Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Vegna þess hve mikið hefir brotið utan úr Drangey frá því á söguöld, þykir nú mjög í vafa, hvar uppgangan hafi verið og stigarnir, sem Glaumur átti að gæta í Grettis tíð. Hefir þess verið getið til, að þeir muni hafa verið. á Lundhöfðanum nokkru sunnan Uppgönguvíkur. Eftir að hafa dálítið athugað málið virðast mér langmestar líkur til að uppgangan hafi verið á sama stað og nú og furðu lítið breytt. Uppgönguvíkin er í vari við Lambhöfðann, og þar hefir því hafrótið unnið minna á, en víða annars staðar. Áður er getið um brúnina hið efra, cg getur stand- bergið hafa verið nokkru hærra í, Grettis tíð. Þar ætla ég að efri stiginn hafi verið, sem Glaumur gætti ekki að draga upp. Þess sjást einnig merki, að áður hefir verið sæbratt neðst í Upp- gönguvík, svo langtum hafi verið ógengt, þótt nú sé þar fyrir löngu fyllt af niðurhruni. Þar tel ég líklegt að neðri stiginn hafi verið. Þá styðst þetta einnig við sagnirnar um Guðmund góða og altarisörnefnið. Hvað sem sannsögulegt kann að vera í þessum sögnum, þá má telja líklegt, að þær hafi, ásamt örnefninu, myndast snemma, á meðan trúin á máttarverk Guðmundar var í algleymingi í kaþólskum sið. Hefði altari þá ekki-verið á almannaleið upp eyna, mundi örnefnið aldrei hafa festst við þann stað, né sú varúðarráðstöfun, er hefir átt að felast í bænahaldi á viðsjárverðasta hluta leið- arinnar. En hafi uppgötnguvíkin verið orðin uppgönguleið á Drangey í tíð Guðmundar góða eða skömmu síðar, og haldist þar síðan um 700 ár, þá má telja li'klegt, að þar hafi ekki heldur orðið breyting á, þann rúmlega 200 ára tíma, sem líður frá dögum Grettis þar til sagnirnar um Guðmund góða fara að gerast og skrást. Það væri margt fleira um Drangey að segja, sem verður að bíða hér. En ég vil að endingu benda á, að Drangey er fyrir margra hluta sakir einn af merkustu stöðum Skagafjarðar. Hún er náttúruprýði héraðsins svo af ber. Hún hefir orðið til meiri bjargar í bú en nokkur annar blettur í. sýslunni. Hún er samofin sögu héraðsins og siðum og hún er meðal hinna dýrmætu heim- ilda í handritasafni íslenzkrar jarðsögu. Jón N. Jónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.