Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 4
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skipulögðum tilraunum, þar sem jarðvegshitinn einn er hafður breytilegur, en lofthitinn og önnur ytri skilyrði jöín og óbreytt. F.n langerfiðasta vandamálið við að ákveða áhrif jarðvegshitans á plönturnar er sennilega fólgið í því, að hitinn og hitabreytingar eru mismunandi bæði eftir jarðvegsdýpt og jafnvel líka dagstund. Þetta hefur venjulega í för með sér, að eitt og sama rótarkerfið verður fyrir mismunandi hitaáhrifum, sem jafnframt geta sífellt verið að breytast. Þess vegna verður ætíð ófullnægjandi að mæla hitastigið aðeins í lofti eða aðeins í einhverri einni jarðvegsdýpt. Það verður að mæla í mörgum mismunandi dýptum og einnig hæðum yfir jörðu, og það verður að taka alla aðra þætti, sem áhrif geta haft á vöxtinn, með í reikninginn. Þá fyrst er hugsanlegt að komast að einhverri tiltölulega fullkominni niðurstöðu. Það er rétt að benda á, að hitastig jarðvegsins hefur ekki ein- göngu gildi fyrir viixt og viðgang plantnanna. Frá verkfræði- fræðilegu sjónarmiði getur oft verið gagnlegt og beinlínis nauð- synlegt að hafa einhverja hugmynd um hitastig jarðvegsins. Er hér sérstaklega átt við klakamyndun og frost í jarðveginum í sam- bandi við húsbyggingar og einangrun kjallara, vatnslagnir og síð- ast en ekki sízt við vegagerð, og á það við malbikaðar götur og steyptar sem og malarvegi á öllum norðlægum slóðurn. Vitneskja um hitastig jarðvegs á norðlægum slóðum, þ. e. á Jand- svæðum á svipuðum breiddargráðum og ísland og norðar, er mjög takmörkuð. Nokkrar greinar hafa þó verið ritaðar um þessi efni og eru hinar helztu eftir Bandaríkjamanninn Brewer (1958), Canadamennina Brown Beckel (1957) og Cook (1955), Bandaríkja- manninn Drew o. fl. (1959). Þá eru fjórar eða fimm greinar eftir Finnann Pessi, og er hin helzta þeirra frá árinu 1958. Loks er ein örstutt grein eftir Bandaríkjamennina Thompson og Bremner, sem birtist árið 1952. Allar þessar greinar skýra frá athugunum á hitastigi í mismunandi dýpt í túndru-jarðvegi Alaska og Norður- Canada, nema greinar Finnans Pessi. Þær greinar eru allar frekar almenns eðlis og eru um samanburð á hitastigi i mýrlendi og þurr- lendi á einum tilteknum stað í Finnlandi. Innlendar athuganir. 1. Fyrri athuganir. Hér á landi er harla lítið vitað um hita- stig jarðvegsins, bæði á hinum ýmsu árstímum og eins í mismun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.