Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN raunum, svo að við gætum hagnýtt okkur þennan auð með fullkomn- ari tækni. Því miður var nefnd þeirri, sem sett var á laggirnar í þessu tilefni, ekki fenginn sá fjárhagslegi bakhjall, sem nauðsyn bar til. Hitt er ekki síður ámælisvert, að litlar eða engar ráðstafanir höfðu verið gerðar til að veiða þessa síld í tiltækileg veiðarfæri, þegar hún var komin á venjuleg mið í lok júlí. Allan ágústmánuð var einblínt á norðurlandssíldina, enda þótt síldarafli væri góður í Grindavíkur- sjó og síldin vel söltunarhæf vegna fitu og stærðar. Það var ekki fyrr en um miðjan septembermánuð, að veiði og söltun var komin í sæmilegt horf, en dýrmætt góðviðristímabil var þá gengið lijá garði. Afli hefur síðan verið með slíkum ágætum, að sýnt er, að hiriir sterku árgangar, sumargotssíld frá 1944 og vorgotssíld frá 1945, upp- fylla þær vonir, er við þá voru tengdar. Niðurstöður mínar varðandi árganga sunnlenzka stofnsins og upp- vaxtarsvæði hans hafa verið vefengdar af forstjórum íslenzku og dönsku fiskirannsóknanna, þeim mag. Árna Friðrikssvni1 og dr. Á. Vedel Táning.2 Um áhrif árganga á stofnsveiflur. Sú skoðun á sér fornar rætur, að aflasveiflur séu einkum brigðul- um fiskigöngum að kenna. Ekki er fyrir að synja að í þessu kunni að vera tilhæfa í einstökum tilfellum, einkum ef fiskur safnast á straumamót, þar sem von er tíðra umhverfisbreytinga. Rannsókn slíkra fyrirbæra er enn stutt á veg komið, og sem algild skýring er þessi tilgáta alveg úr sögunni. Má segja að grunninum liafi verið kippt undan henni, þegar Johan Hjort og samverkamönnum hans við norsku fiskirannsóknirnar tókst að sýna fram á, að fiskistofnar eru að jafnaði blanda margra mismunandi sterkra árganga. Ályktaði Hjort, að styrkur stofnsins væri háður því, hve sterkir árgangar væru í honum hverju sinni, en stofnstyrkurinn réði aflabrögðum. Nýjar aðferðir við aldursgreiningu fiska leiddu til þessarar þýð- ingarmiklu uppgötvunar, enda urðu aldursrannsóknir upp frá því einn veigamesti þáttur fiskirannsóknanna. Tókst fiskifræðingum að skýra stofnsveiflur ýmissa fiska, með því að athuga hlutfallsstyrk ár- ganganna í aflanum, og bera hann saman við skýrslur um aflabrögð. Glæsilegust dæmi um þetta eru norsku rannsóknirnar á þorski og 1) Mgbl. 4. febr. 1950. 2) Mgbl. 6. ág. 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.