Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 42
Notkun á ísþykkni í landvinnslu Lykilatriði fyrir fiskvinnslu er alltaf það sama, að hafa gott kælt hráefni. Það er einnig nauðsynlegt að hafa áfram- haldandi kælingu þannig að hráefnið sé kalt í gegnum alla vinnsluna. Það er ekki nóg að koma með kældan fisk að landi eða kaupa rándýran fisk á fiskmörkuðum og geyma hann síðan í misgóðum fisk- móttökum, sem halda jafnvel hvorki vatni né vindi, þrátt fyrir allar reglugerð- ir þar um. Þegar góður kældur fiskur er keyptur á verði sem fiskvinnslan varla ræður við, skiptir það höfuðmáli að fiskurinn sé meðhöndlaður rétt alla leið í gegnum vinnsluna. Flestir sem stýra fiskvinnslu- fyrirtækjum í dag vilja gera eins vel og þeir telja mögulegt. í dag höfum við möguleika á því að gera enn betur með því að halda hráefni kældu alla leið í gegnum vinnsluna. Þetta er þróun sem við sjáum fyrir okkur að menn horfi meir og meir til, i nánustu framtíð. Með tilkomu vökvaís, sem nú verður sífellt al- gengari, hafa menn verið að ná betri ár- angri en áður. Við hjá Optimar sem framleiðum ísþykknivélar höfum skoðað marga möguleika á enn frekari notkun á ísþykkni (vökvaís) en nú er gert. Við höfum nú i nokkur ár stilað á að sem flestir notuðu ísþykkni um borð í skip- unum, og ýmist kældu fisk í kælikörum á millidekki og notuðu síðan hefðbund- inn ís eða ísþykkni til geymslu á fiski, í körum, eða í lestum skipanna. Árangur- inn er í rauninni frábær og eru nokkur skip í dag að landa því sem sumir segja langbesta fiski sem landað hefur verið á íslandi, jafnvel í heimi. Að ekki sé minnst á vinnuhagræðingu um borð í skipunum eða að losna við biðtíma eftir ís. í öðrum löndum eins og t.d. Skotlandi og írlandi hafa stjórnvöld á sviði gæða- mála fisks fyrir þó nokkru síðan staðfest það sama með rannsóknum og skýrslum. Nú hafa stjórnvöld, bæði á írlandi og Stóra Bretlandi, ákveðið að styrkja þá sem vilja setja ísþykknivélar um borð í fiskiskip sín. Fiskur sem hefur verið ís- aður með ísþykkni og geymdur í lest fiskiskipa er sem sagt hráefni í háum gæðafiokki og verðin eru betri. Við mun- um því áfram leggja áherslu á að útgerðir noti ísþykknivélar um borð í fiskiskipum til kælingar og geymslu á fiski, hvort heldur sem eru í körum eða kössum í lestum. Þegar þessum fiski er landað þá er hitastigið í honum nærri -0,7°C og þá á að geyma fiskinn áfram í fiskmóttökum sem hafa hitastig sem er ekki hærra en 0°C, eins og gert er i fiskiskipunum. Margt af því sem fullyrt er hér hefur verið staðfest með skýrslum frá m.a. Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins. Það mun skila enn betri nýtingu ef farið væri að kæla hráefnið áfram í gegnum alla vinnsluna. í fiskvinnslu þar sem flakað er eða flatt þá er það þekkt að hausa og flokka fyrir næsta dags vinnslu. Fiskurinn er ísaður aftur í kör, gjarnan með ísþykkni. Það er síðan engin spurning um hvað hægt væri að gera í áframhaldandi kælingu. Hægt er að halda færiböndunum kældum þannig að flökin hitni minna á færi- böndunum. Þetta rná gera með því að færiböndin ganga í gegnum kælikör og nái aldrei að hitna. Hægt er að vera með kælikör sem flökin fara í fyrir roðflett- ingu. Fiskur sem er stinnur fer betur í roðflettivélum og nýtingin verður betri. Á t.d. flökunarvélutn sem roðflettivélin er áföst væri gott að geta kælt flökin fyrir forskurðarvélar og snyrlingu, áfram eftir snyrtingu og fyrir bitaskurðarvélar. Þeg- ar þetta er gert missir fiskurinn mun minni vökva og nýtingin verður betri. Það er líka staðreynd að bitar sem eru kældir fyrir frystingu í ísvatni þurfa mun minni frystitíma í lausfrystum og þá er hægt að koma meiru í gegnum frystana. Að lokum og ekki síst má benda á að þeir sem flytja ferskar afurðir á markað og nota ísþykkni til að kæla afurðina í -0,5° C fyrir pökkun hafa sagt að í dag skipti það sköpum fyrir sig að geta gert þetta. Menn ættu einnig að skoða hvað kost- ar að nota ísþykkni til samanburðar við annan ís. Það kostar um 50 aura að framleiða hvert kg. af ís með Optim-Ice ísþykknivélunum, en fáir eru að kaupa ís fyrir minna en 2,50-3,00 krónur. Síðan þarf að tnala hann og blanda saman við vatn og kæla með honum valnið (veru- legur hluti af ísnum fer bara í það að kæla vatnið) áður en kominn er nýtileg- ur kælimiðill. ísþykkni er því hentugra (og kostar tninna) í alla vinnslu og með vatnsblöndun er hægt að stýra hitastigi nákvæmlega. Menn hafa verið að uppgötva að aldrei er til nóg af kælingu, það er best að halda hitastiginu í hráefninu þannig að það fari aldrei upp fyrir 0° C. Þá er gott að eiga ísþykknivél frá Optimar ísland ehf. 42 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.