Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 12
Munið svo að skreppa út á Látrabjarg þar sem er vestasti oddi Evrópu. Pannig komst ég að Hnjóti. Inn og út, upp og niður. Og þangað ættir þú að fara líka. Ég veit ekki á hverju ég átti von. Kannski göml- um bóndabæ með mörgum vistarverum, öllum troðnum gömlum hlutum upp í rjáfur og út í horn. Annað kom á daginn. Nefnilega vel skipulagt safn ótrúlega fjöl- breyttra muna. Hvað segið þið til dæmis um báta, bæði utan dyra og innan, tvær flugvélar, flug- turna og örn? Ég veit að þetta hljómar ótrúlega en sjón er sögu ríkari. Og svo skulið þið gera eins og ég, reyndar fyrir eindregna áskorun Birnu Lárusdóttur safnstjóra á Hnjóti — veðr- ið var ekkert sérlega gott og ég engin ferðahetja og hún sá sem var að kjarkur minn var á þrotum. „Haltu nú áfram út á Bjarg. Það er ekki löng keyrsla héðan og vegurinn er góður.“ Ég verð Birnu ævinlega þakklátur fyrir þetta ráð. Látrabjarg er eitt stórt og hrika- legt ævintýri. Þangað skalt þú líka fara (og svo ég láti þess nú getið þá reyndist vegurinn þangað út eftir alls ekki slæm- ur). Örn sveimaryfir safngesti. Lengst til hægri sést i árabát með rá og reiða en bátalíkön eru fyrir miðri mynd. Egill einskorðaði sig ekki viðflug, sjó og landbúnað heldur hafði allar hliðar mannlífs undir. Fyrir vikíð erfjölbreytnin mikil á Minjasafninu. Á safninu eru margir gripir sem voru ómissandi í sveit- um tilforna og sumir þeirra eru það vissulega enn. i i . I i i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.