Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 18
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN allstórum ólivínkristöllum. Aðeins á einum stað hef ég fundið í því gabbróhnyðlinga, en það er við Mánastíg í Hafnarfirði. Þeir eru aðeins um 2 cm í þvermál eða þaðan af minni. Þess var áður getið, að svona hnyðlingar hafi fundizt í einu Hólmshraunanna. Langmest ber á þeim í þeim hraunstraum, sem ég mun nefna Hólmshraun II, en það er næstelzt Hólmshraunanna. Verður nán- ar vikið að þessu síðar. Hnyðlingar koma þó fyrir í Hólmshrauni III, og vel má vera, að þeir séu víðar og finnist, ef vel er leitað. í Þjórsárhrauni því, sem runnið hefur niður Þjórsárdal, er mikið af hnyðlingum, t. d. má finna þá víða í berginu kringum Hjálp. í einu þeirra hrauna, sem runnið hefur frá Helgafelli í Vestmannaeyjum, koma slíkir molar einnig fyrir. í grjótnámu skammt frá Þórshöfn fann ég síðastliðið sumar hnyðlinga í eins konar grágrýti, en allir voru þeir mjög smáir. Um aldur bergsins treysti ég mér ekkert að segja, en Thoroddsen (1906) virðist sam- kvæmt korti sínu telja það frá ísöld eða frá því fyrir ísöld. Mér mundi virðast ekki ótrúlegt, að það væri frá því snemma á kvarter eða jafnvel frá því síðast á tertiertímabilinu. Þetta er þó ágizkun ein. í Hauganesi, en það er á fjallinu milli Skutulsfjarðar og Súg- andafjarðar, fann ég síðastliðið sumar í skriðu, basaltstein með gabbrómola í. Þarna er án efa um nokkuð fornt berg að ræða, h'klega frá því seint á tertier. í Sámsstaðamúla, austan Þjórsárdals, fann ég síðastliðið vor hnyðlinga í basaltlögum ofarlega í múlanum austan megin, og skammt norður af Sámsstöðum. Allir voru þeir mjög smáir eða aðeins rúmur cm í þvermál. Bergið, sem þeir eru í, er talið vera frá því seint á tertier eða snemma á kvarter (Kjartansson 1943, 1962). Fyrir nokkru afhenti Þorleifur Einarsson mér brot úr borkjarna með litlum hnyðlingi í. Kjarninn er úr holu, sem síðastliðið ár var boruð á Blágilshöfða við Hvítá, alllangt fyrir ofan Gullfoss. Loks fann ég alveg nýlega mikið af sams konar molum í hraun- inu sunnan við Straum í Garðahreppi, þar sem Vegagerð ríkisins tekur rauðamöl. Virðast það fornar eldstöðvar. Þar eru molarnir oftast nær 4—6 cm í þvermál. I Sámsstaðamúla og Hauganesi er væntanlega elzta berg, sem slíkir molar hafa fundizt í hér á landi enn sem komið er. Hvergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.