælingur sem ekki naut mikillar virðingar um borð. Við hlið bátsmannsins sat einn háset- inn enn og fylgdist með spilamennsk- unni. Hann var ættaður úr Þingeyjarsýsl- um, fremur lágvaxinn og grannur og snöggur í hreyfingum, nokkuð orðhvatur og ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljósi. „Ég hefði ekki gert þetta,” sagði hann þegar bátsmaðurinn hafði látið út. Hann horfði vanþóknunaraugum á spilin um stund og færði sig svo yfir í sætið til hrokkinhærða bróðurins. Hann hafði heldur ekki mikið álit á spilamennsk- unni þar. „Þetta var nú alveg glapræði hjá þér”, sagði hann þegar sá hrokkinhærði hafði trompað slaginn og tekið hann. „Þetta hefði ég ekki gert.” Þegar spilinu var lokið og það hafði unnist og tapast eins og nornirnar sögðu við Machbeth forðum rökræddu spila- mennirnir lengi og skoðanir voru skiptar um það hvernig best hefði verið að gera þetta. Þingeyingurinn hafði uppi hávær- an áróður fyrir því að menn bættu spila- mennsku sína, að því helst var skilið bæði þeir sem töpuðu og hinir sem unnu. Þegar gefið var á nýjan leik var eins og þessi fjórir sem sátu við spilin væru orðnir dálítið þreyttir á honum. Bátsmaðurinn stakk upp á því að hann fengi sér göngutúr fram í stakkageymslu. „Hvernig er með þetta gerdrull sem þú varst að sulla í sýrukútinn í stakka- geymslunni,” sagði hann við þann þing- eyska. „Þú fullyrtir að úr þessu yrði fyrir- myndar brugg. Nú væri góður timi til að fá sér einn laufléttan.” Sá þingeyski brá við snöggt og án þess að segja eitt orð hvarf hann út um dyrnar á messanum og aftur í ganginn þar sem stakkageymslan var. Spilamennskan hélt áfram. Spilinu lauk og um það var rök- rætt um stund, þó skemur en áður því nú var Þingeyingurinn ekki viðstaddur. Sá litli með krumlurnar gaf í næsta spil. Spilamennirnir voru niðursokknir í að rannsaka, vega og meta það sem þeir höfðu fengið á hendina og búa sig undir að segja, nálablókin sal út við síðuna og fletti dönsku myndablaði. Þá birtist Þing- eyingurinn í dyrunum. Hann brosti út að eyrum, hélt sér í dyrastafinn með annarri 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.