Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 32
NÁTTÚRUFR. 126 inn (cyprinus auratus). Hann er mjög auðvelt að hirða, því að' hann gerir mjög litlar kröfur til lífsins. Af afkomendum hans má nefna tjalduggann og glyrninn, þeir hafa báðir getið sér mikla frægð í vatnsbúrum heimsins. Tjalduggi. Glyrnir. Fiskana má ekki láta í vatnsbúrið strax, heldur verður að- láta þá standa við hlið þess í „glasinu“, sem komið var með þá í,. þangað til hitinn í því er orðinn sá sami og í búrinu. Því að eitt- hvað það versta, sem fiskar verða fyrir, eru snöggar hitabreyt- ingar. í vatnsbúrinu má vitanlega hafa ýmis vatnadýr, önnur en fiska, t. d. snigla, skordýralirfur, orma o. fl. Þó verður fyrst að leyta ráða fagmanna um það, hvaða tegundir sé ráðlegt að rækta,. því að sumar tegundir, eins og t. d. margir sniglar, og margar lirfur, t. d. brunnklukku-lirfur (vatnskettir), eru örgustu rán- dýr, sem geta unnið fiskunum bráðan bana. Um fæðu fiskanna er það að segja, að hollast og bezt er að gefa þeim lifandi dýr. Mýflugulirfur má veiða í vötnum með lér- eftsháf, þær geta haldið sér lifandi í vatnsbúrinu, og verið fisk- unum fæða. Alls staðar erlendis fæst tilbúið fiskifóður við mjög lágu verði. Handhægast mun vera að gefa örlitlar kjöttætlur, eða fisktætlur (hrátt), en varast verður að gefa of mikið í einu, held- ur gefa oftar, og ekki má gefa á ný, fyrr en síðasta máltíðin er etin upp. Vatni þarf aldrei að skipta, ef plöntur eru í búrinu, því að þær gefa frá sér súrefni, en það er allt og sumt, sem fiskarnir krefjast auk fæðunnar og nægilegs hita.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.