Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 23
GEYSIR OG STROKKUR 165 sinni (IV. bindi, bls. 51 og víðar) farið viðurkenningarorðum um Magnús Grímsson og rannsóknir hans, og vísast til þess. Einar E. Scemundsen. Biskupstungur eru nokkurn veginn rétthyrndur þríhyrningur, og liggja fjöll og öræfi að þeim að norðanverðu, en að vestanverðu ræð- ur Brúará og austan Hvítá. Þær falla saman fyrir framan Skálholt, og er þá þríhyrningurinn fullger. Tungurnar eru flatlendar og lág- lendar með víðum mýrum, tjörnum og smáholtum. Nyrzti bærinn í Biskupstungum er Haukadalur, og stendur hann sunnanvert í Haukadalsheiði. Skammt l'rá Haukadal í útsuður stend- ur einstakt fell, nokkurn veginn kringlótt. Það er að mestu þakið sandi og smágrjóti. Eigi er það mjög lágt. Þetta fell heitir Laugar- fjall. Útsunnanvert undir rótum þess stendur bær, sem heitir á Laug. Suður frá rótunum á Laugarfjalli gengur fram bunguvaxinn melur, sléttur að ofan, breiður og með grastóm sums staðar. Á mel þessum eru hverir margir og þar eru þeir hinir frægu hverir, Geysir og Strokkur, sem öllum hverum eru meiri. Geysir er ofan í liólkorn eitt, og hefur Geysir sjálfur myndað hól- inn, því að sú náttúra fylgir vatninu í honum, að það verður allt að steini. Það er nokkuð líkt um þessa myndun vatnsins í Geysi og um vatn í frosti, að vatnið frýs hvað ofan á annað og myndar loks háa byngi eða svellbunka. En það er ekki Geysir einn, sem þessa náttúru liefur. Hana hafa flestir hverir, og lýsir hún.sér í húð þeirri hinni hvítu, er víða má sjá á steinum við hveri. Náttúrufróðir menn segja, að þetta konii af því, að hveravatnið hafi í sér fólgið efni það eða jarðartegund, er þeir kalla ,,kisel“. Fer það jiá eftir því, livað mikið er í vatninu af „kisel“, hvað fljótt steinninn myndast. — Geysir hef- ur sjálfsagt mikið af efni þessu, því að lióll sá, er hann hefur myndað um sig, er nú orðinn æðistór, enda mun langt síðan Geysir lagði grundvöll lians. Hóllinn er bunguvaxinn og ávalur. Hann er hvítur að lit. Allur er hann í lögum, og bylur þá í honum, þegar um hann er gengið. Þessi lög má sprengja hvert frá öðru, og svo má flysja þau sjálf í sundur. Finnast þar þá strá að steini orðin, og neðarlega í hólnum finnast birkilurkar og birkilauf. Víða eru og sjálfir vatns- droparnir orðnir að steini, og eru það eins og bólur í lögunum. Ofan í miðjan topp hólsins er skál ein kringlótt. Hún er átta faðmar að þvermáli. Skál þessi er löguð líkt og hálf-kúlumót, (eða annar helmingur af kúlumóti). Hún lækkar jaft niður öllutn megin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.