Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN raunum, svo að við gætum hagnýtt okkur þennan auð með fullkomn- ari tækni. Því miður var nefnd þeirri, sem sett var á laggirnar í þessu tilefni, ekki fenginn sá fjárhagslegi bakhjall, sem nauðsyn bar til. Hitt er ekki síður ámælisvert, að litlar eða engar ráðstafanir höfðu verið gerðar til að veiða þessa síld í tiltækileg veiðarfæri, þegar hún var komin á venjuleg mið í lok júlí. Allan ágústmánuð var einblínt á norðurlandssíldina, enda þótt síldarafli væri góður í Grindavíkur- sjó og síldin vel söltunarhæf vegna fitu og stærðar. Það var ekki fyrr en um miðjan septembermánuð, að veiði og söltun var komin í sæmilegt horf, en dýrmætt góðviðristímabil var þá gengið lijá garði. Afli hefur síðan verið með slíkum ágætum, að sýnt er, að hiriir sterku árgangar, sumargotssíld frá 1944 og vorgotssíld frá 1945, upp- fylla þær vonir, er við þá voru tengdar. Niðurstöður mínar varðandi árganga sunnlenzka stofnsins og upp- vaxtarsvæði hans hafa verið vefengdar af forstjórum íslenzku og dönsku fiskirannsóknanna, þeim mag. Árna Friðrikssvni1 og dr. Á. Vedel Táning.2 Um áhrif árganga á stofnsveiflur. Sú skoðun á sér fornar rætur, að aflasveiflur séu einkum brigðul- um fiskigöngum að kenna. Ekki er fyrir að synja að í þessu kunni að vera tilhæfa í einstökum tilfellum, einkum ef fiskur safnast á straumamót, þar sem von er tíðra umhverfisbreytinga. Rannsókn slíkra fyrirbæra er enn stutt á veg komið, og sem algild skýring er þessi tilgáta alveg úr sögunni. Má segja að grunninum liafi verið kippt undan henni, þegar Johan Hjort og samverkamönnum hans við norsku fiskirannsóknirnar tókst að sýna fram á, að fiskistofnar eru að jafnaði blanda margra mismunandi sterkra árganga. Ályktaði Hjort, að styrkur stofnsins væri háður því, hve sterkir árgangar væru í honum hverju sinni, en stofnstyrkurinn réði aflabrögðum. Nýjar aðferðir við aldursgreiningu fiska leiddu til þessarar þýð- ingarmiklu uppgötvunar, enda urðu aldursrannsóknir upp frá því einn veigamesti þáttur fiskirannsóknanna. Tókst fiskifræðingum að skýra stofnsveiflur ýmissa fiska, með því að athuga hlutfallsstyrk ár- ganganna í aflanum, og bera hann saman við skýrslur um aflabrögð. Glæsilegust dæmi um þetta eru norsku rannsóknirnar á þorski og 1) Mgbl. 4. febr. 1950. 2) Mgbl. 6. ág. 1950.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.