Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2007, Síða 48
Siglingaleiðin út Eyjafjörðinn blasir við. Fyrir Gjögrin Hann hringir í mig á laugardegi. Konan rekur mig til að svara. „Björn hér, er þetta Jón? Við förum á morgun.“ Mér er ekki undankomu auðið. Er líka búinn að nefna það margoft hversu gaman ég hefði af því að sigla út með Látravíkinni þótt ekki væri nema einu sinni á ævinni. Daginn eftir er sjóhetjan mætt til Grenivíkur þar sem Björn Ingólfsson tekur á móti mér og saman förum við um borð í lítinn bát. Ég banka létt í þunnan borðstokkinn. Skyldi nú vera öruggt að fara á þessari skel út fyrir Gjögurtána? Ég er ekki viss. En veðrið er gott og ég hef gortað af sjóhörku minni, að ég verði aldrei sjóveikur og kætist í háum öldum. Stundum væri betra að vera mállaus. Ég laumast til að bryðja sjóveikitöflur og svo er siglt af stað. Sólin skín, sem eykur mér kjark. í Látrum Við siglum út með ströndinni, það pusar svolitið yfir bátinn en sjóhetjan lætur það ekki á sig fá. Sjórinn er til- tölulega sléttur. Látur, fyrsti áningarstaður okkar en sá seinasti þeirra sem leggja upp ífjögurra daga gönguna. 48 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.