Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 hann safnar hka sveppum, þurrkar þá og geymir á rakalausum stöðum. Hann kann á geymsluaðferðir, karl sá. II. Varnaraðferðir og verndarlitir. Flóttinn er algengasta viðbragð dýranna gegn aðsteðjandi hættu. Dýrin hörfa og reyna að fela sig. Á mörg skepnan fótum sínum fjör að launa. Sé komið að þeim óvörum, bregða flest hart við og gera þá jafnvel árás t. d. slöngur, sem þá geta verið mjög hættulegar. Rándýrin o. fl. drepa dýr sér til matar. En þegar þau eru rnett forðast jiau allajafna bardaga og árásir. Aðþrengd dýr, sem ekki sjá sér undankomu auðið, verjast með kjafti og klóm, hornum og öðrum vopnabúnaði sínum. Ýmis hjarðdýr láta roskið og ráðsett dýr standa á verði meðan hjörðin gengur á beit eða leggst til livíld- ar. Sé dýrið eitt saman snýr það oft bakinn í vindinn og getur þá fundið lyktina af óboðnum gesti aftan frá og jafnframt horft fram fyrir sig. Treysta mörg spendýr meir lyktnæmi sínu en sjóninni. Sauðnautin í heimsskautalöndunum hlaupa í hnapp, ef hættu ber að höndum. Standa tarfarnir fullorðnu yzt og mynda hring um kálfana og kýrnar. Er þetta eflaust hentugt gegn árásum rán- dýra, en getur á hinn bóginn leitt til gereyðingar ef menn með byssu sækja að hjörðinni. Broddgeltirnir o. fl. dýr eru alsettir broddum til varnar. Mörg önnur eru brynjuð bein- eða hornplöt- urn, eða hafa harða skurn eða skel sér til varnar, t. d. krókódílar, skjaldbökur, beltisdýr, slöngur, ýmis skordýr af bjölluætt o. s. frv. Þetta eru skriðdrekar eða brynvagnar dýraríkisins. Geta sum dreg- ið sig saman í kuðung til þess að brynvarnirnar njóti sín sem bezt. Hella-broddgeltirnir í heitum löndum eru búnir löngum nálhvöss- um broddum, settum agnúum. Geta þeir stungið hættulega. Oft brotnar broddurinn af við áreksturinn og situr fastur í lioldi árás- ardýrsins. Það reynir að losna við þennan „þyrnir“, en hann færist aðeins lengra og lengra inn við átök dýrsins. Eru dæmi þess að 18 mm. langur broddur gekk 48 mm inn í holdið á 30 tímum. Forðast flest dýr broddgeltina. Sum, t. d. hundar, ráðast þó alloft til atlögu og reyna að velta broddgöltunum á bakið til að geta bitið þá á óvörðum stað. Sum dýr, ekki sízt ungar, látast vera dauð ef hættu ber að höndum. Sést rándýrum þá stundum yfir þau, eða hirða ekki um ,,hræið“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.