Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 að minnsta kosti 50—60 ár. Það var sú tegund, senr nú ber vísinda- nafnið Sorbus hybrida L. Þó hefur hún ekki ætíð verið nefnd því nafni; til eru ýmis samnefni, sem finnanleg eru í grasafræðiritum, t. d. S. fennica (Kalm) Fr., Pyrus fennica Bab., P. pinnatifida Ehrh. og Crataegus fennica Kalni. En enda þótt plantan hafi þannig fengið sjáll’stæð tegundarheiti, telja lærðustu grasafræðingar fullvíst, að hún liafi einhvern tíma í fyrndinni orðið til fyrir samæxlun tveggja skyldra reynitegunda (S. aria (L.) Crantz X S. aucuparia L.), enda ber hún einkenni beggja foreldranna og er allbreytileg, eins og títt er um bastarða. Kemur slíkt einna gleggst í ijós á blöðunum. S. aria hefur heil, sporlaga blöð, með tvísagtenntum röndum og þéttum, hvítum lóhárum á neðra borði, en S. aucuparia — þ. e. ilmreynirinn okkar — er nteð stakfjöðruðum blöðum, sem hafa 5—9 pör af mjó- sporlaga smáblöðum. Þessi einkenni hafa blandazt þannig, að S. hybrida hefur meira eða minna aflöng blöð, sepótt eða mjög gróftennt ofan til, en fjöðruð neðan til eða neðst, og eru blaðpörin venjulega f eða 2—2þ£, sjaldan 3. Neðra borð blaðanna er livítlóhært. Á hinum skyldu þjóðtungum Norðurlanda er þessi tegund nefnd: á dönsku finsk r0n, á norsku rognasal og á sænsku rönnoxel. En hvert er íslenzka nafnið? I grein um trjárækt eftir Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra: „Stuttum leiðarvísi um gróðursetning trjáa og runna í kringum bæi og hús“, er birtist 1904, er þessi tegund nefnd norskur reynir, og hélzt það heiti um langt skeið, að minnsta kosti norðanlands, og mun ekki enn vera að fullu úr sögunni. Fimm árum síðar kemur annað nafn til sögunnar, samkv. Ársskýrslu Rækt- unarfélags Norðurlands 1909. Það er nafnið silfurreynir. Hver er höfundur þessa nýja nafns, er mér ekki fullkunnugt, en sennilega hefur það verið Sigurður Sigurðsson. Þetta lieiti er enn í dag mjög algengt norðanlands. Árið 1914, þegar „Bjarkir" eftir Einar Helgason komu út, var þess að vænta, að hann notaði þetta velheppnaða og fallega heiti á hina umræddu tegund, en svo varð ekki. Þar finnst aðeins vísinda- nafnið eitt. Tuttugu árum síðar notar sami höfundur í Ársriti hins íslenzka garðyrkjufélags nýtt lieiti: finnskur reyniviður. í Ársriti Skógræktarfélags íslands 1933—34 er grein eftir Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra, þar sem heitið silfurreynir er notað, en er þar látið ná til annarrar tegundar (sjá síðar), ásamt S. hybrida, eða með öðrum orðum: þessar tvær tegundir bera eitt og sama nafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.