Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151 í lok egglegunnar ei-u þau döklcbrún eða búinn aS nieðtaka roða mýrarvatnsins. Meðalstærð þeirra er 54.8x36.7 nim og meðal- þyngd skurnsins 3.5 g. Varptíminn er frá þvi i maí og fram í júlí. Utungunina annast bæði kynin. Egglegan varir í 27—29 daga. Eftir 6 vikur byrjar ungfuglinn að kafa og eftir 9—10 vikur er liann óháður foreldrunum. Heimkynni stórtypptu sefandarinnar ná frá Vestur-Evrópu norður um Vermaland og Dalina í Svíþjóð, Noreg (norður að 60°), norður að lxeimskautsbaug í Finnlandi, og allt austur að Kyrra- liafi og suður að Indlandshafi. Ennfremur ná heimkynni hennar yfir strandlönd og eyjar Miðjarðarhafsins. Aðrar undirtegúndir bvggja Afríku sunnan Sahara, Ástralíu, Tasmaníu og Nýja Sjá- land. Ég hefi gelið þessara fugla svo nákvæmlega, vegna þess að þá má telja lítt umtalaða i íslenzkum fuglaheimi, en þeim mætti bet- ur gefa gaum, þar sem þeir eru báðir íbúar nágrannalandanna. Hlýindatímabil það, er nú stendur yfir, og seftjarnirnar og árós- arnir islenzku kvnnu að laða þá lil landnáms. Ársæll Árnason: Hreindýrin í Arnarfelli. Arnarfell við Þingvallvatn hefir Mallbías læknir Einarsson tek- ið á leigu um uokkurt árabil, jörðina með landi því, sem benni fylgir, en það er nær eingöngu beitiland. Vorið 1939 fékk hann þangað fjóra lireinkálfa austan af Fljóts- dalsliéraði, er fluttir voru i flugvél og gekk allt prýðilega. En svo illa hagaði til, að af þessum fjórum kálfum voru þrír tarfar og aðeins ein kvíga. Kálfar þessir döfnuðu vel, enda fengu þeir bæði mjólk og mat mestan hluta fyrsta ársins, til uppbótar á móð- urmjólkinni, sem þeir liöfðu misst. Síðan liafa þeir engan fóður- bæti l'engið, gengið úti allan tímann og er eklci annað að sjá en að þeir dafni vel. Við matargjöfina hafa þeir orðið svo spakir sem spökustu hús- dýr og hefir það elcki elzt af þeim. Einn af törfununl bar af hinum og þegar leið að fengitíma,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.