Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 12
106 NÁTTÚRUFR^ Elztií fuglar heímsíns. — Miðöldin vai- alveg sérstakt ríki í jarðsögunni, heimur fyrir • sig, og þessi heimur hverfur að mestu sjónum vorum, og víkur úr sessi fyrir öðrum nýjum, þegar miðöldinni lýkur, og nýir tímar fara í hönd. Stórveldi skriðdýranna var bundið við mið- öldina, en áður en henni lauk, lét móðir vor náttúran hinn eilífa þróunarkraft skapa tvær nýjar greinar, á stofni hrygg- dýranna; þessum tveimur nýgræðingum voru fengin völdin í hendur, þegar miðöldin var á enda, þeir voru fuglarnir og spendýrin. Þótt engum dyljist það, að mikið djúp virðist staðfest á milli skriðdýranna annars vegar, og fuglanna og spendýranna hins vegar, að minnsta kosti um útlit, þá eru nú samt allir þeir, sem þekkja gögn jarðlaganna, og málið hugsa, ásáttir um það, að bæði spendýr og fuglar eru komin af skriðdýrunum, skriðdýrin eru forfeður þeirra. Þegar Charles Darwin skrifaði hina frægu bók sína ,,,The Origin of Species", eða „uppyuni tegundanna“, árið 1859, um framþróun dýraríkisins, gat hann þess, að það, sem einkum mætti finna kenningunni til íoráttu, væri, að milliliði á milli dýraflokkanna, til dæmis á milli skriðdýranna og fuglanna, væri ekki ennþá búið að finna, enda þótt þeir samkvæmt kenn- ingunni hefðu einhvern tíma hlotið að vera til. Þeir, sem voru á móti kenningunni, héldu því fram, að ef hún væri rétt, mætti ætlast til þess, að jarðlögin væru full af milliliðum, sem sýndu hvernig ein tegundin hefði breytzt í aðra, eða einn dýraflokk- urinn í annan. Þessu til andmælis sagði Darwin, að þekking manna á dýraleifum jarðlaganna værS enn svo ófullkomin, að milliliðirnar gætu vel verið til, þótt þeir væru ekki ennþá þekktir, og líklegt væri, að sumir þeirra, að minnsta kosti, fynd- ust fyrr eða síðar, ef tönn tímans hefði ekki þegar eyðilagt þá. Aðeins tveimur árum seinna fékk kenning Darwins eina af þeim mestu viðurkenningum, sem nokkur vísindalegur spádómur get- ur hlotið, nefnilega viðurkennignu reynslunnar. Þetta ár, árið 1861, fannst nefnilega leirflaga við Solnhofen í Bayern, og í þessari leirflögu var greinilegt mót af mjög einkennilegu dýri, sem að nokkru leyti virtist fugl, að nokkru leyti skriðdýr, eins konar milliliður á milli þessara tveggja flokka, einmitt eins og kenning Darwins hafði gert ráð fyrir. Andmælendum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.