Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 47
frumuhimnu. Annað er ólíkt, t. d. stjórn á starfi gena, en líklegt að rann- sóknir á bakteríum geti gefið vísbend- ingu um tilhögun í öðrum frumum. Loks fer fram í bakteríunum starfsemi sem ekki þekkist í öðrum frumum, t. d. myndun hins sérstæða frumu- veggjar þeirra. En rannsóknir á því sem sérkennir bakteríurnar geta líka verið mikils virði. ERFÐATÆKNI Enda þótt lengi hafi verið lögð mikil rækt við rannsóknir á bakteríum, er vissulega enn margt ólært um þessar smávöxnu en háþróuðu lífverur. En því er ekki að leyna, að athygli erfða- fræðinga og lífefnafræðinga beinist nú í æ ríkara mæli að frumum dýra og plantna. Vissulega eru frumur þessara lífvera margbrotnari að skipulagi en bakteríufruman. Til dæmis er um 800 sinnum meira erfðaefni í 23 litningum mannsins heldur en í bakteríufrum- unni, sem áður var lýst. Til skamms tíma var afar erfitt að gera nákvæmar rannsóknir á slíku erfðaefni. Greining- arhæfni erfðafræðilegra aðferða var mjög ábótavant. Fyrir nokkrum árum komu hins veg- ar til sögunnar nýjar aðferðir, sem valdið hafa byltingu á þessu rann- sóknarsviði. Þessar nýju aðferðir eiga sér rætur í rannsóknum á bakteríum. Úr ýmsum tegundum baktería hafa verið einangruð svonefnd skerðiens- ím. Þau bera kennsl á ákveðnar kirnis- raðir í DNA-sameindum og klippa þær í sundur. Þessi sérvirku ensím eru not- uð til að klippa DNA úr litningum dýra og plantna í litla samstæða búta. Lengd bútanna er mismunandi en samsvarar yfirleitt nokkrum gena- lengdum. Slíkir bútar eru síðan tengd- ir við litlar DNA-sameindir sem geta fjölgað sér í bakteríufrumum. Þessar sameindir eru látnar ferja erfðaefnis- bútana inn í bakteríufrumur, enda eru þær nefndar genaferjur einu nafni. Þegar genaferja fjölgar sér í bakteríu- frumu, margfaldast jafnframt að- komugenin sem hún ber. Þannig er hægt að margfalda búta úr erfðaefni dýra og plantna í bakteríum. Þetta auðveldar mjög rannsóknir á genum þessara lífvera. Til genaferjunar eru ýmist notaðar DNA-sameindir úr veirum eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem hafast við í bakteríu- frumum (2. mynd). F-þátturinn, sem áður var sagt frá, er einmitt plasmíð en er ekki hentugur til genaferjunar. Sum plasmíð bera gen sem valda ónæmi fyrir fúkkalyfjum. Þetta getur komið sér vel við genaferjun. Auðvelt er að ganga úr skugga um hvort bakteríur bera slík plasmíð. Af ónæmiseinkenn- um má líka oft ráða hvort genaferjun hefur heppnast. Þess skal getið, að nú eru einnig þekktar ýmsar genaferjur sem nota má til að flytja gen inn í frumur dýra og plantna. Hingað til hafa þær þó ekki verið notaðar nærri því eins mikið og bakteríuferjurnar. Þessar nýju aðferðir hafa verið not- aðar óspart bæði í fræðilegum og hag- nýtum tilgangi. Erfðaefni úr ýmsum lífverum, þar á meðal mönnum, hefur verið ferjað inn í bakteríur og skipulag þess kannað. Aðferðir hafa verið fundnar upp til að velja úr ákveðin gen til ferjunar. Einnig eru nú þekktar að- ferðir til nákvæmrar könnunar á bygg- ingu einstakra ferjaðra gena. Mjög nrargt merkilegt hefur kornið í ljós við þessar rannsóknir. Þær hafa t. d. gjör- breytt hugmyndum manna um skipu- lag erfðaefnis í öðrum lífverum en bakteríum. Áhrifa hinnar nýju rann- sóknartækni gætir þó ekki aðeins í rannsóknum á erfðaefninu sjálfu, 41

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.