Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 10. mynd. Hluti eldri hryssnanna frá Skáney ásamt folöldum. Sumar að kljást. - Some of the adult mares from Skáney allogrooming. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. ÚRVINNSLA Forritið Observer" , sem er hannað tii skráningar á hegðun, var notað til að skrá gögnin í litla tölvu úti við og einnig í úrvinnslu. Tölfræðileg próf voru gerð með hjálp Sigmastat, Matman’ og Excel. Til að bera sam- an gögn í fylkjum (þar sem sam- skipti allra tvennda í hóp koma fram) var miðað við ákveðið gildi, svokallað few sem segir til um fylgni milli raða (hver röð innihélt upplýs- ingar um samskipti eins hests við alla hina) í tveimur fylkjum og einnig voru gerð hlutfylgnipróf (e. partial correlation) þar sem tekið er fyrir þann möguleika að fylgibreyta geti orsakað hina séðu fylgni. For- ritið Matman var notað til að reikna út virðingarröð innan hóps.16 Til að finna hvort virðingarraðir væru línulegar var miðað við svokallaðan Landau's H-stuðul. Eftir því sem röðin er línulegri því minna er um tilfelli þar sem hestur réð yfir ein- hverjum sem var ofar í útreiknaðri virðingarröð. Auk þess voru U- próf, Kruskall-Wallis og t-próf not- uð til að bera saman meðalgildi tveggja eða fleiri hópa, Spearman rho til að finna fylgni á milli tveggja breyta og G-próf til að at- huga dreifingu gagna.17 Til að meta hvort jákvæð sam- skipti á milli hrossanna tengdust aldri, kyni, kunnugleika, skyldleika og virðingarröð voru gerð nokkurs konar tilgátufylki. Fylki sem segir til um aldur er þá þannig hannað að hver tvennd er skoðuð og ef hrossin eru í sama aldurshópi fær hólfið í fylkinu gildið 1 en annars 0. Sama er gert með kyn og kunnugleika (sami bær). Einnig var unnið með fylki sem segir til um hve langt var á milli allra einstaklinga í virðingar- röðinni. Upplýsingar um skyldleika milli allra hestanna fengust úr Feng (sjá slóðina www.islandsfengur.is). Reiknaður var innræktunarstuðull, F, milli allra hrossanna.18 í Skáneyj- arstóðinu voru öll hrossin nema ein hryssa og sonur hennar eitthvað skyld öllum hinum. Arið 1999, þeg- ar ókunnug hross voru sett í stóðið, var meira um óskyld hross. NlÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR Hér á eftir er félagsgerð hópanna lýst út frá því hvers eðlis virðingar- röðin var í hópunum og hverjir mynduðu helst vinatengsl. Til að athuga áhrif þess að fá ný hross í hópinn og sundra hóp er gerður samanburður á hegðun hrossanna í hópunum þremur og við aðra hópa. Auk þess er hegðun íslensku hross- anna borin saman við niðurstöður erlendra rannsókna á hegðun hrossa í stóðum þar sem stóðhestur var til staðar. 31

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.