Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags (m.a. vegna þrýstings smásjárglerj- anna) og það er einnig sú ltlið sem gefur sérkenni þeirra best til kyrtna og er oftast teiknuð eða ljósmynduð. Veggir liinna dæmigerðu djásn- þörrmga (placoderm desmids) eru þykkir og harðir og samanstanda af 2-3 lögum, með ólíkri efnagerð. Innsta lagið er úr sellulósa (beðmi), miðlagið úr sellulósa og pektíni, oft með nokkru íblandi af jámsöltum, sem hafa gula eða brúna liti og geta myndað þverbelti einkum í skor- unni. Þessi tvö lög eru oft með götum (pores), sem oftast er raðað í sérstakt mynstur, mismunandi eftir tegundum. Ysta lagið er hlaupkennt, aðallega úr pektínefnum. Tegundir af Mesotaeniaceae og Zygnemataceae hafa ekki slík göt og veggir þeirra eru oftast tvílaga. Margir djásnþörungar geta hreyft sig úr stað, líklega með því að þrýsta slímefni út um götin á einni hlið frumunnar, og gerist sú hreyfing í smárykkjum (sbr. kísilþörunga). Þetta er hægt að prófa með því að stilla glasi með djásnþörungum í birtu; þá safnast þeir að birtuhliðinni. Sagt er að sumar Closterium-tegundir geti shmgið sér á endum, með því að festa þá og losa til skiptis. I gamla daga álitu því sumir fræðimenn djásnþönmga vera dýr. Vanalega eru tveir grænuberar (chloroplast) í hverri frumu, einn í hvorum frumuhelmingi. Þeir eru margvíslegir að lögim eftir ættkvísl- um og tegundum og má því oft nota þá til greiningar. Flestar tegundir hafa mörg litkom (pyrenoid) í hverri frumu og oft eru tvær eða fleiri safabólur í frumunum. Frumukjarninn er næstum alltaf í brúnni, mitt á milli hálffrumna, og tengist oft grænu- berum beggja vegna. Þó að kísilþörungar og djásnþörungar séu af ólíkum toga og varla neitt skyldir, er viss Kking milli þessara flokka. Báðir hafa um sig hýði eða skeljar sem hafa geysilegan form- breytileika og fegurð. Báðir eru mjög útbreiddir og geta lifað við margvíslegar aðstæður, jafnvel á landi, og báðir hafa möguleika að hreyfa sig úr stað með slím- skriði. Frumuskipting þeirra er lfka dálítið svipuð. Þama er um hliðstæða þróun að ræða, sem reyndar er ekki fátíð í lífríkinu. Flokkun og æxlun Djásnþönmgar tilheyra okpörunguin (Conjugata/ Conjugatophyceae/ Zygnematophyceae) sem eru flokkur í fylkingu eða ríki grænþörunga (Chlorophyta). Okþörungar hafa engin sundform með svipum eða bif- hárum eins og títt er meðal annarra grænþörunga, í það minnsta hjá 1. mynd. Skjalddjásn, líklega Micra- sterias rotata, myndirnar eru teknar með sérstakri lýsingu og því eru litir ekki raunverulegir (Frieder Sauer: Mikro- skopieren als hobby. Stuttgart 1980). Þörungurinn til vinstri er nýlega búinn að skipta sér og nýjar hálffrumur eru að vaxa upp.9 kynfrumum þeirra. I stað þess hafa þeir sérkennilega æxlunaraðferð, sem felst í því að tveir einstaklingar tengjast saman og kjarnasamruni (frjóvgun) á sér stað og myndun okfrumu, sem vanalega er dvalastig þörungsins. Þetta er kallað konjuga- tion (af lat. forskeytinu con = sam- og jugum = ok, þ.e. tré sem tengir saman tvo dráttaruxa á homunum), á íslensku okfrjóvgun og flokkurinn okþörungar. Orðið okfruma (zyg- ote) er leitt af samsvarandi grísku orði. Svipað kynferli tíðkast einnig hjá sveppaflokki sem kallast ok- sveppir (Zygomycetes). Við frjóvgun djásnþörunga um- lykjast tvær frumur hlaupefni, síðan klofna þær sundur á brúnni og út úr þeim báðum skríður frymi í líki amöbu, sem skoða má sem kyn- frumur. Þær renna saman og kjamar þeirra mynda einn tvílitna kjama og verða að okfrumu (3. mynd). Sumar tegundir mynda rör (conjugation tube), þar sem samruninn á sér stað, og fyrir kemur að frymi annarrar frumunnar fari inn í hina. Rýriskipt- ing, með helmingsfækkun litninga, fer oftast fram strax eftir samrunann eða við spírun okfrumunnar. Þá verða ávallt til fjórir kjamar en vana- lega aðeins tvær frumur, sem fyrst eru tvíkjama en síðan hverfur annar 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.