Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFR. 115 gildi, hún verður að byggjast á lögmálum, sem alþekkt eru í nátt- úrunni. Af öllum þeim kenningum, er mannsandinn hefir skapað, er engin betur fallin til þess að skýra þýðingu litanna í náttúr- unni, en þróunarkenningin (Evolutions-kenningin), og þá eink- um þróunarkenning Darwins, eða ,,úrvals“-kenningin, eins og við getum nefnt hana (sbr. Náttúrufr. 5.—6. örk, 2. árg.). Eins og allar aðrar þróunarkenningar, gengur úrvalskenningin út frá því, að allt líf á jörðinni, bæði í dýra- og jurtaheimin- um, hafi þróazt frá frumlegu byrjunarstigi, unz það náði þeirri fullkomnun, sem það hefir nú, og sé stöðugt að þróast. Æðri og fullkomnari tegundirnar eru komnar af þeim lægri og ófullkomnari, því að eftir kenningunni eru tegundirnir sífellt að breytast, því að þær eru breytilegar, og ekki skapaðar í föstu móti, eins og Biblían gerir ráð fyrir. Sérhver einstaklingui% hvaða tegundar, sem vera skal, hefir að tvennu marki að keppa.. Annað er að við halda einstaklingslífi sínu eins lengi og tök eru á, með því að nærast, en hitt er að halda tegundinni við með því að æxlast, eða auka kyn sitt á annan hátt. Við- víkjandi fjölgun dýranna (og jurtanna) er tvennt athugavert: í fyrsta lagi fæðast miklu fleiri einstaklingar í heiminn, en nátt- úran getur fætt og séð fyrir að öðru leyti, og í öðru lagi er af- kvæmið aldrei nákvæmlega eins og foreldrarnir, og það sama er að segja um systkinahópinn, engin tvö systkinanna eru í öllu alveg nákvæmlega eins. Afleiðingin af því, að náttúran fram- leiðir fleiri einstaklinga en geta lifað, er sú, að samkeppni verð- ur á milli þeirra um að öðlast það hnoss, sem öllum er jafn- nauðsynlegt, en aðeins sumir geta lilotið. Þetta er lífsbaráttan (sem Darwin nefnir: struggle for life). En vegna þess, að ein- staklingahjörð sú, sem keppir um gæði lífsins, er breytileg, því að engir tveir eru eins, sumir hafa kosti, sem aðra vantar, o. s. frv., halda þeir einstaklingar velli, sem breytileikinn hefir af tilviljun mótað sem næst því, sem hagkvæmast er við þau kjör, sem eru fyrir hendi, en hinir, sem óheppnari hafa verið um útlit og eiginleika, verða að lúta í lægra haldi, þeir falla í val- inn. Ef þannig heldur áfram kynslóð eftir kynslóð, hverja öld- ina á fætur annarri, verða þeir einstaklingar að fullu og öllu ofan á, sem færastir voru í lífsbaráttunni, hinna gætir minna og minna eftir því, sem fram í sækir, þeir hverfa loks með öllu. Hugsum okkur nú einhverja dýrategund, sem við köllum a, og gerum ráð fyrir, að hún sé engum varnarlitum af neinu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.