Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155 góðu lífi á Suðurlandi. Var þá liægt að fá búfé þaðan þegar jörð hreinsaðist á Norðurlandi. Þetta sýnast mér því liæpin rök frá heimildarmönnum Aslcels. Þar fyrir þykir mér ekki ósennilegt, að þetta sióra öskugos hafi verið fvrir landnám Islands. Áskell segir: „Faðir minn sagði mér, að á hrauninu í Aðaldal væri þetta öskulag ekki til, en ldyti að liggja undir þvi. Þetta er ofsagt og ekki rétt (kemur til af ókunnugleilca). í nokkrum stöð- um, þar sem jarðvegur er að blása upp norðan til í Aðaldalshrauni, sézt þetta mikla öskulag ofan á hrauninu. Undir moldarbörðum, sunnar í hrauninu er skógi vaxin og lyngi gróin jörð. Sést því ekki öskulagið þar eða þar sem brunar eru. Hefir askan rignt og horf- ið niður í hraunið. Að þella öskulag liggi undir það hraun, sem nú er kallað Aðaldalshraun, mun ekki rétt ályktað, af þeirri ein- földu áslæðu, að Aðaldalshraun er svo miklu eldra en umrætt öskulag, nema ef vera skyldi hraunspýja sú sem komið hefir löngu seinna úr Laxárdal og sezt að báðumegin Laxár neðan við Grenjaðarstaðagljúfur (ofan við Hvamma, Staða— og Fjalls- engjar). Ekki ælla ég að mótmæla þvi, að þessi hraunspýja sé yngri en þetta mikla öskugos. Áskell sýnist færa nokkur rök fyrir því. En þetta aukaliraun er líka miklu yngra en hið æfagamla Aðaldals- hraun, sem hefir brunnið þar sem það situr enn í dag. Eg gæti trúað því að jarðfræðingar teldu Aðaldalshraun 2—3000 ára gamallt. Norðarlega i Aðaldalshrauni liefi eg einnig fundið leirlag undir lyngi gróinni jörð, sem likist mjög leir þeim, sem „Náttúrufræð- ingurinn“ getur um að fundizt liafi í Mókollsdal ofan við Stein- grímsfjörð, i Strandasýslu. Þann leir liafa sumir menn kallað „postulínsleir“. Þessi leir er hvitur sem krit og álika harður þeg- ar hann er kaldur, en linast þegar hann er geymdur í lieitu húsi, og getur þá orðið linur sem liveitimjöl. Að gefnu tilefni ætla eg nú að nota tækifærið og lýsa því, livern- ig eg hygg, að Aðaldalshraun hafi skapazt, séð frá mínum bæjar- dyrum. I lok ísaldar, eður skönnnu seinna, Iiafa miklir jarðeldar verið upp í sunnanverðum Aðaldal, milli norðurenda Fljótsheiðar og Hyammsheiðar, frá Fellsmúla og Vestmannsvatni, að sunnan, norður fyrir Garðsnúp. Þelta sýna þau æfagömlu eldvörp og gos- hólar á víð og dreif um allt þetta svæði „dalsins'h En þéttastir eru þessir gjallhólar frá Garðsnúp, austur að Hvammsheiði. Úr öllum þessum eldgígum hefir runnið hraun í allar áttir, sem nú

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.