Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 33
Samtals u.þ.b. 3 kg ajbleikju eftir daginn sem kostaði 3.000 krónur. Það gerir 1.000 kríkg. Aðeins ódýrara kilóverð en á laxinum í Hagkaup. ykkur! þusaði vinnufélaginn. - Flestir laxveiðimenn teljast eflaust sæmilega heilir á geði en þeir ganga ekki heilir til skógar! Það eru ekki bara bankastofnanir landsins sem eru að leggja fjármál heim- ilanna í rúst, því ef það finnst veiðimað- ur innan vébanda fjölskyldunnar þá er hann í bandalagi með bönkunum um að setja allt á hausinn með þvi að punga út hundruðum þúsunda fyrir það eitt að mega húka uppi í sveit í nokkra daga og koma síðan úrvinda heint með fáein kíló af fiski í soðið, ef heppnin er með. -Já, það nokkuð til í því, samsinnti ég manninum. Þeir sem erfa skulu landið - Veistu hvernig þeir hafa þetta í Svíþjóð og á hinum Norðurlöndunum? spurði vinnufélaginn íbygginn og ég þótt- ist hafa haft eitthvert veður af því. - Þar eru árnar og vötnin meira eða ntinna í þjóðareign og menn kaupa bara veiðikort eða aðgang að veiði fyrir tiltek- inn dagafjölda og borga smámuni fyrir. Hér eru hins vegar svivirðilega ríkir fjár- málaguttar smám saman að sölsa undir sig allar jarðir til sjávar og sveita og rukka okkur siðan um offjár ef við viljum fá að fara þar um og hvað þá ef við ætlum að gerast svo djörf að renna einhvers staðar fyrir fisk. -Já, það er ljóta helvítið, skaut ég inn í og við það færðist félaginn allur í aukana. Hann var farinn að nota handapal lil að leggja áherslu á orð sín, tala með hönd- unum eins og Frakkar gera. - Þetta endar með því að sauðsvartur almúginn hírist dagana langa í háhýs- um og blokkaríbúðum í Reykjavík, og lætur einkavæðingu landsins yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Þá verða vegatollar á öllum þjóðvegum landsins og ef við höfum efni á því að ferðast inn- anlands þá munum við annað slagið reka augun í yfirstéttina, bankastjóra, ráðherra og hinn íslenska aðal sem stendur prúðbúinn við laxveiðiárnar, með þjóna á hverjum fingri, að fikta við að veiða lax! Nú var æsingurinn orðinn svo mikill, °g handapatið svo stjórnlaust, að félaginn sló í gáleysi hendi i kaffibollann sinn og sendi hann fljúgandi fram af borð- brúninni. Ég greip hann í frjálsu falli og kom þannig í veg fyrir að hann smylli á flísalögðu gólfinu og brotnaði þar í þús- und mola. Sjóðheitt kaffið frussaðist yfir hendurnar á mér og ég þurfti að fara fram á salerni lil að láta kalt vatn renna á þær til að koma í veg fyrir að ég fengi blöðrur °g brunasár. Þegar ég kom til baka hafði félaginn fóast olurlítið og spurði hvort ég hefði nokkuð brennt mig. Ég reyndi að bera mig karlmannlega og þólt aðeins hefði sljákkað í félaganum þá var honum ennþá mikið niðri fyrir, enda um stórmál að ræða. - Að borga 100 þúsund kall fyrir að veiða í einn dag er náttúrlega bara rakin heimska, sagði hann og virtist ekki gela látið málið niður falla. - Fimmtíu þúsund, sagði ég og reyndi að bera blak af veiðimönnum. - Menn fara oftast tveir saman um stöngina, það er ódýrara. Og dagurinn er sjaldnast á alveg 100 þúsund kall, oft miklu minna. - Mér er alveg sama, svaraði félaginn. - Heimskan er sú sama. - Jújú, svo sem, svaraði ég og það var ekki laust við að ég skammaðist mín svolítið fyrir að lilheyra þeim hópi manna sem stundar stangaveiði. Átti ég ntér ein- hverjar málsbætur? Erum vér veiðimenn bara heimskir með stóru hái af því að við látum þetta yfir okkur ganga og tökum þátt í skrípaleiknum? Jaðartímar á góðu verði? Hér tíðkast nú hin breiðu spjótin, hugsaði ég með mér og ákvað að snúa vörn í sókn. Ég kann ágætlega við ýmsa LOGMENN BORGARTÚNI 18 ALHLIÐA LÖGFRÆÐILEG PJÓNOSTA ■ Sérhæfing í vinnuréttarmálum ■ Innheimta vangreiddra launa ■ Innheimta slysa- og skaðabóta ■ Gallamál, fjölskylduréttur o.fl. Jónas Haraldsson, hrl. Jónas Þór Jónasson, hdl. Sími: 562 9066

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.